Ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Guðjón Helgason skrifar 8. apríl 2009 18:45 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, slær út af borðinu hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Aðild að ESB segir hún vera grundvöll að stefnu Samfylkingarinnar í efnahags- og atvinnumálum fyrir kosningar. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Dagur B. Eggertsson, varaformaður, kynntu í dag stefnu flokksins í efnahags-, atvinnu- og velferðarmálum. Þar eru kynntar ýmsar bráðaaðgerðir í atvinnumálum og svokölluð velferðarbrú fyrir heimilin sem felur í sér sértæk úrræði fyrir heimili sem eiga í alvarlegum skuldavanda. Formaður Samfylkingarinnar segir aðildarsamning við Evrópusambandið grundvöll áætlunarinnar og leggja grunn að stöðugleika. Taka þurfi upp evruna í stað krónu en fram að því þurfi stuðning seðlabanka Evrópu í gjaldeyrismálum. Jóhanna segir þessa leið hafa verið rædda og hún talin raunhæf. Formaður Samfylkingarinnar slær út af borðinu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara skuli í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hún telur að það tefji bara málið og gefi ekki raunsanan mynd fyrir fólk til þess að það geti tekið afstöðu. Það geti það ekki fyrr en það viti um kosti og galla aðildar, hvað það sé sem íslenska þjóðin fái með aðild. Jóhanna telur að núverandi stjórnarflokkar geti náð lendingu í evrópusambandsmálinu verði þeir áfram í stjórn. Báðir flokkarnir hafi sagt að það eigi að útkljá þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur trú á því að Samfylkingin og Vinstri grænir finni lausn á málinu sem verði ásættanleg fyrir báða flokka eins og lausn hafi verið fundin í öllum málum á þeim 60 dögum sem flokkarnir hafi starfað saman í stjórn. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, slær út af borðinu hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Aðild að ESB segir hún vera grundvöll að stefnu Samfylkingarinnar í efnahags- og atvinnumálum fyrir kosningar. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Dagur B. Eggertsson, varaformaður, kynntu í dag stefnu flokksins í efnahags-, atvinnu- og velferðarmálum. Þar eru kynntar ýmsar bráðaaðgerðir í atvinnumálum og svokölluð velferðarbrú fyrir heimilin sem felur í sér sértæk úrræði fyrir heimili sem eiga í alvarlegum skuldavanda. Formaður Samfylkingarinnar segir aðildarsamning við Evrópusambandið grundvöll áætlunarinnar og leggja grunn að stöðugleika. Taka þurfi upp evruna í stað krónu en fram að því þurfi stuðning seðlabanka Evrópu í gjaldeyrismálum. Jóhanna segir þessa leið hafa verið rædda og hún talin raunhæf. Formaður Samfylkingarinnar slær út af borðinu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara skuli í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hún telur að það tefji bara málið og gefi ekki raunsanan mynd fyrir fólk til þess að það geti tekið afstöðu. Það geti það ekki fyrr en það viti um kosti og galla aðildar, hvað það sé sem íslenska þjóðin fái með aðild. Jóhanna telur að núverandi stjórnarflokkar geti náð lendingu í evrópusambandsmálinu verði þeir áfram í stjórn. Báðir flokkarnir hafi sagt að það eigi að útkljá þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur trú á því að Samfylkingin og Vinstri grænir finni lausn á málinu sem verði ásættanleg fyrir báða flokka eins og lausn hafi verið fundin í öllum málum á þeim 60 dögum sem flokkarnir hafi starfað saman í stjórn.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira