Óhress með árangurinn 22. apríl 2005 00:01 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, var með stóryrtar yfirlýsingar fyrir leikina gegn Haukum í undanúrslitum DHL-deildar karla og spáði sínu liði Íslandsmeistaratitli. Haukar unnu hins vegar einvígið, 2-0, og hafa Valsmenn því lokið keppni þennan veturinn. Óskar Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann þurfti að éta þessi ummæli ofan í sig en sæi þó ekki eftir því að hafa látið þau falla. "Ég hafði alltaf trú á mínum mönnum og stóð og féll með þeirri trú."Óskar Bjarni á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum við félagið og sagðist búast við því að halda áfram. "Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu núna en ég tel að ég hafi fullan stuðning stjórnarinnar. Því er þó ekki að leyna að ég er ánægður með árangurinn í vetur. Við stóðum ekki undir væntingum, féllum út úr 16 liða úrslitum í bikarnum, duttum út í 1. umferð Evrópukeppninnar og enduðum í fjórða sæti í deildinni eftir að hafa verið efstir þegar hún hófst í febrúar. Þetta er nú ekki glæsilegt því ég tel að við hefðum átt að ná betri árangri með þetta lið," sagði Óskar Bjarni. Hann sagðist þó ekki vera öruggur um starf sitt því það hefði sýnt sig á undanförnum dögum að það gæti allt gerst í handboltanum. "Fyrst Heimir Ríkharðsson var látinn fara frá Fram þá er ekki einu Chelsea-stjórinn öruggur með starfið. Það að Heimir skyldi vera rekinn er einn mesti skandall íþróttasögunnar. Hann var ekki með neitt lið í höndunum og náði frábærum árangri. Þetta er ótrúlegt," sagði Óskar Bjarni og bætti við að hann vildi nota tækifærið og lýsa yfir fullum stuðningi við Heimi. Óskar Bjarni sagði að undirbúningurinn fyrir næsta vetur færi á fullt á næstu dögum. "Við þurfum tvo daga til að jafna okkur en síðan ætlum við að semja við okkar menn sem eru með lausan samning - það er forgangsverkefni hjá okkur," sagði Óskar Bjarni en meðal þeirra sem eru með lausan samning eru Heimir Örn Árnason, fyrirliði liðsins, markvörðurinn Hlynur Jóhannsson og Sigurður Eggertsson.Óskar Bjarni staðfesti að Valsmenn væru að reyna að fá stórskyttuna Árna Þór Sigtryggsson í sínar raðir. "Okkur vantar skyttu og það væri frábært að fá Árna Þór. Það eru hins vegar öll lið á eftir honum þessa dagana þannig að við verðum að hafa aðra leikmenn í bakhöndinni." Íslenski handboltinn Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, var með stóryrtar yfirlýsingar fyrir leikina gegn Haukum í undanúrslitum DHL-deildar karla og spáði sínu liði Íslandsmeistaratitli. Haukar unnu hins vegar einvígið, 2-0, og hafa Valsmenn því lokið keppni þennan veturinn. Óskar Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann þurfti að éta þessi ummæli ofan í sig en sæi þó ekki eftir því að hafa látið þau falla. "Ég hafði alltaf trú á mínum mönnum og stóð og féll með þeirri trú."Óskar Bjarni á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum við félagið og sagðist búast við því að halda áfram. "Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu núna en ég tel að ég hafi fullan stuðning stjórnarinnar. Því er þó ekki að leyna að ég er ánægður með árangurinn í vetur. Við stóðum ekki undir væntingum, féllum út úr 16 liða úrslitum í bikarnum, duttum út í 1. umferð Evrópukeppninnar og enduðum í fjórða sæti í deildinni eftir að hafa verið efstir þegar hún hófst í febrúar. Þetta er nú ekki glæsilegt því ég tel að við hefðum átt að ná betri árangri með þetta lið," sagði Óskar Bjarni. Hann sagðist þó ekki vera öruggur um starf sitt því það hefði sýnt sig á undanförnum dögum að það gæti allt gerst í handboltanum. "Fyrst Heimir Ríkharðsson var látinn fara frá Fram þá er ekki einu Chelsea-stjórinn öruggur með starfið. Það að Heimir skyldi vera rekinn er einn mesti skandall íþróttasögunnar. Hann var ekki með neitt lið í höndunum og náði frábærum árangri. Þetta er ótrúlegt," sagði Óskar Bjarni og bætti við að hann vildi nota tækifærið og lýsa yfir fullum stuðningi við Heimi. Óskar Bjarni sagði að undirbúningurinn fyrir næsta vetur færi á fullt á næstu dögum. "Við þurfum tvo daga til að jafna okkur en síðan ætlum við að semja við okkar menn sem eru með lausan samning - það er forgangsverkefni hjá okkur," sagði Óskar Bjarni en meðal þeirra sem eru með lausan samning eru Heimir Örn Árnason, fyrirliði liðsins, markvörðurinn Hlynur Jóhannsson og Sigurður Eggertsson.Óskar Bjarni staðfesti að Valsmenn væru að reyna að fá stórskyttuna Árna Þór Sigtryggsson í sínar raðir. "Okkur vantar skyttu og það væri frábært að fá Árna Þór. Það eru hins vegar öll lið á eftir honum þessa dagana þannig að við verðum að hafa aðra leikmenn í bakhöndinni."
Íslenski handboltinn Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Sjá meira