Oftrú á samstarfinu við Bandaríkin voru mistök 18. ágúst 2006 18:12 Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins segir mikið starf framundan í öryggis- og varnarmálum. Þar sem Bandaríkjamenn hafi ákveðið einhliða að fara með allt sitt lið og búnað frá Íslandi, þurfi Íslendingar að styrkja samband sitt við Evrópu. Sjálfstæðiflokkurinn hafi farið fremst þeirra sem hafa haft oftrú á samstarfinu við Bandaríkin og skynsamir menn á þeim bæ hljóti að sjá að nú þarf að skoða margt í nýju ljósi. "Ég hafði alltaf reiknað með verulegum breytingum en ekki einhliða ákvörðunum sem skapaði trúnaðarbrest. Nú vitum við að ekki er hægt að treysta Bandaríkjunum í einu og öllu og oftrú á samstarf við þá voru mistök. Nú verðum við að endurskipuleggja okkar varnarmál í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og aðildarþjóðir þess. Í framtíðinni verða okkar öryggismál í meira mæli samtvinnuð Evrópu en Bandaríkjunum. Atlantshafstengslin eru að veikjast og NATO er að þróast í tvær stoðir Evrópu og Ameríku. Við þær aðstæður verðum við að styrkja böndin við vini okkar í Evrópu, einkum Norðurlöndin. Þannig verður fullveldi okkar best tryggt," sagði Halldór í ræðu sinni. Halldór sagði ennfremur að stórar ákvarðanir sem varða framtíð þjóðarinnar eigi hún að taka á eigin forsendum og á þeim tíma sem henni hentar best en ekki þegar við getum ekkert annað. "Reynslan af varnarsamstarfinu við Bandaríkin ætti að vera okkur nægileg lexía í þeim efnum. Sjálfstæðiflokkurinn hefur farið fremst þeirra sem hafa haft oftrú á samstarfinu við Bandaríkin og skynsamir menn á þeim bæ hljóta að sjá að nú þarf að skoða margt í nýju ljósi," sagði Halldór Ásgrímsson.Vanræksla skattayfirvaldaHalldór Ásgrímsson sagði að eitt mikilvægasta tæki til jöfnunar í þjóðfélaginu væri skattar. En það þyrfti líka að að hafa í huga að beita þeim hóflega til að laða að starfsemi og örva vinnufúsar hendur. Breytingar á skattkerfinu hefðu á margan hátt tekist vel. Lækkun skatta væri umtalsverð en það hefði verið hægt vegna mikillar tekjuaukningar í þjóðfélaginu. Breytingarnar hefðu miðað að því að gera Ísland samkeppnishæfara í sívaxandi alþjóðlegri samkeppni."Skattkerfið er einfalt og skilvirkt og margir horfa öfundaraugum til þess í öðrum löndum. Það er því ekki skynsamlegt að hrófla mikið við því. Þegar við komum í ríkisstjórn 1995 var engin fjármagnstekjuskattur. Hann var lagður á í góðu samkomulagi og það var almenn skoðun að hann ætti að vera einfaldur og hóflegur, m.a. til að tryggja samkeppnishæfni Íslands í frjálsum fjármagnsflutningum landa á milli. Við núverandi aðstæður er varðveisla stöðugleikans mikilvægust í efnahagsmálum og jafnframt lækkun vaxta, aukinn sparnaður og að halda sem mestu fjármagni í landinu. Þeir sem tala fyrir hækkun skattsins mættu hafa þetta í huga því augljóst er að hækkun hans hefði þveröfug áhrif. Hér eins og oftast verður samhengi hlutanna að ráða ferð en ekki eitt afmarkað atriði ef vel á að takast til. Í skattalögum er hinsvegar gert ráð fyrir að þeim sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur beri að reikna sér laun við þá vinnu sína hver sem hún er. Frægt var fyrir nokkrum árum að skattayfirvöld töldu að berjatínsla væri þar á meðal. Nú hefur komið í ljós að þeir sem starfa við fjármálastarfsemi á eigin vegum þurfa engin laun að reikna sér þótt ákvæði skattalaga séu skýr. Verður ekki annað séð en að skattyfirvöld hafi vanrækt að gefa út viðmiðunarreglur um það þótt þau hafi verið afar nákvæm á öðrum sviðum. Því verður vart trúað að þeir sem hafa eingöngu tekjur af fjármagnstekjum vinni ekkert að öflun teknanna og séu iðjulaust fólk. Á sama hátt og það er mjög varhugavert að hækka fjármagnstekjuskattinn er sjálfsagt að fylgja anda skattalaga á þessu sviði sem öðrum. Þetta er því ef til vill ekki spurning um að breyta lögum, heldur miklu fremur að fylgja þeim eftir í samræmi við vilja löggjafans."Burt með vörugjöld af matvælumHalldór ræddi ennfremur ástæður fyrir háu matvælaverði og vitnaði til skýrslu um ástæður þess. Hann sagðist telja augljóst eftir lestur skýrslunnar að fella þurfi niður vörugjöld."Skattur á matvæli þarf að vera sá sami, þar á meðal á hótelum og veitingahúsum. Breyta þarf innflutningsverndinni þannig að samkeppni aukist. Hvað réttlætir t.d. að við borgum miklu hærra verð fyrir kjúklinga og svínakjöt en aðrir neytendur í Evrópu. Það er enginn eðlismunur á þessari framleiðslu og margvíslegri annarri framleiðslustarfsemi í landinu sem býr við óhefta samkeppni við önnur lönd." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins segir mikið starf framundan í öryggis- og varnarmálum. Þar sem Bandaríkjamenn hafi ákveðið einhliða að fara með allt sitt lið og búnað frá Íslandi, þurfi Íslendingar að styrkja samband sitt við Evrópu. Sjálfstæðiflokkurinn hafi farið fremst þeirra sem hafa haft oftrú á samstarfinu við Bandaríkin og skynsamir menn á þeim bæ hljóti að sjá að nú þarf að skoða margt í nýju ljósi. "Ég hafði alltaf reiknað með verulegum breytingum en ekki einhliða ákvörðunum sem skapaði trúnaðarbrest. Nú vitum við að ekki er hægt að treysta Bandaríkjunum í einu og öllu og oftrú á samstarf við þá voru mistök. Nú verðum við að endurskipuleggja okkar varnarmál í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og aðildarþjóðir þess. Í framtíðinni verða okkar öryggismál í meira mæli samtvinnuð Evrópu en Bandaríkjunum. Atlantshafstengslin eru að veikjast og NATO er að þróast í tvær stoðir Evrópu og Ameríku. Við þær aðstæður verðum við að styrkja böndin við vini okkar í Evrópu, einkum Norðurlöndin. Þannig verður fullveldi okkar best tryggt," sagði Halldór í ræðu sinni. Halldór sagði ennfremur að stórar ákvarðanir sem varða framtíð þjóðarinnar eigi hún að taka á eigin forsendum og á þeim tíma sem henni hentar best en ekki þegar við getum ekkert annað. "Reynslan af varnarsamstarfinu við Bandaríkin ætti að vera okkur nægileg lexía í þeim efnum. Sjálfstæðiflokkurinn hefur farið fremst þeirra sem hafa haft oftrú á samstarfinu við Bandaríkin og skynsamir menn á þeim bæ hljóta að sjá að nú þarf að skoða margt í nýju ljósi," sagði Halldór Ásgrímsson.Vanræksla skattayfirvaldaHalldór Ásgrímsson sagði að eitt mikilvægasta tæki til jöfnunar í þjóðfélaginu væri skattar. En það þyrfti líka að að hafa í huga að beita þeim hóflega til að laða að starfsemi og örva vinnufúsar hendur. Breytingar á skattkerfinu hefðu á margan hátt tekist vel. Lækkun skatta væri umtalsverð en það hefði verið hægt vegna mikillar tekjuaukningar í þjóðfélaginu. Breytingarnar hefðu miðað að því að gera Ísland samkeppnishæfara í sívaxandi alþjóðlegri samkeppni."Skattkerfið er einfalt og skilvirkt og margir horfa öfundaraugum til þess í öðrum löndum. Það er því ekki skynsamlegt að hrófla mikið við því. Þegar við komum í ríkisstjórn 1995 var engin fjármagnstekjuskattur. Hann var lagður á í góðu samkomulagi og það var almenn skoðun að hann ætti að vera einfaldur og hóflegur, m.a. til að tryggja samkeppnishæfni Íslands í frjálsum fjármagnsflutningum landa á milli. Við núverandi aðstæður er varðveisla stöðugleikans mikilvægust í efnahagsmálum og jafnframt lækkun vaxta, aukinn sparnaður og að halda sem mestu fjármagni í landinu. Þeir sem tala fyrir hækkun skattsins mættu hafa þetta í huga því augljóst er að hækkun hans hefði þveröfug áhrif. Hér eins og oftast verður samhengi hlutanna að ráða ferð en ekki eitt afmarkað atriði ef vel á að takast til. Í skattalögum er hinsvegar gert ráð fyrir að þeim sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur beri að reikna sér laun við þá vinnu sína hver sem hún er. Frægt var fyrir nokkrum árum að skattayfirvöld töldu að berjatínsla væri þar á meðal. Nú hefur komið í ljós að þeir sem starfa við fjármálastarfsemi á eigin vegum þurfa engin laun að reikna sér þótt ákvæði skattalaga séu skýr. Verður ekki annað séð en að skattyfirvöld hafi vanrækt að gefa út viðmiðunarreglur um það þótt þau hafi verið afar nákvæm á öðrum sviðum. Því verður vart trúað að þeir sem hafa eingöngu tekjur af fjármagnstekjum vinni ekkert að öflun teknanna og séu iðjulaust fólk. Á sama hátt og það er mjög varhugavert að hækka fjármagnstekjuskattinn er sjálfsagt að fylgja anda skattalaga á þessu sviði sem öðrum. Þetta er því ef til vill ekki spurning um að breyta lögum, heldur miklu fremur að fylgja þeim eftir í samræmi við vilja löggjafans."Burt með vörugjöld af matvælumHalldór ræddi ennfremur ástæður fyrir háu matvælaverði og vitnaði til skýrslu um ástæður þess. Hann sagðist telja augljóst eftir lestur skýrslunnar að fella þurfi niður vörugjöld."Skattur á matvæli þarf að vera sá sami, þar á meðal á hótelum og veitingahúsum. Breyta þarf innflutningsverndinni þannig að samkeppni aukist. Hvað réttlætir t.d. að við borgum miklu hærra verð fyrir kjúklinga og svínakjöt en aðrir neytendur í Evrópu. Það er enginn eðlismunur á þessari framleiðslu og margvíslegri annarri framleiðslustarfsemi í landinu sem býr við óhefta samkeppni við önnur lönd."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira