Davíð kannast ekki við skilyrði 11. september 2004 00:01 Þingflokkur Framsóknarflokks kemur saman innan tíðar til að ræða sölu Símans, en eitt skilyrða þingflokksins vegna hennar var að lokið yrði við uppbyggingu dreifikerfis fyrirtækisins. Innan þingflokksins heyrast einnig þær raddir að grunnnetið verði undanskilið við söluna, en það samrýmist ekki yfirlýstum sjónarmiðum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson, fráfarandi forsætisráðherra kannast ekki við skilyrði Framsóknarflokks um uppbyggingu dreifikerfisins. Í viðtali við Útvarpið sagði hann að ágóða af sölu Símans mætti nýta til að ljúka uppbyggingu kerfisins. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks telur að um misminni hljóti að vera að ræða hjá Davíð. "Þetta var áhersluatriði í okkar þingflokki á síðasta kjörtímabili þegar tekin var ákvörðun um söluna. Davíð útilokar þetta enda ekki og vísar til að nú taki Halldór við forsætisráðuneytinu og þar af leiðandi stjórn einkavæðingarnefndar," sagði hann. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að það sé ekki að sjá að stjórnendur Símans hafi nokkurn áhuga haft á að byggja upp dreifikerfi Símans og telur að skort hafi á pólitískan þrýsting um uppbygginguna. Hann vill taka einkavæðinguna til endurskoðunar. "Við samþykktum að selja Símann í þeirri mynd sem hann þá var, en ekki eins og hann er nú, fjarskipta- og sjónvarpsfyrirtæki." "Allir landsmenn þurfa að hafa jafnan aðgang bæði að dreifikerfi og gagnaflutningum," segir Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. "Við fáum ekki fyrirtæki út á land ef þar er bara ISDN tenging. Svo hefur fólk ekki einu sinni jafnan aðgang að fjarnáminu sem er stærsta byggðamál allra tíma. Síminn hefur náttúrlega bara alls ekki verið að standa sig í þessu," bætti hún við. "Við erum búin að borga af þessu nákvæmlega sama kostnað og aðrir en fáum ekki þjónustuna," segir Bergur Bjarni Karlsson, bæjarstjórnarmaður Framsóknarflokks í Bolungarvík. "Ég hef ekki trú á því að grunnnetið verði byggt upp í höndum einkaaðila heldur ráði þá arðsemiskröfur." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Sjá meira
Þingflokkur Framsóknarflokks kemur saman innan tíðar til að ræða sölu Símans, en eitt skilyrða þingflokksins vegna hennar var að lokið yrði við uppbyggingu dreifikerfis fyrirtækisins. Innan þingflokksins heyrast einnig þær raddir að grunnnetið verði undanskilið við söluna, en það samrýmist ekki yfirlýstum sjónarmiðum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson, fráfarandi forsætisráðherra kannast ekki við skilyrði Framsóknarflokks um uppbyggingu dreifikerfisins. Í viðtali við Útvarpið sagði hann að ágóða af sölu Símans mætti nýta til að ljúka uppbyggingu kerfisins. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks telur að um misminni hljóti að vera að ræða hjá Davíð. "Þetta var áhersluatriði í okkar þingflokki á síðasta kjörtímabili þegar tekin var ákvörðun um söluna. Davíð útilokar þetta enda ekki og vísar til að nú taki Halldór við forsætisráðuneytinu og þar af leiðandi stjórn einkavæðingarnefndar," sagði hann. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að það sé ekki að sjá að stjórnendur Símans hafi nokkurn áhuga haft á að byggja upp dreifikerfi Símans og telur að skort hafi á pólitískan þrýsting um uppbygginguna. Hann vill taka einkavæðinguna til endurskoðunar. "Við samþykktum að selja Símann í þeirri mynd sem hann þá var, en ekki eins og hann er nú, fjarskipta- og sjónvarpsfyrirtæki." "Allir landsmenn þurfa að hafa jafnan aðgang bæði að dreifikerfi og gagnaflutningum," segir Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. "Við fáum ekki fyrirtæki út á land ef þar er bara ISDN tenging. Svo hefur fólk ekki einu sinni jafnan aðgang að fjarnáminu sem er stærsta byggðamál allra tíma. Síminn hefur náttúrlega bara alls ekki verið að standa sig í þessu," bætti hún við. "Við erum búin að borga af þessu nákvæmlega sama kostnað og aðrir en fáum ekki þjónustuna," segir Bergur Bjarni Karlsson, bæjarstjórnarmaður Framsóknarflokks í Bolungarvík. "Ég hef ekki trú á því að grunnnetið verði byggt upp í höndum einkaaðila heldur ráði þá arðsemiskröfur."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Sjá meira