Vill opinbera rannsókn á Línu.Neti 6. september 2004 00:01 Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að eðlilegast væri að opinber rannsókn færi fram á vissum þáttum í fjarskiptarekstri Reykjavíkurborgar. Nefnir hann sérstaklega kaup Línu.Nets á Irju. Lína.Net keypti Irju á 250 millljónir í mars árið 2000. Guðlaugur segir að þá hafi verið ljóst að Irja væri verðlaust fyrirtæki og að í raun hafi þurft að borga með því. "Það hefur enginn útskýrt það eða komið með neinar haldbærar skýringar, hvorki þá eða í framhaldinu, hvernig í ósköpunum mönnum dettur þetta í hug. Það er ekki hægt að útskýra þetta með einhverri hefðbundinni vanhæfni," segir Guðlagur Þór. Hann segist efast um að ástæða kaupanna hafi verið vanhæfni. "Ég ber það mikla virðingu fyrir fólkinu í R-listanum að ég á mjög erfitt með að trúa því að það hafi verið hrein og klár vanhæfni að kaupa fyrirtæki sem var einskis virði og í rauninni var ljóst að það þurfti að borga með því. Það að kaupa það á 250 milljónir er eitthvað sem er rannsóknarefni og í öllum öðrum löndum og stöðum væri farið út í opinbera rannsókn á þessu," segir Guðlaugur Þór. Lína.Net er fyrirtæki sem er að mestu í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Búið er að ákveða að selja félagið til Og Vodafone og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins greiðir Orkuveitan meira en fjögur hundruð milljónir með félaginu gegn því að halda eftir ljósleiðaranetinu sem byggt hefur verið upp í Reykjavík. "Ég gleðst ekki yfir því hvernig komið er fyrir Línu.Neti. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir skattgreiðendur í Reykjavík og það er augljóst að menn eru búnir að gefast upp á að halda úti þessari starfsemi en kostnaðurinn við þetta ævintýri hefur verið gríðarlegur og því miður er þetta ekki búið," segir Guðlaugur Þór. Að sögn Guðlaugs hefur ekkert staðist af því sem forsvarsmenn Reykjavíkurlistans lögðu upp með þegar hugmyndir um stofnun Línu.Nets voru fyrst kynntar. Að sögn Guðlaugs Þórs hefur fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn gengið illa að fá upplýsingar um rekstur Línu.Nets og annarra fjarskiptafyrirtækja sem borgin hefur stofnað. Hann segir að sér virðist að ekki sé vilji hjá Reykjavíkurlistanum til að rannsaka málið og læra af því sem úrskeiðis hafi farið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að eðlilegast væri að opinber rannsókn færi fram á vissum þáttum í fjarskiptarekstri Reykjavíkurborgar. Nefnir hann sérstaklega kaup Línu.Nets á Irju. Lína.Net keypti Irju á 250 millljónir í mars árið 2000. Guðlaugur segir að þá hafi verið ljóst að Irja væri verðlaust fyrirtæki og að í raun hafi þurft að borga með því. "Það hefur enginn útskýrt það eða komið með neinar haldbærar skýringar, hvorki þá eða í framhaldinu, hvernig í ósköpunum mönnum dettur þetta í hug. Það er ekki hægt að útskýra þetta með einhverri hefðbundinni vanhæfni," segir Guðlagur Þór. Hann segist efast um að ástæða kaupanna hafi verið vanhæfni. "Ég ber það mikla virðingu fyrir fólkinu í R-listanum að ég á mjög erfitt með að trúa því að það hafi verið hrein og klár vanhæfni að kaupa fyrirtæki sem var einskis virði og í rauninni var ljóst að það þurfti að borga með því. Það að kaupa það á 250 milljónir er eitthvað sem er rannsóknarefni og í öllum öðrum löndum og stöðum væri farið út í opinbera rannsókn á þessu," segir Guðlaugur Þór. Lína.Net er fyrirtæki sem er að mestu í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Búið er að ákveða að selja félagið til Og Vodafone og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins greiðir Orkuveitan meira en fjögur hundruð milljónir með félaginu gegn því að halda eftir ljósleiðaranetinu sem byggt hefur verið upp í Reykjavík. "Ég gleðst ekki yfir því hvernig komið er fyrir Línu.Neti. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir skattgreiðendur í Reykjavík og það er augljóst að menn eru búnir að gefast upp á að halda úti þessari starfsemi en kostnaðurinn við þetta ævintýri hefur verið gríðarlegur og því miður er þetta ekki búið," segir Guðlaugur Þór. Að sögn Guðlaugs hefur ekkert staðist af því sem forsvarsmenn Reykjavíkurlistans lögðu upp með þegar hugmyndir um stofnun Línu.Nets voru fyrst kynntar. Að sögn Guðlaugs Þórs hefur fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn gengið illa að fá upplýsingar um rekstur Línu.Nets og annarra fjarskiptafyrirtækja sem borgin hefur stofnað. Hann segir að sér virðist að ekki sé vilji hjá Reykjavíkurlistanum til að rannsaka málið og læra af því sem úrskeiðis hafi farið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira