Pistillinn: Liðsfélaginn Hlynur Bæringsson skrifar 26. nóvember 2011 06:00 Hlynur Bæringsson með félögum sínum í Sundsvall. Mynd/Valli Körfuboltamenn eru reglulega reknir úr starfi. Ástæðan er yfirleitt sú að þeir eru ekki nógu góðir í körfubolta. Aðrar ástæður geta legið að baki, meiðsli, ekki rétt týpa af leikmanni o.s.frv. Svo er önnur ástæða sem er ekki óalgeng, að leikmaðurinn er svo mikill fáviti að það er lífsins ómögulegt að eyða miklum tíma með honum. Þó að hann sé góður hefur hann það slæm áhrif á aðra að betra er að fá jafnvel verri leikmann í hans stað, missirinn er bættur upp með meiri lífsgleði og hamingju hjá liðsfélögunum. Betri liðsheild er það sem verið er að sækjast eftir. Ábending til leikmanna framtíðarinnar er sú að ef þeir eru reknir þrátt fyrir að skora vel yfir 30 stig í leik er kominn tími til að líta í eigin barm. Allir liðsíþróttamenn þekkja mikilvægi góðrar liðsheildar, hún skiptir öllu máli. Liðsheildin er ekki bara hvernig liðið nær saman inni á vellinum í leik, heldur líka á æfingum og bara almennt. Íþróttin er stór partur af lífi leikmanna, þeir eyða miklum tíma saman og því æskilegt að þeim komi vel saman, það verða ekki allir vinir fyrir lífstíð en menn verða að þola návist hvers annars. Það er einfaldlega þannig að það er erfitt að samgleðjast fólki sem þér líkar ekki við, það breytist ekkert þó þú sért í íþróttum. Það verður kvöð að spila með svona mönnum, í raun sama hvernig gengur þó það sé auðveldara að umbera það ef vel gengur. Á hinn bóginn er meirihlutinn sem er góðir gaurar, mennirnir sem í raun mynda liðsheildina, með þeim fer maður í gegnum súrt og sætt. Vonar innilega að þeim gangi vel, bæði þeirra vegna og liðsins. Ég hef spilað með nokkrum skrautlegum, m.a. með manni sem lét það vera sitt fyrsta verk í paranojukasti að króa liðsfélaga sinn af úti í horni og spyrja af hverju hann hataði hann. Þeir höfðu aldrei talast við áður. Annar hótaði að berja liðsfélaga sinn því hann grunaði að hann hefði klárað hnetusmjörið sitt. Annar spilaði með rör í munninum og neitaði að skjóta á körfuna til að sýna hversu litlu málið liðið skipti hann. Enn annar svaf yfir sig þegar fyrsta æfingin var og þegar hann mætti loksins sakaði hann félaga sína um að reyna að slíta í honum krossband með of harðri vörn. Örlítil geðveiki myndi einhver segja. Ég hef í langflestum tilfellum verið mjög heppinn með liðsfélaga. Þegar ég hugsa til baka eru þau sambönd sem myndast við fólk í gegnum íþróttina meira virði en titlar og einstaklingsverðlaun. Ég geri mér betur grein fyrir því þegar ég eldist. Ég er viss um að gamlir leikmenn sem hugsa til baka séu mér sammála um það. Þó að titlarnir og verðlaunin ylji að sjálfsögðu líka stendur samveran upp úr. Pistillinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Körfuboltamenn eru reglulega reknir úr starfi. Ástæðan er yfirleitt sú að þeir eru ekki nógu góðir í körfubolta. Aðrar ástæður geta legið að baki, meiðsli, ekki rétt týpa af leikmanni o.s.frv. Svo er önnur ástæða sem er ekki óalgeng, að leikmaðurinn er svo mikill fáviti að það er lífsins ómögulegt að eyða miklum tíma með honum. Þó að hann sé góður hefur hann það slæm áhrif á aðra að betra er að fá jafnvel verri leikmann í hans stað, missirinn er bættur upp með meiri lífsgleði og hamingju hjá liðsfélögunum. Betri liðsheild er það sem verið er að sækjast eftir. Ábending til leikmanna framtíðarinnar er sú að ef þeir eru reknir þrátt fyrir að skora vel yfir 30 stig í leik er kominn tími til að líta í eigin barm. Allir liðsíþróttamenn þekkja mikilvægi góðrar liðsheildar, hún skiptir öllu máli. Liðsheildin er ekki bara hvernig liðið nær saman inni á vellinum í leik, heldur líka á æfingum og bara almennt. Íþróttin er stór partur af lífi leikmanna, þeir eyða miklum tíma saman og því æskilegt að þeim komi vel saman, það verða ekki allir vinir fyrir lífstíð en menn verða að þola návist hvers annars. Það er einfaldlega þannig að það er erfitt að samgleðjast fólki sem þér líkar ekki við, það breytist ekkert þó þú sért í íþróttum. Það verður kvöð að spila með svona mönnum, í raun sama hvernig gengur þó það sé auðveldara að umbera það ef vel gengur. Á hinn bóginn er meirihlutinn sem er góðir gaurar, mennirnir sem í raun mynda liðsheildina, með þeim fer maður í gegnum súrt og sætt. Vonar innilega að þeim gangi vel, bæði þeirra vegna og liðsins. Ég hef spilað með nokkrum skrautlegum, m.a. með manni sem lét það vera sitt fyrsta verk í paranojukasti að króa liðsfélaga sinn af úti í horni og spyrja af hverju hann hataði hann. Þeir höfðu aldrei talast við áður. Annar hótaði að berja liðsfélaga sinn því hann grunaði að hann hefði klárað hnetusmjörið sitt. Annar spilaði með rör í munninum og neitaði að skjóta á körfuna til að sýna hversu litlu málið liðið skipti hann. Enn annar svaf yfir sig þegar fyrsta æfingin var og þegar hann mætti loksins sakaði hann félaga sína um að reyna að slíta í honum krossband með of harðri vörn. Örlítil geðveiki myndi einhver segja. Ég hef í langflestum tilfellum verið mjög heppinn með liðsfélaga. Þegar ég hugsa til baka eru þau sambönd sem myndast við fólk í gegnum íþróttina meira virði en titlar og einstaklingsverðlaun. Ég geri mér betur grein fyrir því þegar ég eldist. Ég er viss um að gamlir leikmenn sem hugsa til baka séu mér sammála um það. Þó að titlarnir og verðlaunin ylji að sjálfsögðu líka stendur samveran upp úr.
Pistillinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira