Vildu fresta afgreiðslu RÚV-frumvarps vegna nýrra upplýsinga 25. apríl 2006 16:12 MYND/GVA Stjórnarandstæðingar kröfðust þess á Alþingi í dag að afgreiðslu á bæði frumvarpi um Ríkisútvarpið og um eignarhald á fjölmiðlum yrði frestað fram á haust og þau rædd í samhengi vegna athugasemda fræðimanna við þau. Stjórnarliðar sögðu hins vegar enga ástæðu til þess enda hefði þegar verið haft mikið samráð við stjórnarandstöðu vegna beggja frumvarpa. Mörður Árnason kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar. Hann trekaði boð stjórnarandstöðunnar um að fresta afgreiðslu frumvarps um hlutafélagavæðingu RÚV í ljósi nýrra upplýsinga í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið. Vísaði hann til orða Sigurðar Líndals, fyrrverandi lagaprófessors, sem efaðist um að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja hlutafélag um Ríkisútvarpið reglum, sem takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sigurður kom á fund menntamálanefndar í morgun og þá lýsti hann því yfir að honum hefði ekki verið kunnugt um breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu á þá leið að RÚV væri óheimilt að eiga hlut í öðrum fyrirtækjum sem stæðu í fjölmiðlarekstri. Mörður sagði ákvæði þar að lútandi hafa verið bætt inn í fjölmiðlafrumvarpið í gær og það bæri vott um vond vinnubrögð. Því ætti að fresta afgreiðslu RÚV-frumvarpsins. Formaður menntamálanefndar sagði ekkert nýtt hafa komið fram sem leiddi til þess að fresta þyrfti afgreiðslu RÚV-frumvarpsins. Breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu tækju af allan vafa um Ríkisútvarpið. Hann vísaði til álits Páls Hreinssonar lagaprófessors, formanns fjölmiðlanefndarinnar sem hefði talið að stoppað hefði verið upp í þann lekja sem hugsanlega hefði verið gagnvart jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstæðingar bentu þá á að áfram yrði ófriður um málið vegna málaferla tengdum lögum um RÚV og eignarhald fjölmiðla. Mörður sagði að það væri væntanlega það sem menn vildu til þess að sölumönnunum Sigurði Kára Kristjánssyni og Birgi Ármannssyni tækist að lokum að eyðileggja Ríkisútvarpið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Sjá meira
Stjórnarandstæðingar kröfðust þess á Alþingi í dag að afgreiðslu á bæði frumvarpi um Ríkisútvarpið og um eignarhald á fjölmiðlum yrði frestað fram á haust og þau rædd í samhengi vegna athugasemda fræðimanna við þau. Stjórnarliðar sögðu hins vegar enga ástæðu til þess enda hefði þegar verið haft mikið samráð við stjórnarandstöðu vegna beggja frumvarpa. Mörður Árnason kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar. Hann trekaði boð stjórnarandstöðunnar um að fresta afgreiðslu frumvarps um hlutafélagavæðingu RÚV í ljósi nýrra upplýsinga í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið. Vísaði hann til orða Sigurðar Líndals, fyrrverandi lagaprófessors, sem efaðist um að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja hlutafélag um Ríkisútvarpið reglum, sem takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sigurður kom á fund menntamálanefndar í morgun og þá lýsti hann því yfir að honum hefði ekki verið kunnugt um breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu á þá leið að RÚV væri óheimilt að eiga hlut í öðrum fyrirtækjum sem stæðu í fjölmiðlarekstri. Mörður sagði ákvæði þar að lútandi hafa verið bætt inn í fjölmiðlafrumvarpið í gær og það bæri vott um vond vinnubrögð. Því ætti að fresta afgreiðslu RÚV-frumvarpsins. Formaður menntamálanefndar sagði ekkert nýtt hafa komið fram sem leiddi til þess að fresta þyrfti afgreiðslu RÚV-frumvarpsins. Breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu tækju af allan vafa um Ríkisútvarpið. Hann vísaði til álits Páls Hreinssonar lagaprófessors, formanns fjölmiðlanefndarinnar sem hefði talið að stoppað hefði verið upp í þann lekja sem hugsanlega hefði verið gagnvart jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstæðingar bentu þá á að áfram yrði ófriður um málið vegna málaferla tengdum lögum um RÚV og eignarhald fjölmiðla. Mörður sagði að það væri væntanlega það sem menn vildu til þess að sölumönnunum Sigurði Kára Kristjánssyni og Birgi Ármannssyni tækist að lokum að eyðileggja Ríkisútvarpið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Sjá meira