Ósáttir við að undankeppnina vanti 20. desember 2004 00:01 Eurovisionfari án undankeppni rýrir atvinnuvettvang tónlistarmanna, segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Stöðugt hafi dregið saman hjá tónlistardeild Ríkisútvarpsins á síðustu árum. "Það verður að segjast eins og er að við erum ekki hressir með þennan samdrátt sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu hvað tónlist varðar," segir Björn. Tónlist hafi ekki notið sama velvilja hjá forsvarmönnum Sjónvarpsins og hún geri meðal borgaranna. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, kannast ekki við að umfjöllun um tónlist eða tónlistarflutningur sé minni en verið hafi. Hann vill ítreka að hann sé sammála Birni um að æskilegt væri að vera með meira tónlistarefni. Það gildi raunar um fleiri listgreinar: "Það fé sem er til umrráða ár hvert er þó takmarkað og því er leitast við að forgangsraða með mismunandi hætti frá ári til árs. Þannig er leikið efni til dæmis sett í forgang 2005. Hafinn er undirbúningur að gerð þáttaraðar með klassískum einleikurum þar sem sérstök áhersla verður lögð á tónlistarflutning." Bjarni segir það eiga jafnt við innan raða Sjónvarpsins sem fagaðila að helst hafi menn viljað sjá undankeppni en af því geti ekki orðið næsta ár. Einar Bárðarson, fyrrum Eurovisionfari, framkvæmdastjóri Concert og Íslensku tónlistarverðlaunanna, segir Ríkissjónvarpið engum skyldum hafa að gegna við íslenskt tónlistarfólk. Undankeppnir séu krydd í tónlistarlífiið, en tónlistarmarkaðurinn sé stór, gefnar séu út 128 plötur á ári á Íslandi: "Flestar þeirra eru ekki gefnar út í hagnaði og þeir sem taka þátt í Eurovision koma nú sjaldnast út í hagnaði." Einar segir undankeppni dýra. Fengist fyrirtæki til að greiða kostnað hennar væri líklegt að það tæki fjármagn sem annars færi í aðra menningarviðburði: "Ég er ekki viss um að menn yrðu hrifnir af því." Eurovision Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Eurovisionfari án undankeppni rýrir atvinnuvettvang tónlistarmanna, segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Stöðugt hafi dregið saman hjá tónlistardeild Ríkisútvarpsins á síðustu árum. "Það verður að segjast eins og er að við erum ekki hressir með þennan samdrátt sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu hvað tónlist varðar," segir Björn. Tónlist hafi ekki notið sama velvilja hjá forsvarmönnum Sjónvarpsins og hún geri meðal borgaranna. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, kannast ekki við að umfjöllun um tónlist eða tónlistarflutningur sé minni en verið hafi. Hann vill ítreka að hann sé sammála Birni um að æskilegt væri að vera með meira tónlistarefni. Það gildi raunar um fleiri listgreinar: "Það fé sem er til umrráða ár hvert er þó takmarkað og því er leitast við að forgangsraða með mismunandi hætti frá ári til árs. Þannig er leikið efni til dæmis sett í forgang 2005. Hafinn er undirbúningur að gerð þáttaraðar með klassískum einleikurum þar sem sérstök áhersla verður lögð á tónlistarflutning." Bjarni segir það eiga jafnt við innan raða Sjónvarpsins sem fagaðila að helst hafi menn viljað sjá undankeppni en af því geti ekki orðið næsta ár. Einar Bárðarson, fyrrum Eurovisionfari, framkvæmdastjóri Concert og Íslensku tónlistarverðlaunanna, segir Ríkissjónvarpið engum skyldum hafa að gegna við íslenskt tónlistarfólk. Undankeppnir séu krydd í tónlistarlífiið, en tónlistarmarkaðurinn sé stór, gefnar séu út 128 plötur á ári á Íslandi: "Flestar þeirra eru ekki gefnar út í hagnaði og þeir sem taka þátt í Eurovision koma nú sjaldnast út í hagnaði." Einar segir undankeppni dýra. Fengist fyrirtæki til að greiða kostnað hennar væri líklegt að það tæki fjármagn sem annars færi í aðra menningarviðburði: "Ég er ekki viss um að menn yrðu hrifnir af því."
Eurovision Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira