Framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi 18. júlí 2006 17:50 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn skýrslu með tillögum um framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Í skýrslunni er fjallað um hvernig þyrlum Landhelgisgæsla Íslands skuli búin til langframa og er megintillagan að með útboði verði leitað eftir kaupum á þremur nýjum, stórum og langdrægum björgunarþyrlum, en auk þess verði Dauphin-þyrlan áfram í rekstri. Talið er, að miðað við stöðu á alþjóðlegum þyrlumarkaði sé ekki við því að búast, að unnt verði að fá nýjar þyrlur, sem fullnægi þeim kröfum, sem gera verði, fyrr en á árunum 2010 til 2015. 23. maí síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin að samið yrði um leigu á tveimur þyrlum, annarri af Super Puma gerð og hinni af Dauphin gerð, til viðbótar þeim tveimur þyrlum, sem Landhelgisgæslan rekur nú. Gerður hefur verið leigusamningur vegna þessara þyrla sem tekur gildi 1. október. Einnig er til staðar samningur við fyrirtækið Norsk Helekopter um leigu á fullbúinni Super Puma björgunarþyrlu sem tók gildi 1. maí 2006. Í skýrslunni liggja frammi tillögur sem fela í sér að þyrlubjörgunarþjónustu verði sinnt af Landhelgisgæslu Íslands og að þyrlusveitin verði búin þremur nýjum, stórum og langdrægnum björgunarþyrlum auk núverandi Dauphin þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Þar til að nýjar þyrlur verði keyptar verði fullnægjandi starfsgeta tryggð með leiguþyrlum. Einnig er lagt til að viðbragðsáætlanir þyrlubjörgunarsveitarinnar verði endurskoðaðar og sveigjanleiki í störfum hennar aukinn ásamt því að ferðir varðskipa með þyrlueldsneyti verði skipulagðar með samvinnu við þyrlu í huga. Rætt verði við norks stjórnvöld um samstarf við þyrlukaup og stefnt verði að því að útboðsauglýsing verið birt eins fljótt og auðið er. Einnig liggur frammi tillaga um að unnið verði að nánu samstarfi þjóða við Norður-Atlantshaf um samvinnu í leit- og björgun á hafinu, þar á meðal með samnýtingu á þyrlukosti. Stefnt er að því, að ákvörðun um útboð um kaup á nýjum þyrlum verði tekin í september/október 2006. Skýrslan var unnin af þeim Stefáni Eiríkssyni þáv. skrifstofustjóra, Leifi Magnússyni verkfræðingi og Georg Kr. Lárussyni forstjóra. Vinna þeirra byggðist á þeirri ákvörðun, sem dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti í ríkisstjórn 24. mars 2006, að þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands yrði efld í áföngum, það er fyrst með leigu á þyrlum og nánu samstarfi við nágrannaþjóðir og síðan til langframa með kaupum eða leigu á nýjum þyrlum. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn skýrslu með tillögum um framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Í skýrslunni er fjallað um hvernig þyrlum Landhelgisgæsla Íslands skuli búin til langframa og er megintillagan að með útboði verði leitað eftir kaupum á þremur nýjum, stórum og langdrægum björgunarþyrlum, en auk þess verði Dauphin-þyrlan áfram í rekstri. Talið er, að miðað við stöðu á alþjóðlegum þyrlumarkaði sé ekki við því að búast, að unnt verði að fá nýjar þyrlur, sem fullnægi þeim kröfum, sem gera verði, fyrr en á árunum 2010 til 2015. 23. maí síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin að samið yrði um leigu á tveimur þyrlum, annarri af Super Puma gerð og hinni af Dauphin gerð, til viðbótar þeim tveimur þyrlum, sem Landhelgisgæslan rekur nú. Gerður hefur verið leigusamningur vegna þessara þyrla sem tekur gildi 1. október. Einnig er til staðar samningur við fyrirtækið Norsk Helekopter um leigu á fullbúinni Super Puma björgunarþyrlu sem tók gildi 1. maí 2006. Í skýrslunni liggja frammi tillögur sem fela í sér að þyrlubjörgunarþjónustu verði sinnt af Landhelgisgæslu Íslands og að þyrlusveitin verði búin þremur nýjum, stórum og langdrægnum björgunarþyrlum auk núverandi Dauphin þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Þar til að nýjar þyrlur verði keyptar verði fullnægjandi starfsgeta tryggð með leiguþyrlum. Einnig er lagt til að viðbragðsáætlanir þyrlubjörgunarsveitarinnar verði endurskoðaðar og sveigjanleiki í störfum hennar aukinn ásamt því að ferðir varðskipa með þyrlueldsneyti verði skipulagðar með samvinnu við þyrlu í huga. Rætt verði við norks stjórnvöld um samstarf við þyrlukaup og stefnt verði að því að útboðsauglýsing verið birt eins fljótt og auðið er. Einnig liggur frammi tillaga um að unnið verði að nánu samstarfi þjóða við Norður-Atlantshaf um samvinnu í leit- og björgun á hafinu, þar á meðal með samnýtingu á þyrlukosti. Stefnt er að því, að ákvörðun um útboð um kaup á nýjum þyrlum verði tekin í september/október 2006. Skýrslan var unnin af þeim Stefáni Eiríkssyni þáv. skrifstofustjóra, Leifi Magnússyni verkfræðingi og Georg Kr. Lárussyni forstjóra. Vinna þeirra byggðist á þeirri ákvörðun, sem dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti í ríkisstjórn 24. mars 2006, að þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands yrði efld í áföngum, það er fyrst með leigu á þyrlum og nánu samstarfi við nágrannaþjóðir og síðan til langframa með kaupum eða leigu á nýjum þyrlum.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira