Læti og hörkuslagsmál 25. febrúar 2005 00:01 ÍR og HK mætast í úrslitaleik SS-bikars karla í dag og rétt eins og hjá konunum fer leikurinn fram í Laugardalshöll. Þarna leiða saman hesta sína tvö af skemmtilegustu liðum landsins og má fastlega búast við því að leikurinn verði fjörugur og spennandi. Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik, eins og flestir félaga hans, og tilhlökkunin leynir sér ekki hjá honum. "Ég setti mér það markmið fyrir nokkrum árum að ég myndi aldrei fara í Höllina fyrr en ég kæmist þangað sjálfur og ég hef staðið við það loforð. Það verður því ákaflega ljúft að mæta þangað núna til þess að spila," sagði Bjarni en leið ÍR-inga í úrslitin var ekki auðveld enda þurftu þeir að ryðja bæði Haukum og ÍBV úr veginum á leið sinni í Höllina. ÍR-liðið hefur verið nálægt því að vinna bikar síðustu ár en leikmönnum liðsins hefur ekki enn tekist að stíga skrefið til fulls og því spyrja margir sig að því hvort það sé ekki kominn tími á að liðið losi sig við stimpilinn að vera efnilegt og verði einfaldlega gott. "Við erum meira en efnilegir að mínu mati en það er alveg rétt að það er kominn tími á titil. Við erum búnir að bíða eftir því lengi en það hlýtur að vera komið að okkur núna," sagði Bjarni en ÍR tapaði fyrir HK fyrir ekki margt löngu. Hann lofar að bæta fyrir það tap í Höllinni í dag. "Við vorum mjög slakir í þeim leik en við ætlum að gera betur núna. Ég held að þetta verði rosalegur leikur og mig er farið að kitla í puttana því þetta verða mikil læti og hörkuslagsmál. Ég ætla að vinna þennan leik. Það kemur ekkert annað til greina," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR. Miglius Astrauskas, þjálfari HK, tekur lítið fyrir umræddan sigur sinna manna um daginn og segir dagsformið koma til með að ráða úrslitum. "Í úrslitaleikjum snýst þetta um hvort liðið hafi meiri vilja. Þetta eru mjög áþekk lið og ég tel líkur beggja vera jafnmiklar. Ef við spilum okkar leik tel ég að við munum sigra," segir Astrauskas. HK vann bikarinn fyrir tveimur árum síðan og segir Astrauskas að það muni hjálpa liðinu í leiknum í dag. "Mínir menn hafa þarmeð reynslu sem ÍR-ingar hafa ekki. Sú reynsla gæti ráðið úrslitum þegar uppi er staðið." Íslenski handboltinn Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
ÍR og HK mætast í úrslitaleik SS-bikars karla í dag og rétt eins og hjá konunum fer leikurinn fram í Laugardalshöll. Þarna leiða saman hesta sína tvö af skemmtilegustu liðum landsins og má fastlega búast við því að leikurinn verði fjörugur og spennandi. Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik, eins og flestir félaga hans, og tilhlökkunin leynir sér ekki hjá honum. "Ég setti mér það markmið fyrir nokkrum árum að ég myndi aldrei fara í Höllina fyrr en ég kæmist þangað sjálfur og ég hef staðið við það loforð. Það verður því ákaflega ljúft að mæta þangað núna til þess að spila," sagði Bjarni en leið ÍR-inga í úrslitin var ekki auðveld enda þurftu þeir að ryðja bæði Haukum og ÍBV úr veginum á leið sinni í Höllina. ÍR-liðið hefur verið nálægt því að vinna bikar síðustu ár en leikmönnum liðsins hefur ekki enn tekist að stíga skrefið til fulls og því spyrja margir sig að því hvort það sé ekki kominn tími á að liðið losi sig við stimpilinn að vera efnilegt og verði einfaldlega gott. "Við erum meira en efnilegir að mínu mati en það er alveg rétt að það er kominn tími á titil. Við erum búnir að bíða eftir því lengi en það hlýtur að vera komið að okkur núna," sagði Bjarni en ÍR tapaði fyrir HK fyrir ekki margt löngu. Hann lofar að bæta fyrir það tap í Höllinni í dag. "Við vorum mjög slakir í þeim leik en við ætlum að gera betur núna. Ég held að þetta verði rosalegur leikur og mig er farið að kitla í puttana því þetta verða mikil læti og hörkuslagsmál. Ég ætla að vinna þennan leik. Það kemur ekkert annað til greina," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR. Miglius Astrauskas, þjálfari HK, tekur lítið fyrir umræddan sigur sinna manna um daginn og segir dagsformið koma til með að ráða úrslitum. "Í úrslitaleikjum snýst þetta um hvort liðið hafi meiri vilja. Þetta eru mjög áþekk lið og ég tel líkur beggja vera jafnmiklar. Ef við spilum okkar leik tel ég að við munum sigra," segir Astrauskas. HK vann bikarinn fyrir tveimur árum síðan og segir Astrauskas að það muni hjálpa liðinu í leiknum í dag. "Mínir menn hafa þarmeð reynslu sem ÍR-ingar hafa ekki. Sú reynsla gæti ráðið úrslitum þegar uppi er staðið."
Íslenski handboltinn Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik