Framalausar framsóknarkonur? 24. ágúst 2004 00:01 Varaþingmaður Framsóknarflokksins segir að þær konur sem aðallega hafi gagnrýnt formann flokksins að undanförnu séu þær sem hafi mistekist að komast til metorða í flokknum. Hann segir að Siv Friðleifsdóttir hafi einfaldlega ekki notið stuðnings þingflokksins og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Varaþingmaður Halldórs Ásgrímssonar, Guðjón Ólafur Jónsson, fer mikinn í pistli á hrifla.is vegna óánægju framsóknarkvenna með þá ákvörðun formannsins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Hann segir málið einfalt: Siv hafi einfaldlega ekki notið nægilegs trausts í þingflokknum og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Hann segir Halldór hafa rætt við alla þingmennina og í þeim viðtölum hafi komið fram að Siv nyti ekki meiri stuðnings en það að þingflokkurinn vildi alla vega fimm ráðherra frekar en hana. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fær sinn skammt í pistlinum og segir Guðjón hann ekki vera í takt við Framsóknarflokkinn. Hann telur það segja sig sjálft. Guðjón segir að auglýsing framóknarkvenna í síðustu viku hafi endanlega gert vonir Sivjar um frekari ráðherradóm að þessu sinni að engu. Hann segir að með þessu hafi konurnar stillt Halldóri upp við vegg og hann ekki átt annarra kosta völ en að fara að vilja þingflokksins. Þá segir Guðjón að stuðningsmenn Sivjar og Jónínu Bjartmarz hafi hreytt ónotum í Árna Magnússon félagsmálaráðherra eftir að slagurinn hafi tapast. Þetta hafi komið fram í fjölmiðlum í síðustu viku. Guðjón segir að gagnrýnisraddirnar komi úr börkum kvenna sem einhvern tímann, einhvers staðar, hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum. Aðspurður um um hvaða konur sé að ræða segir hann að menn verði að ráða í það sjálfir og að þær konur taki þetta til sín sem eigi. Guðjón segir að lokum að formaður Framsóknarflokksins hafi mátt sæta árásum og hótunum af hálfu samflokksmanna sinna. Spurður hvort hann telji gagnrýni á formann flokksins vera árásir og hótanir segir Guðjón alla gagnrýni vera af hinu góða en hún verði líka að vera málefnaleg. Hann fullyrðir að lokum að allt sem standi í pistli sínum sé satt og rétt og enginn hafi getað hnikað því. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Sjá meira
Varaþingmaður Framsóknarflokksins segir að þær konur sem aðallega hafi gagnrýnt formann flokksins að undanförnu séu þær sem hafi mistekist að komast til metorða í flokknum. Hann segir að Siv Friðleifsdóttir hafi einfaldlega ekki notið stuðnings þingflokksins og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Varaþingmaður Halldórs Ásgrímssonar, Guðjón Ólafur Jónsson, fer mikinn í pistli á hrifla.is vegna óánægju framsóknarkvenna með þá ákvörðun formannsins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Hann segir málið einfalt: Siv hafi einfaldlega ekki notið nægilegs trausts í þingflokknum og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Hann segir Halldór hafa rætt við alla þingmennina og í þeim viðtölum hafi komið fram að Siv nyti ekki meiri stuðnings en það að þingflokkurinn vildi alla vega fimm ráðherra frekar en hana. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fær sinn skammt í pistlinum og segir Guðjón hann ekki vera í takt við Framsóknarflokkinn. Hann telur það segja sig sjálft. Guðjón segir að auglýsing framóknarkvenna í síðustu viku hafi endanlega gert vonir Sivjar um frekari ráðherradóm að þessu sinni að engu. Hann segir að með þessu hafi konurnar stillt Halldóri upp við vegg og hann ekki átt annarra kosta völ en að fara að vilja þingflokksins. Þá segir Guðjón að stuðningsmenn Sivjar og Jónínu Bjartmarz hafi hreytt ónotum í Árna Magnússon félagsmálaráðherra eftir að slagurinn hafi tapast. Þetta hafi komið fram í fjölmiðlum í síðustu viku. Guðjón segir að gagnrýnisraddirnar komi úr börkum kvenna sem einhvern tímann, einhvers staðar, hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum. Aðspurður um um hvaða konur sé að ræða segir hann að menn verði að ráða í það sjálfir og að þær konur taki þetta til sín sem eigi. Guðjón segir að lokum að formaður Framsóknarflokksins hafi mátt sæta árásum og hótunum af hálfu samflokksmanna sinna. Spurður hvort hann telji gagnrýni á formann flokksins vera árásir og hótanir segir Guðjón alla gagnrýni vera af hinu góða en hún verði líka að vera málefnaleg. Hann fullyrðir að lokum að allt sem standi í pistli sínum sé satt og rétt og enginn hafi getað hnikað því.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Sjá meira