Kosningaskýring: Samfylkingin komin í lykilstöðu Friðrik Indriðason skrifar: skrifar 26. apríl 2009 01:00 Meginniðurstaða kosninganna er sú að Samfylkingin hefur tekið við lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins sem stærsti flokkur landsins. Þetta gerir það að verkum að Samfylkingin hefur nú möguleika á því að mynda meirihluta með einum flokki hvort sem er til vinstri eða hægri við sig. Eins og stendur eru allar líkur á að Samfylkingin myndi stjórn til vinstri við sig og haldi áfram samstarfinu við Vinstri græna. Einn möguleiki er á öðru stjórnarmynstri , það er að Samfylkingin myndi stjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni en það er fremur ólíklegt. Og ólíklegast af öllu er að Samfylkingin myndi stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hvað aðra flokka varðar má nefna að Framsóknarflokkurinn er að fá ágæta útkomu í þessum kosningum. Bætir við sig tveimur þingmönnum sem er nokkuð sem ekki var í kortunum í skoðannakönnunum allt undir það síðasta. Svo virðist sem flokkurinn sé að ná þeirri stöðu sem hann hafði um og uppúr áramótum. Borgarahreyfingin er komin í hlutverk hins hefðbundna fimmta flokks á þingi og tekur við þeirri stöðu af Frjálslynda flokknum. Fimmti flokkurinn hefur verið til á þinginu allt frá árninu 1971 en þeir flokkar hafa nær ætíð verið dæmdir til stjórnarandstöðu og enginn þeirra hefur orðið langlífur. Nú eru hinsvegar smámöguleikar á að flokkurinn komist strax í stjórn ef svo fer að Samfylkingin og Vinstri grænir nái ekki saman. Sjálfstæðisflokkurinn horfir fram á stærsta ósigur í sögu sinni af ástæðum sem óþarft er að rifja upp enn og aftur. Vinstri grænir mega vel við una þótt úrslitin hafi vissulega valdið þeim vonbrigðum. Skoðanakannanir höfðu gefið þeim vonir um að verða nær jafnstór flokkur og Samfylkingin en það gekk ekki eftir. Hér ber svo að nefna að útstrikanir geta haft töluverð áhrif á lokaniðurstöður einkum í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og hugsanlega Suðurkjördæmi. Atkvæðaseðlar með útstrikunum eru taldir síðastir í nótt. Vitað er að fjöldi útstrikana var á atkvæðum greiddum Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Þessi atkvæði gætu breytt fjölda kjördæmakjörinna manna hjá þessum flokkum og þá á kostnað Vinstri grænna og Framsóknar. Álitsgjafar: Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur, Bjarni Harðarson bóksali, Svanborg Sigmarsdóttir blaðamaður, Birgir Guðmundsson kennari, Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur. Kosningar 2009 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira
Meginniðurstaða kosninganna er sú að Samfylkingin hefur tekið við lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins sem stærsti flokkur landsins. Þetta gerir það að verkum að Samfylkingin hefur nú möguleika á því að mynda meirihluta með einum flokki hvort sem er til vinstri eða hægri við sig. Eins og stendur eru allar líkur á að Samfylkingin myndi stjórn til vinstri við sig og haldi áfram samstarfinu við Vinstri græna. Einn möguleiki er á öðru stjórnarmynstri , það er að Samfylkingin myndi stjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni en það er fremur ólíklegt. Og ólíklegast af öllu er að Samfylkingin myndi stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hvað aðra flokka varðar má nefna að Framsóknarflokkurinn er að fá ágæta útkomu í þessum kosningum. Bætir við sig tveimur þingmönnum sem er nokkuð sem ekki var í kortunum í skoðannakönnunum allt undir það síðasta. Svo virðist sem flokkurinn sé að ná þeirri stöðu sem hann hafði um og uppúr áramótum. Borgarahreyfingin er komin í hlutverk hins hefðbundna fimmta flokks á þingi og tekur við þeirri stöðu af Frjálslynda flokknum. Fimmti flokkurinn hefur verið til á þinginu allt frá árninu 1971 en þeir flokkar hafa nær ætíð verið dæmdir til stjórnarandstöðu og enginn þeirra hefur orðið langlífur. Nú eru hinsvegar smámöguleikar á að flokkurinn komist strax í stjórn ef svo fer að Samfylkingin og Vinstri grænir nái ekki saman. Sjálfstæðisflokkurinn horfir fram á stærsta ósigur í sögu sinni af ástæðum sem óþarft er að rifja upp enn og aftur. Vinstri grænir mega vel við una þótt úrslitin hafi vissulega valdið þeim vonbrigðum. Skoðanakannanir höfðu gefið þeim vonir um að verða nær jafnstór flokkur og Samfylkingin en það gekk ekki eftir. Hér ber svo að nefna að útstrikanir geta haft töluverð áhrif á lokaniðurstöður einkum í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og hugsanlega Suðurkjördæmi. Atkvæðaseðlar með útstrikunum eru taldir síðastir í nótt. Vitað er að fjöldi útstrikana var á atkvæðum greiddum Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Þessi atkvæði gætu breytt fjölda kjördæmakjörinna manna hjá þessum flokkum og þá á kostnað Vinstri grænna og Framsóknar. Álitsgjafar: Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur, Bjarni Harðarson bóksali, Svanborg Sigmarsdóttir blaðamaður, Birgir Guðmundsson kennari, Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.
Kosningar 2009 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira