Áframhaldandi árangur en ekki stopp Björn Gíslason skrifar 10. apríl 2007 12:34 Ráðherrar Framsóknarflokksins og Sæunn Stefánsdóttir, ritari flokksins, kynna stefnumál flokksins í dag. MYND/Stöð 2 12 mánaða fæðingarorlof, hækkun frítekjumarks á tekjur lífeyrisþega og lækkun virðisaukaskatts á lyfjum og barnavörum í sjö prósent er meðal þeirra stefnumála sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á á næsta kjörtímabili. Forystumenn flokksins kynntu stefnuskrána fyrir komandi þingkosningar á blaðamannafundi á Nordica-hótelinu í dag.Fram kom í máli þeirra að þeir legðu mikla áherslu á áframhaldandi árangur í efnahags- og atvinnumálum en þeir vöruðu við hvers konar stoppi. Halda þyrfti áfram að byggja upp kröftugt og samkeppnisfært atvinnulíf og tryggja afkomuöryggi í öllum byggðum landsins.Auk lengra fæðingarorlofs og hækkunar á frítekjumarki vilja framsóknarmenn hækka skattleysismörk í 100 þúsund krónur og fella niður stimpilgjöld. Þá vilja þeir að lán Íbúðalánasjóðs miðist við markaðsverð en ekki brunabótamat og að vaxtabætur verði hækkaðar.Sömuleiðis vill Framsóknarflokkurinn breyta fjölbýlum á dvalar- og hjúkrunarheimilum í einbýli þannig að einungis verði einstaklingsrými á slíkum heimilum. Enn fremur vill flokkurinn ókeypis tannvernd til átján ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum.Í byggðamálaum vill Framsóknarflokkurinn efla nýsköpun og háskólanám og jafnframt draga úr flutningskostnaði fyrirtækja á landsbyggðinni. Enn fremur vill flokkurinn að þjóðvegir út frá höfuðborginni veði tvöfaldaðir og að unnið verði að jarðgangagerð á tveimur eða þremur stöðum samtímis næstu áratugi.Þá vill flokkurinn víðtæka sátt um þjóðareign á auðlindum og sérstakan auðlindasjóð þjóðarinnar og jafnframt gera verndar- og nýtingaráætlanir fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl sem taki gildi ekki síðar en árið 2010.Enn fremur vill Framsóknarflokkurinn að námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf og að þriðjungur námslána breytist í styrk ef fólk lýkur námi á tilskildum tíma.Bæði Jón Sigurðusson, formaður Framsóknarflokksins, og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, lögðu áherslu á að um stefnumál væri að ræða en ekki loforð. Þau væru raunhæf og ábyrg en ekki væri verið að efna til útgjaldaveislu. Sagði Jón að kostnaður við helstu stefnumálin væri metinn á annan tug milljarða. Kosningar 2007 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Sjá meira
12 mánaða fæðingarorlof, hækkun frítekjumarks á tekjur lífeyrisþega og lækkun virðisaukaskatts á lyfjum og barnavörum í sjö prósent er meðal þeirra stefnumála sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á á næsta kjörtímabili. Forystumenn flokksins kynntu stefnuskrána fyrir komandi þingkosningar á blaðamannafundi á Nordica-hótelinu í dag.Fram kom í máli þeirra að þeir legðu mikla áherslu á áframhaldandi árangur í efnahags- og atvinnumálum en þeir vöruðu við hvers konar stoppi. Halda þyrfti áfram að byggja upp kröftugt og samkeppnisfært atvinnulíf og tryggja afkomuöryggi í öllum byggðum landsins.Auk lengra fæðingarorlofs og hækkunar á frítekjumarki vilja framsóknarmenn hækka skattleysismörk í 100 þúsund krónur og fella niður stimpilgjöld. Þá vilja þeir að lán Íbúðalánasjóðs miðist við markaðsverð en ekki brunabótamat og að vaxtabætur verði hækkaðar.Sömuleiðis vill Framsóknarflokkurinn breyta fjölbýlum á dvalar- og hjúkrunarheimilum í einbýli þannig að einungis verði einstaklingsrými á slíkum heimilum. Enn fremur vill flokkurinn ókeypis tannvernd til átján ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum.Í byggðamálaum vill Framsóknarflokkurinn efla nýsköpun og háskólanám og jafnframt draga úr flutningskostnaði fyrirtækja á landsbyggðinni. Enn fremur vill flokkurinn að þjóðvegir út frá höfuðborginni veði tvöfaldaðir og að unnið verði að jarðgangagerð á tveimur eða þremur stöðum samtímis næstu áratugi.Þá vill flokkurinn víðtæka sátt um þjóðareign á auðlindum og sérstakan auðlindasjóð þjóðarinnar og jafnframt gera verndar- og nýtingaráætlanir fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl sem taki gildi ekki síðar en árið 2010.Enn fremur vill Framsóknarflokkurinn að námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf og að þriðjungur námslána breytist í styrk ef fólk lýkur námi á tilskildum tíma.Bæði Jón Sigurðusson, formaður Framsóknarflokksins, og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, lögðu áherslu á að um stefnumál væri að ræða en ekki loforð. Þau væru raunhæf og ábyrg en ekki væri verið að efna til útgjaldaveislu. Sagði Jón að kostnaður við helstu stefnumálin væri metinn á annan tug milljarða.
Kosningar 2007 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Sjá meira