Innlent

Með tvö kíló af fíkniefnum í bílskottinu

Rúmlega tvítugur Íslendingur situr enn í gæsluvarðhaldi í Þórshöfn vegna Pólstjörnumálsins svonefnda. Rannsókn á þætti mannsins í málinu er að mestu lokið. Nordicphotos/AFP
Rúmlega tvítugur Íslendingur situr enn í gæsluvarðhaldi í Þórshöfn vegna Pólstjörnumálsins svonefnda. Rannsókn á þætti mannsins í málinu er að mestu lokið. Nordicphotos/AFP
Íslendingurinn sem situr í gæsluvarðhaldi í Þórshöfn í Færeyjum vegna stóra fíkniefnamálsins sem upp kom á Fáskrúðsfirði í september, geymdi tæp tvö kíló af fíkni­efnum í skottinu á bíl sínum. Þar fann lögreglan efnin, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.



Gæsluvarðhald mannsins, sem er 24 ára, rennur út 30. nóvember. Samkvæmt upplýsingum frá Berglev Brimvik, yfirmanni rannsóknardeildar lögreglunnar í Þórshöfn, verður lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald.



Efnin sem lögreglan fann í bíl mannsins voru tæpt kíló af e-töfludufti og um það bil 800 grömm af amfetamíni, en rannsókn málsins er að mestu lokið, að sögn Brimvik.

Maðurinn er grunaður um að hafa aðstoðað Íslendingana sem reyndu að smygla 40 kílóum af amfetamíni, e-töfludufti og e-töflum til landsins í september. Skúta þeirra var tekin í Fáskrúðsfjarðarhöfn eins og kunnugt er, en á leiðinni hingað til lands kom skútan við í Færeyjum.



Maðurinn hefur tengsl bæði hér á landi og í Færeyjum, þar sem hann hefur búið um tíma og haft þar mismunandi dvalarstaði. Hann hefur verið við vinnu þar en á ekki afbrotaferil að baki.

„Þetta er langstærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið í Færeyjum," segir Berglev Brimvik, yfirmaður rannsóknardeildar.

Fjórir sitja enn í fangelsi hér á landi vegna má[email protected]




Fleiri fréttir

Sjá meira


×