Öryrkjum svarað 1. október 10. september 2004 00:01 Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra vill ekki upplýsa hvort staðið verði við samkomulag hans við öryrkja um hækkun örorkulífeyris á næstu mánuðum. Hann segir að það komi í ljós 1. október þegar fjárlög næsta árs verði kynnt. Öryrkjabandalagið telur að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við samkomulag sem gert var í fyrra um róttækar breytingar á örorkubótum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra varði einum milljarði til málsins í fyrrahaust en útreikningar sýndu að heildarkostnaður við breytingarnar væri einn og hálfur milljarður. Formaður Öryrkjabandalagsins segir að verði ekki staðið við samkomulagið að fullu á næstunni þá verði ríkisstjórnin dregin fyrir dómstóla. Jón Kristjánsson sagði í fjölmiðlum í fyrra að hann ætlaði sér að fullnusta samkomulagið eftir tólf mánuði. Jón vill ekki upplýsa í dag hvort samkomulagið verði fullnustað í komandi fjárlögum sem kynnt verða eftir þrjár vikur, þann 1. október. Hann segir að hins vegar muni aldurstengdar örorkubætur kosta 1,2 milljarða á þessu ári og bendir á að þær hafi hækkað um helming frá áriu 1998. Að sögn heilbrigðisráðherra hefur öryrkjum fjölgað langt umfram landsmeðaltal undanfarin ár og því erfiðara um vik að greiða öllum æskilegar bætur. Heilbrigðisráðherra vill ekki upplýsa hvort staðið verði við samkomulag hans við öryrkja um hækkun örorkulífeyris á næstu mánuðum. Hann segir að það komi í ljós 1. október þegar fjárlög næsta árs verði kynnt. Þau séu ennþá í vinnslu og því ekki hægt að gefa nein svör í þessum efnum fyrr en þá. Hægt er að hlusta á viðtal við heilbrigðisráðherra úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra vill ekki upplýsa hvort staðið verði við samkomulag hans við öryrkja um hækkun örorkulífeyris á næstu mánuðum. Hann segir að það komi í ljós 1. október þegar fjárlög næsta árs verði kynnt. Öryrkjabandalagið telur að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við samkomulag sem gert var í fyrra um róttækar breytingar á örorkubótum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra varði einum milljarði til málsins í fyrrahaust en útreikningar sýndu að heildarkostnaður við breytingarnar væri einn og hálfur milljarður. Formaður Öryrkjabandalagsins segir að verði ekki staðið við samkomulagið að fullu á næstunni þá verði ríkisstjórnin dregin fyrir dómstóla. Jón Kristjánsson sagði í fjölmiðlum í fyrra að hann ætlaði sér að fullnusta samkomulagið eftir tólf mánuði. Jón vill ekki upplýsa í dag hvort samkomulagið verði fullnustað í komandi fjárlögum sem kynnt verða eftir þrjár vikur, þann 1. október. Hann segir að hins vegar muni aldurstengdar örorkubætur kosta 1,2 milljarða á þessu ári og bendir á að þær hafi hækkað um helming frá áriu 1998. Að sögn heilbrigðisráðherra hefur öryrkjum fjölgað langt umfram landsmeðaltal undanfarin ár og því erfiðara um vik að greiða öllum æskilegar bætur. Heilbrigðisráðherra vill ekki upplýsa hvort staðið verði við samkomulag hans við öryrkja um hækkun örorkulífeyris á næstu mánuðum. Hann segir að það komi í ljós 1. október þegar fjárlög næsta árs verði kynnt. Þau séu ennþá í vinnslu og því ekki hægt að gefa nein svör í þessum efnum fyrr en þá. Hægt er að hlusta á viðtal við heilbrigðisráðherra úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira