Stjórnarandstaðan ánægð 15. ágúst 2004 00:01 Fulltrúar stjórnarandstöðu lýsa yfir ánægju með þá ákvörðun Davíðs Oddssonar að taka við embætti utanríkisráðherra 15. september þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, er feginn að Davíð skuli vera að ná heilsu eftir þær miklu aðgerðir sem hann fór í á dögunum. Hann segir ánægjulegt fyrir Davíð persónulega ef hann reiknar með að ná það góðri heilsu og kröftum á nýjan leik að hann geti tekið að sér ráðherraembætti svo fljótt. Steingrímur segist ekki hafa átt von á því að Davíð hefði sagt sitt síðasta orð í stjórnmálum og því komi þessi tíðindi ekki á óvart. Aðspurður hvort það hafi komið honum á óvart að Davíð skyldi fara í utanríkisráðuneytið segir Steingrímur svo ekki vera. Hann hafi reiknað dæmið þannig að það hlyti að verða fyrir valinu. „Davíð er ekki fyrir það að spila einhverja aðra fiðlu þar sem hann er á vettvangi og utanríkisráðuneytið er efst í goggunarröðinni af þeim ráðuneytum sem þá (15. september) koma í hlut Sjálfstæðisflokksins. Með því að taka það ráðuneyti er Davíð einfaldlega að undirstrika forystuhlutverk sitt í flokknum,“ segir Steingrímur. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, er í útlöndum og heyrði tíðindin fyrst þegar fréttamaður hringdi í hann í morgun. Hann er líka glaður og segir það ekki óeðlilegt að maður sem sé að hætta sem forsætisráðherra setjist í utanríkisráðuneytið. Það helgist ekki síst af því að Davíð sé sá ráðherra sem á undanförnum árum hafi helst sinnt þeim málaflokki sem beri hæst hjá Íslendingum, það er varnar- og öryggismálum, og hafi meðal annars átt samtal við George Bush Bandaríkjaforseta um þau mál. Össur segist því ímynda sér að það sé farsælt að Davíð sinni því áfram sem utanríkisráðherra og reyni að klára það mál, þó segja megi að það sé komið í ógöngur. Hann hafi reynsluna, þekkinguna og samböndin til að geta sinnt því prýðilega. Össur segist hins vegar hafa talið að Geir H. Haarde fjármálaráðherra myndi setjast í stól utanríkisráðherra, meðal annars vegna þess að Geir hafi lýst því yfir að hann vildi breyta til. Formaður Samfylkingarinnar taldi töluverða samstöðu ríkja um það innan Sjálfstæðisflokksins en honum finnst jafnframt blasa við að innan flokksins hafi verið einhvers konar togsteita um utanríkisráðherraembættið. „Það er alveg ljóst að sumir vilja ekki að Geir fái þann framgang sem felst í því að taka þetta næst valdamesta embætti ríkisstjórnarinnar. Margir, eða að minnsta kosti einhverjir, hafa viljað sjá Björn Bjarnason þar og ég ímynda mér að þessi leið sé farin meðal annars til þess að koma í veg fyrir að þau átök komi upp á yfirborðið,“ segir Össur. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, hefur einnig mikla trú á Davíð Oddssyni. Hann segir tíðindi gærdagsins hið besta mál og segir Davíð vera stjórnmálamann sem búi yfir mikilli reynslu sem muni nýtast vel í utanríkisráðuneytinu. Magnús segir eitt brýnasta utanríkismál Íslendinga núna vera deiluna við Norðmenn vegna Svalbarðasvæðisins og það þurfi að leysa. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem rætt var við í morgun telja ekki líkur á að stefnubreyting verði í utanríkisstefnu Íslands þegar Halldór og Davíð skipta um hlutverk. Mögulegt er að einhverjir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi með sér stólaskipti í haust en það er þó ekki talið líklegt. Einn nýr ráðherra bætist í hópinn 15. september en það er Sigríður Anna Þórðardóttir sem tekur við embætti umhverfisráðherra. Þess er enn beðið að Halldór Ásgrímsson taki ákvörðun um hver fari úr ráðherraliði Framsóknarflokksins þegar ráðherrum Sjálfstæðisflokks fjölgar. Siv Friðleifsdóttir hefur verið talin líklegust til að fara þar sem það er hennar ráðuneyti sem hverfur. Hún hefur hins vegar ekki verið reiðubúin að fara þegjandi og benda stuðningsmenn hennar á að hún er oddviti flokksins í stærsta kjördæminu og ritari flokksins að auki. Að óbreyttu er ekki von á að þingflokkur Framsóknar komi saman fyrr en í byrjun september en formlega liggur valdið hjá honum. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson eða Guðna Ágústsson, varaformann Framsóknarflokksins, fyrir fréttir. Hægt er að hlusta á fréttina, með viðtölum við Steingrím J. Sigfússon, Össur Skarphéðinsson og Magnús Þór Hafsteinsson, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðu lýsa yfir ánægju með þá ákvörðun Davíðs Oddssonar að taka við embætti utanríkisráðherra 15. september þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, er feginn að Davíð skuli vera að ná heilsu eftir þær miklu aðgerðir sem hann fór í á dögunum. Hann segir ánægjulegt fyrir Davíð persónulega ef hann reiknar með að ná það góðri heilsu og kröftum á nýjan leik að hann geti tekið að sér ráðherraembætti svo fljótt. Steingrímur segist ekki hafa átt von á því að Davíð hefði sagt sitt síðasta orð í stjórnmálum og því komi þessi tíðindi ekki á óvart. Aðspurður hvort það hafi komið honum á óvart að Davíð skyldi fara í utanríkisráðuneytið segir Steingrímur svo ekki vera. Hann hafi reiknað dæmið þannig að það hlyti að verða fyrir valinu. „Davíð er ekki fyrir það að spila einhverja aðra fiðlu þar sem hann er á vettvangi og utanríkisráðuneytið er efst í goggunarröðinni af þeim ráðuneytum sem þá (15. september) koma í hlut Sjálfstæðisflokksins. Með því að taka það ráðuneyti er Davíð einfaldlega að undirstrika forystuhlutverk sitt í flokknum,“ segir Steingrímur. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, er í útlöndum og heyrði tíðindin fyrst þegar fréttamaður hringdi í hann í morgun. Hann er líka glaður og segir það ekki óeðlilegt að maður sem sé að hætta sem forsætisráðherra setjist í utanríkisráðuneytið. Það helgist ekki síst af því að Davíð sé sá ráðherra sem á undanförnum árum hafi helst sinnt þeim málaflokki sem beri hæst hjá Íslendingum, það er varnar- og öryggismálum, og hafi meðal annars átt samtal við George Bush Bandaríkjaforseta um þau mál. Össur segist því ímynda sér að það sé farsælt að Davíð sinni því áfram sem utanríkisráðherra og reyni að klára það mál, þó segja megi að það sé komið í ógöngur. Hann hafi reynsluna, þekkinguna og samböndin til að geta sinnt því prýðilega. Össur segist hins vegar hafa talið að Geir H. Haarde fjármálaráðherra myndi setjast í stól utanríkisráðherra, meðal annars vegna þess að Geir hafi lýst því yfir að hann vildi breyta til. Formaður Samfylkingarinnar taldi töluverða samstöðu ríkja um það innan Sjálfstæðisflokksins en honum finnst jafnframt blasa við að innan flokksins hafi verið einhvers konar togsteita um utanríkisráðherraembættið. „Það er alveg ljóst að sumir vilja ekki að Geir fái þann framgang sem felst í því að taka þetta næst valdamesta embætti ríkisstjórnarinnar. Margir, eða að minnsta kosti einhverjir, hafa viljað sjá Björn Bjarnason þar og ég ímynda mér að þessi leið sé farin meðal annars til þess að koma í veg fyrir að þau átök komi upp á yfirborðið,“ segir Össur. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, hefur einnig mikla trú á Davíð Oddssyni. Hann segir tíðindi gærdagsins hið besta mál og segir Davíð vera stjórnmálamann sem búi yfir mikilli reynslu sem muni nýtast vel í utanríkisráðuneytinu. Magnús segir eitt brýnasta utanríkismál Íslendinga núna vera deiluna við Norðmenn vegna Svalbarðasvæðisins og það þurfi að leysa. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem rætt var við í morgun telja ekki líkur á að stefnubreyting verði í utanríkisstefnu Íslands þegar Halldór og Davíð skipta um hlutverk. Mögulegt er að einhverjir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi með sér stólaskipti í haust en það er þó ekki talið líklegt. Einn nýr ráðherra bætist í hópinn 15. september en það er Sigríður Anna Þórðardóttir sem tekur við embætti umhverfisráðherra. Þess er enn beðið að Halldór Ásgrímsson taki ákvörðun um hver fari úr ráðherraliði Framsóknarflokksins þegar ráðherrum Sjálfstæðisflokks fjölgar. Siv Friðleifsdóttir hefur verið talin líklegust til að fara þar sem það er hennar ráðuneyti sem hverfur. Hún hefur hins vegar ekki verið reiðubúin að fara þegjandi og benda stuðningsmenn hennar á að hún er oddviti flokksins í stærsta kjördæminu og ritari flokksins að auki. Að óbreyttu er ekki von á að þingflokkur Framsóknar komi saman fyrr en í byrjun september en formlega liggur valdið hjá honum. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson eða Guðna Ágústsson, varaformann Framsóknarflokksins, fyrir fréttir. Hægt er að hlusta á fréttina, með viðtölum við Steingrím J. Sigfússon, Össur Skarphéðinsson og Magnús Þór Hafsteinsson, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira