Leiðtogafundur jafnaðarmanna 8. ágúst 2004 00:01 Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna hafa haldið leiðtogafund sinn hér á landi um helgina. Fundurinn er á vegum SAMAK, samtaka norrænu jafnaðarmannaflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar. Leiðtogarnir hafa á fundum helgarinnar rætt um samstarf flokkanna og samvinnu Norðurlandaþjóðanna innan Evrópusambandsins, áherslur þeirra á velferðamál og síðustu úrslit kosninga á Norðurlöndum. Einn norrænn forsætisráðherra sótti fundinn; Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og eins var Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs á fundinum. Á meðal annarra gesta má nefna Mogens Lykketoft, formann danskra jafnaðarmanna og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðingsson segir að rædd hafi verið mál sem tengist Evrópusambandinu og hann segir ljóst að jafnaðarmenn á Norðurlöndum telji það æskilegt fyrir framtíðarsamband jafnaðarmanna í þessum löndum að þau gangi öll inn í Evrópusambandið þegar tíminn er réttur. Össur segir að á fundinum hafi Íslendingarnir reynt að fá skilning félaga sinna á því að til að auðvelda Íslendingum inngöngu í ESB, þurfi að taka upp aðra nálgun gagnvart fiskveiðimálum. Hugmynd íslensku jafnaðarmannanna sé sú að sett verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðuratlantshafi sem kæmi í veg fyrir að Íslendingar þurfi að láta af hönum yfirstjórn til Brussel ef til inngöngu í sambandið kæmi. Össur segir góðan skilning hafa skapast á þessu á fundinum en það skipti töluverðu máli að forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Person, sem sé einn af þungavigtarmönnum innan Evrópusambandsins, hafi tekið vel undir þessar hugmyndir. Össur telur að skilningur manna sé að aukast á sérstöðu Íslendinga og að það geti auðveldað Íslendingum að gerast fullgildir meðlimir að Evrópusambandinu, ef þeir kjósi svo. Hann telur rétt og mikilvægt að fara að huga að aðildarumsókn á allra næstu árum. Össur segist finna það vel á sínum norsku samstarfsmönnum að innganga í Evrópusambandið verði á dagskrá í Noregi á næstu árum. Hann segir það skipta töluverðu máli fyrir Ísledinga að sækja um á undan Norðmönnum því Íslendingar eigi möguleika á að ná betri samningum en þeir. Hins vegar verði annað upp á tengingnum ef Norðmenn ganga inn í Evrópusambandið á undan. Þá verði erfiðara fyrir Íslendinga að fá betri samning en Norðmenn en það sé nauðsynlegt þar sem hagsmunir Íslendinga og sérstaða sé miklu meiri. Jafnaðarmannaleiðtogarnir verða í Viðey hluta úr degi þar sem haldinn er blaðamannafundur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna hafa haldið leiðtogafund sinn hér á landi um helgina. Fundurinn er á vegum SAMAK, samtaka norrænu jafnaðarmannaflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar. Leiðtogarnir hafa á fundum helgarinnar rætt um samstarf flokkanna og samvinnu Norðurlandaþjóðanna innan Evrópusambandsins, áherslur þeirra á velferðamál og síðustu úrslit kosninga á Norðurlöndum. Einn norrænn forsætisráðherra sótti fundinn; Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og eins var Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs á fundinum. Á meðal annarra gesta má nefna Mogens Lykketoft, formann danskra jafnaðarmanna og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðingsson segir að rædd hafi verið mál sem tengist Evrópusambandinu og hann segir ljóst að jafnaðarmenn á Norðurlöndum telji það æskilegt fyrir framtíðarsamband jafnaðarmanna í þessum löndum að þau gangi öll inn í Evrópusambandið þegar tíminn er réttur. Össur segir að á fundinum hafi Íslendingarnir reynt að fá skilning félaga sinna á því að til að auðvelda Íslendingum inngöngu í ESB, þurfi að taka upp aðra nálgun gagnvart fiskveiðimálum. Hugmynd íslensku jafnaðarmannanna sé sú að sett verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðuratlantshafi sem kæmi í veg fyrir að Íslendingar þurfi að láta af hönum yfirstjórn til Brussel ef til inngöngu í sambandið kæmi. Össur segir góðan skilning hafa skapast á þessu á fundinum en það skipti töluverðu máli að forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Person, sem sé einn af þungavigtarmönnum innan Evrópusambandsins, hafi tekið vel undir þessar hugmyndir. Össur telur að skilningur manna sé að aukast á sérstöðu Íslendinga og að það geti auðveldað Íslendingum að gerast fullgildir meðlimir að Evrópusambandinu, ef þeir kjósi svo. Hann telur rétt og mikilvægt að fara að huga að aðildarumsókn á allra næstu árum. Össur segist finna það vel á sínum norsku samstarfsmönnum að innganga í Evrópusambandið verði á dagskrá í Noregi á næstu árum. Hann segir það skipta töluverðu máli fyrir Ísledinga að sækja um á undan Norðmönnum því Íslendingar eigi möguleika á að ná betri samningum en þeir. Hins vegar verði annað upp á tengingnum ef Norðmenn ganga inn í Evrópusambandið á undan. Þá verði erfiðara fyrir Íslendinga að fá betri samning en Norðmenn en það sé nauðsynlegt þar sem hagsmunir Íslendinga og sérstaða sé miklu meiri. Jafnaðarmannaleiðtogarnir verða í Viðey hluta úr degi þar sem haldinn er blaðamannafundur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira