Vonbrigði í Ungverjalandi 22. ágúst 2005 00:01 Eftir tvo sigra á Chile og Kongó í upphafi heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Ungverjalandi hafa allir þrír leikir Íslands gegn stærri þjóðum tapast, nú síðast gegn Egyptum í gær, 30-25. Staðan í hálfleik var 14-12 en íslenska liðið náði reyndar að komast yfir í stöðunni 20-19 en þá skoruðu Egyptar fimm mörk í röð og tókst á tíu mínútum að breyta stöðunni í 28-22, sér í vil. Afar slæmur leikkafli íslenska liðsins sem tapaðist með níu mörkum gegn tveimur. "Þetta fór mjög illa," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem skoraði sjö mörk í leiknum. Markahæstur í íslenska liðinu var Árni Þór Sigtryggsson og Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk. Aðrir sem komust á blað skoruðu ekki meira en eitt mark, sem þykir slæmt í hvaða liði sem er. "Stemmingin í hópnum var ágæt og ætluðum við svo sannarlega að vinna þennan leik. Það var slæmt að tapa fyrir Þýskalandi og Spáni en við komum engu að síður mjög vel stemmdir í leikinn." Aðspurður um leikinn sagði Ásgeir Örn að íslenska liðið hafi lent í erfiðleikum með varnarleik Egypta en þeir léku mjög framarlega í vörn og létu vel til sín taka. "Þetta gerði það að verkum að við gerðum mikið af tæknilegum mistökum og fengum mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum á móti." Egyptar skoruðu samtals níu mörk úr hraðaupphlaupum, gegn einungis þremur hjá Íslandi og gerði það gæfumuninn. Björgvin Gústavasson varði tíu skot í leiknum og kom varamarkvörður Íslands, Björn Friðþjófsson, ekkert við sögu í leiknum. Á morgun keppir íslenska liðið við það danska sem er enn taplaust eftir góðan sigur á Spánverjum í gær, 33-26. Það er ljóst að við ramman reip verður að draga hjá strákunum okkar en Ásgeir Örn segir að liðið fari í alla leiki til að sigra. "Það er lítið annað eftir en að spila upp á stoltið og ætlum við ekki að gefast upp. En því er ekki að neita að við ætluðum okkur stóra hluti á mótinu og eru þetta mikil vonbrigði." Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Sjá meira
Eftir tvo sigra á Chile og Kongó í upphafi heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Ungverjalandi hafa allir þrír leikir Íslands gegn stærri þjóðum tapast, nú síðast gegn Egyptum í gær, 30-25. Staðan í hálfleik var 14-12 en íslenska liðið náði reyndar að komast yfir í stöðunni 20-19 en þá skoruðu Egyptar fimm mörk í röð og tókst á tíu mínútum að breyta stöðunni í 28-22, sér í vil. Afar slæmur leikkafli íslenska liðsins sem tapaðist með níu mörkum gegn tveimur. "Þetta fór mjög illa," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem skoraði sjö mörk í leiknum. Markahæstur í íslenska liðinu var Árni Þór Sigtryggsson og Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk. Aðrir sem komust á blað skoruðu ekki meira en eitt mark, sem þykir slæmt í hvaða liði sem er. "Stemmingin í hópnum var ágæt og ætluðum við svo sannarlega að vinna þennan leik. Það var slæmt að tapa fyrir Þýskalandi og Spáni en við komum engu að síður mjög vel stemmdir í leikinn." Aðspurður um leikinn sagði Ásgeir Örn að íslenska liðið hafi lent í erfiðleikum með varnarleik Egypta en þeir léku mjög framarlega í vörn og létu vel til sín taka. "Þetta gerði það að verkum að við gerðum mikið af tæknilegum mistökum og fengum mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum á móti." Egyptar skoruðu samtals níu mörk úr hraðaupphlaupum, gegn einungis þremur hjá Íslandi og gerði það gæfumuninn. Björgvin Gústavasson varði tíu skot í leiknum og kom varamarkvörður Íslands, Björn Friðþjófsson, ekkert við sögu í leiknum. Á morgun keppir íslenska liðið við það danska sem er enn taplaust eftir góðan sigur á Spánverjum í gær, 33-26. Það er ljóst að við ramman reip verður að draga hjá strákunum okkar en Ásgeir Örn segir að liðið fari í alla leiki til að sigra. "Það er lítið annað eftir en að spila upp á stoltið og ætlum við ekki að gefast upp. En því er ekki að neita að við ætluðum okkur stóra hluti á mótinu og eru þetta mikil vonbrigði."
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Sjá meira