Fiskveiðihagsmunir mikilvægir 15. september 2004 00:01 Mikill munur er á stöðu sjávarútvegs í Evrópusambandinu og á Íslandi, að því er fram kemur í nýrri frumskýrslu nefndar er Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra setti saman um fiskveiðistefnu Íslands og Evrópusambandsins. Grundvallarmunurinn er fólginn í því að ríki ESB hafa framselt ákvörðunarvald til sambandsins en Íslendingar fara sjálfir með stjórn fiskveiðimála. Þá hefur sjávarútvegur litla efnahagslega þýðingu fyrir ESB miðað við þjóðarframleiðslu en gífurlega þýðingu fyrir íslenskan efnahag. Sjávarútvegur stendur undir 63 prósentum af verðmæti vöruútflutnings Íslendinga. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnsýsla í kring um sjávarútveg sé einfaldari á Íslandi. Allir þeir sem komi að málum hafi sameiginlega hagsmuni í því að tryggja skynsamlega nýtingu auðlindarinnar til að ná fram hámarks efnahagslegum ávinningi á ábyrgan hátt. Í ESB eru ákvarðanir teknar af ráðherraráði þar sem öll ríki sambandsins hafa atvkæðarétt þótt hagsmunir þeirra af sjávarútvegi séu engir. Ákvarðanir um fiskveiðistjórnun geta því verið notaðar sem skiptimynt í óskyldum málum. Einnig segja nefndarmenn að ítrekað sé gengið gegn tillögum framkvæmdastjórnar ESB í fiskveiðimálum, sem byggð er á ráðgjöf vísindamanna um leyfilegan hámarksafla. Grundvallarmunur er á nálgun ESB og Íslands varðandi meðafla og brottkast. Sjómenn ESB eru skikkaðir til að kasta frá borði fiski sem er undir viðmiðunarmörkum, eða sem óheimilt er að veiða, hvort sem hann er lifandi eða ekki. Talið er að fiskur sem dreginn er um borð í skip drepist í flestum tilfellum þótt honum sé sleppt lifandi í sjóinn. Á Íslandi er brottkast bannað og margvíslegar reglur eru í gildi til að koma í veg fyrir það. Helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að ýmsir þættir sameiginlegrar fiskveiðistefnu Evrópusambandsins fari í bága við hagsmuni og réttindi Íslendinga. Það sé almenn skoðun meðal Íslendinga að við getum ekki gerst aðildarríki ESB án þess að sérstaða okkar gagnvart sjávarútvegi verði metin og tryggði til frambúðar í aðildarsamningi með varanlegu fyrirkomulagi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira
Mikill munur er á stöðu sjávarútvegs í Evrópusambandinu og á Íslandi, að því er fram kemur í nýrri frumskýrslu nefndar er Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra setti saman um fiskveiðistefnu Íslands og Evrópusambandsins. Grundvallarmunurinn er fólginn í því að ríki ESB hafa framselt ákvörðunarvald til sambandsins en Íslendingar fara sjálfir með stjórn fiskveiðimála. Þá hefur sjávarútvegur litla efnahagslega þýðingu fyrir ESB miðað við þjóðarframleiðslu en gífurlega þýðingu fyrir íslenskan efnahag. Sjávarútvegur stendur undir 63 prósentum af verðmæti vöruútflutnings Íslendinga. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnsýsla í kring um sjávarútveg sé einfaldari á Íslandi. Allir þeir sem komi að málum hafi sameiginlega hagsmuni í því að tryggja skynsamlega nýtingu auðlindarinnar til að ná fram hámarks efnahagslegum ávinningi á ábyrgan hátt. Í ESB eru ákvarðanir teknar af ráðherraráði þar sem öll ríki sambandsins hafa atvkæðarétt þótt hagsmunir þeirra af sjávarútvegi séu engir. Ákvarðanir um fiskveiðistjórnun geta því verið notaðar sem skiptimynt í óskyldum málum. Einnig segja nefndarmenn að ítrekað sé gengið gegn tillögum framkvæmdastjórnar ESB í fiskveiðimálum, sem byggð er á ráðgjöf vísindamanna um leyfilegan hámarksafla. Grundvallarmunur er á nálgun ESB og Íslands varðandi meðafla og brottkast. Sjómenn ESB eru skikkaðir til að kasta frá borði fiski sem er undir viðmiðunarmörkum, eða sem óheimilt er að veiða, hvort sem hann er lifandi eða ekki. Talið er að fiskur sem dreginn er um borð í skip drepist í flestum tilfellum þótt honum sé sleppt lifandi í sjóinn. Á Íslandi er brottkast bannað og margvíslegar reglur eru í gildi til að koma í veg fyrir það. Helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að ýmsir þættir sameiginlegrar fiskveiðistefnu Evrópusambandsins fari í bága við hagsmuni og réttindi Íslendinga. Það sé almenn skoðun meðal Íslendinga að við getum ekki gerst aðildarríki ESB án þess að sérstaða okkar gagnvart sjávarútvegi verði metin og tryggði til frambúðar í aðildarsamningi með varanlegu fyrirkomulagi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira