Fléttulistar afmá kynjamismunun 5. september 2004 00:01 "Það er mjög líklegt að það verði lagt til á næsta þingi að framboðslistar Samfylkingarinnar verði svokallaðir fléttulistar, þar sem kona og karl eiga sæti á víxl," segir Kjartan Valgarðsson. "Helmingur Samfylkingarinnar er konur og geri ég ráð fyrir því að að það muni endurspeglast í framboðslistum í næstu alþingiskosningum, 2007. Það gerir það reyndar nú þegar í þingflokknum," segir hann. Kjartan starfar í hópi Samfylkingarinnar sem vinnur að endurskoðun laga flokksins og hefur það meðal annars að markmiði að kanna hvernig auka megi lýðræði innan Samfylkingarinnar. Nú þegar segir í lögum Samfylkingarinnar að hvort kynið eigi rétt til að minnsta kosti 40 prósenta í öllum stofnunum flokksins og við skipan á framboðslista skuli stefnt að því að hlutfall kvenna og karla verði sem jafnast. "Eftir það sem gengið hefur á í Framsóknarflokknum mun enginn flokkur lengur komast upp með það að segja að "stefnt skuli að" jöfnu hlutfalli kynjanna. Kröfurnar hafa aukist og ekki verður lengur hægt að sætta sig við að "stefnt verði að" jafnmörgum frambjóðendum af hvoru kyni," segir Kjartan. "Samfylkingin á að vera í fararbroddi með breytingar sem þessar," segir Kjartan. Hann bendir á að fléttulistar hafi lengi tíðkast. "Íhaldssömustu karlmenn hafa verið hlynntir fléttulistum þegar það hentar þeim sjálfum. Til að mynda eru notaðir fléttulistar varðandi skipun á framboðslista eftir búsetu," segir Kjartan. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir þetta jákvætt skref þótt auðvitað ætti ekki að vera þörf á lögum sem þessum. "Sú vitund ætti að vera til staðar að það sé sjálfsagt og sjálfgefið að kynin standi jafnfætis í öllu starfi og öllum stofnunum Samfylkingarinnar, samt sem áður þurfum við stöðuga áminningu um þetta. Slík samþykkt yrði sterk og jákvæð yfirlýsing frá flokknum," segir hún. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
"Það er mjög líklegt að það verði lagt til á næsta þingi að framboðslistar Samfylkingarinnar verði svokallaðir fléttulistar, þar sem kona og karl eiga sæti á víxl," segir Kjartan Valgarðsson. "Helmingur Samfylkingarinnar er konur og geri ég ráð fyrir því að að það muni endurspeglast í framboðslistum í næstu alþingiskosningum, 2007. Það gerir það reyndar nú þegar í þingflokknum," segir hann. Kjartan starfar í hópi Samfylkingarinnar sem vinnur að endurskoðun laga flokksins og hefur það meðal annars að markmiði að kanna hvernig auka megi lýðræði innan Samfylkingarinnar. Nú þegar segir í lögum Samfylkingarinnar að hvort kynið eigi rétt til að minnsta kosti 40 prósenta í öllum stofnunum flokksins og við skipan á framboðslista skuli stefnt að því að hlutfall kvenna og karla verði sem jafnast. "Eftir það sem gengið hefur á í Framsóknarflokknum mun enginn flokkur lengur komast upp með það að segja að "stefnt skuli að" jöfnu hlutfalli kynjanna. Kröfurnar hafa aukist og ekki verður lengur hægt að sætta sig við að "stefnt verði að" jafnmörgum frambjóðendum af hvoru kyni," segir Kjartan. "Samfylkingin á að vera í fararbroddi með breytingar sem þessar," segir Kjartan. Hann bendir á að fléttulistar hafi lengi tíðkast. "Íhaldssömustu karlmenn hafa verið hlynntir fléttulistum þegar það hentar þeim sjálfum. Til að mynda eru notaðir fléttulistar varðandi skipun á framboðslista eftir búsetu," segir Kjartan. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir þetta jákvætt skref þótt auðvitað ætti ekki að vera þörf á lögum sem þessum. "Sú vitund ætti að vera til staðar að það sé sjálfsagt og sjálfgefið að kynin standi jafnfætis í öllu starfi og öllum stofnunum Samfylkingarinnar, samt sem áður þurfum við stöðuga áminningu um þetta. Slík samþykkt yrði sterk og jákvæð yfirlýsing frá flokknum," segir hún.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira