Styrkur að hafa Davíð með 16. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson segist ekki óttast að Davíð Oddsson og sjálfstæðismenn láti illa að stjórn þótt þeir víki nú úr stjórnarforystu. "Ég held að það sé stjórninni þvert á móti styrkur að hafa hann innanborðs", sagði Halldór þegar hann tók við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu af Davíð síðdegis í gær. Halldór sagði að fyrsta verk sitt yrði að semja stefnuræðu ríkisstjórnarinnar en til þess þyrfti hann að hafa náið samráð við alla ráðherra. Forsætisráðherrann nýi sagði "ekkert liggja á nýju fjölmiðlafrumvarpi" nú öfugt við nýliðið sumar. Haldið yrði fast við að selja Símann, þótt hann vildi ekki fastsetja tímaramma að öðru leyti en því að segja að þetta væri spurning um "vikur eða mánuði". Halldór staðfesti að tekjuskattur yrði lækkaður um 4 prósentustig á kjörtímabilinu og byrjað á eins prósents lækkun um áramót. Hann sagði að lækkun eigna- og virðisaukaskatts og hækkun barnabóta yrðu forgangsmál enda bentu hagvaxtarspár til þess að svigrúm gæfist til þeirra. Halldór neitaði að skýra nánar frá. Halldór lagði áherslu á að varnarmálin væru meðal erfiðustu verkefna stjórnarinnar og sagði ekkert óeðlilegt þótt þau yrðu á hendi nýs utanríkisráðherra. Forsætisráðuneytið hefði farið með þau mál á meðan samskiptin hefðu verið beint við Bandaríkjaforseta. Davíð Oddsson útskýrði afskipti sín af því máli úr stjórnarráðinu með "sérstöku eðli forsætisráðherraembættisins" sem gæti haft afskipti af einstökum málum. "Það er hefð fyrir því í íslenskum stjórnmálum, að forsætisráðherrann geti blandað sér í nánast hvaða málefni sem er," sagði Davíð er hann lét af embætti forsætisráðherra eftir þrettán ára setu í stjórnarráðinu. Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Sjá meira
Halldór Ásgrímsson segist ekki óttast að Davíð Oddsson og sjálfstæðismenn láti illa að stjórn þótt þeir víki nú úr stjórnarforystu. "Ég held að það sé stjórninni þvert á móti styrkur að hafa hann innanborðs", sagði Halldór þegar hann tók við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu af Davíð síðdegis í gær. Halldór sagði að fyrsta verk sitt yrði að semja stefnuræðu ríkisstjórnarinnar en til þess þyrfti hann að hafa náið samráð við alla ráðherra. Forsætisráðherrann nýi sagði "ekkert liggja á nýju fjölmiðlafrumvarpi" nú öfugt við nýliðið sumar. Haldið yrði fast við að selja Símann, þótt hann vildi ekki fastsetja tímaramma að öðru leyti en því að segja að þetta væri spurning um "vikur eða mánuði". Halldór staðfesti að tekjuskattur yrði lækkaður um 4 prósentustig á kjörtímabilinu og byrjað á eins prósents lækkun um áramót. Hann sagði að lækkun eigna- og virðisaukaskatts og hækkun barnabóta yrðu forgangsmál enda bentu hagvaxtarspár til þess að svigrúm gæfist til þeirra. Halldór neitaði að skýra nánar frá. Halldór lagði áherslu á að varnarmálin væru meðal erfiðustu verkefna stjórnarinnar og sagði ekkert óeðlilegt þótt þau yrðu á hendi nýs utanríkisráðherra. Forsætisráðuneytið hefði farið með þau mál á meðan samskiptin hefðu verið beint við Bandaríkjaforseta. Davíð Oddsson útskýrði afskipti sín af því máli úr stjórnarráðinu með "sérstöku eðli forsætisráðherraembættisins" sem gæti haft afskipti af einstökum málum. "Það er hefð fyrir því í íslenskum stjórnmálum, að forsætisráðherrann geti blandað sér í nánast hvaða málefni sem er," sagði Davíð er hann lét af embætti forsætisráðherra eftir þrettán ára setu í stjórnarráðinu.
Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Sjá meira