Getur ekki flúið fortíðina 18. september 2004 00:01 Formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna furða sig á þeim orðum forsætisráðherra að hann vilji ekki dvelja við í fortíðinni vegna umræðna um hvort innrásin í Írak hafi verið ólögleg heldur horfa til framtíðar. Þeir segja einnig fulla ástæðu til að rannsaka stuðning Íslands við innrásina og ákvarðanatöku um stuðninginn, ekki síst í ljósi orða forsætisráðherra um að íslensk stjórnvöld hafi fengið rangar upplýsingar fyrir innrás. "Það er fáránlegt og út í hött að halda því fram að fortíðin skipti engu máli í þessu sambandi. Það er ekki hægt að styðja innrás í annað land, með þeim skelfilegu afleiðingum sem sú ákvörðun hefur haft fyrir íbúa Írak, og segja svo að fortíðin skipti engu máli," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. "Hún skiptir öllu máli varðandi siðferðilega ábyrgð á þeim óskaplegu hörmungum sem rangar ákvarðanir stjórnmálamanna hafa kallað yfir íbúa Írak." Össur segir yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um rangar upplýsingar þýða að hann hafi verið blekktur til stuðnings við innrás í Írak. Upplýsa þurfi hvernig sú ákvörðun var tekin og hverjir gáfu rangar upplýsingar. "Menn hljóta svo líka að spyrja: Hafi forsætisráðherra verið blekktur til stuðnings með röngum upplýsingum, telur hann þá ekki rökrétt að Ísland verði tekið úr hópi hinna staðföstu þjóða, jafnvel þó það sé líklega aðeins táknræn aðgerð í dag?" "Mér finnst svolítið ódýrt að kasta þessum syndum öllum aftur fyrir sig eins og menn hafi ekki haft neinar ástæður til þess að véfengja þessar upplýsingar eða að minnsta kosti að trúa þeim varlega," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. "Því var nú haldið fram að það væri vart að treysta öllu sem kæmi frá áróðursmaskínum stórveldanna í svona tilvikum." Hann segir fulla þörf á að rannsaka hvernig að ákvarðanatökunni var staðið, líkt og gert hafi verið víða erlendis, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjunum. "Það er svo alvarlegur atburður ef brotið er gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna að það þýðir ekkert að tala um að það sé eitthvað sem er liðið og eigi ekkert að gera með. Slíkt fyrnist ekkert á örfáum misserum," segir Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Sjá meira
Formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna furða sig á þeim orðum forsætisráðherra að hann vilji ekki dvelja við í fortíðinni vegna umræðna um hvort innrásin í Írak hafi verið ólögleg heldur horfa til framtíðar. Þeir segja einnig fulla ástæðu til að rannsaka stuðning Íslands við innrásina og ákvarðanatöku um stuðninginn, ekki síst í ljósi orða forsætisráðherra um að íslensk stjórnvöld hafi fengið rangar upplýsingar fyrir innrás. "Það er fáránlegt og út í hött að halda því fram að fortíðin skipti engu máli í þessu sambandi. Það er ekki hægt að styðja innrás í annað land, með þeim skelfilegu afleiðingum sem sú ákvörðun hefur haft fyrir íbúa Írak, og segja svo að fortíðin skipti engu máli," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. "Hún skiptir öllu máli varðandi siðferðilega ábyrgð á þeim óskaplegu hörmungum sem rangar ákvarðanir stjórnmálamanna hafa kallað yfir íbúa Írak." Össur segir yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um rangar upplýsingar þýða að hann hafi verið blekktur til stuðnings við innrás í Írak. Upplýsa þurfi hvernig sú ákvörðun var tekin og hverjir gáfu rangar upplýsingar. "Menn hljóta svo líka að spyrja: Hafi forsætisráðherra verið blekktur til stuðnings með röngum upplýsingum, telur hann þá ekki rökrétt að Ísland verði tekið úr hópi hinna staðföstu þjóða, jafnvel þó það sé líklega aðeins táknræn aðgerð í dag?" "Mér finnst svolítið ódýrt að kasta þessum syndum öllum aftur fyrir sig eins og menn hafi ekki haft neinar ástæður til þess að véfengja þessar upplýsingar eða að minnsta kosti að trúa þeim varlega," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. "Því var nú haldið fram að það væri vart að treysta öllu sem kæmi frá áróðursmaskínum stórveldanna í svona tilvikum." Hann segir fulla þörf á að rannsaka hvernig að ákvarðanatökunni var staðið, líkt og gert hafi verið víða erlendis, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjunum. "Það er svo alvarlegur atburður ef brotið er gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna að það þýðir ekkert að tala um að það sé eitthvað sem er liðið og eigi ekkert að gera með. Slíkt fyrnist ekkert á örfáum misserum," segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Sjá meira