Dominiqua og Ólafur Garðar fimleikafólk ársins 13. desember 2013 17:50 Dominique og Ólafur Garðar. Mynd/FSÍ Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið Dominiqua Ölmu Belanyi, úr Gróttu sem fimleikakonu ársins 2013 og Ólaf Garðar Gunnarsson úr Gerplu, sem fimleikamann ársins. Á árinu 2013 skaraði Dominiqua Alma fram úr í keppni á alþjóðlegum mótum með íslenska landsliðinu og Gróttu, náði bestum árangri keppenda í fjölþraut og vann til margra verðlauna sem er frábær frammistaða í áhaldafimleikum. Á Smáþjóðaleikum í Luxemburg vann hún til fimm verðlauna, hún sigraði keppni í fjölþraut með 48.800 stigum, sigraði með íslenska landsliðinu í liðakeppni, úrslitakeppni á einstökum áhöldum var hún í 1. sæti á tvíslá, 1. sæti á gólfi og í 3. sæti á jafnvægisslá. Alls fjögur gullverðlaun og ein bronsverðlaun sem töldu vel í keppni þjóðanna um heildarfjölda verðlauna hverrar þjóða á leikunum. Á Evrópumótinu í Moskvu varð hún í 35. sæti í fjölþraut með 48.565 stig með bestan árangur íslenskra keppenda á mótinu. Þetta er einn besti árangur íslenskrar konu á Evrópumóti. Hún keppti með liði Gróttu á alþjóðlegu móti í Hollandi, Fame Svod Open, þar sem hún sigraði keppni í fjölþraut og sigraði í úrslitum á stökki, tvíslá og gólfi og varð í öðru sæti á jafnvægisslá. Ólafur kom sterkur til baka úr hásinameiðslum undir lok árs 2012 og sigraði fjölþraut á Íslandsmótinu 2013, hann varð einnig Íslandsmeistari á hringjum, stökki og svifrá. Ólafur var í sigurliði Gerplu á bikarmóti FSÍ. Ólafur fór með landsliði Íslands á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg og stóð sig mjög vel, þar sem liðið vann til bronsverðlauna. Auk þess lenti Ólafur í 4.sæti í fjölþraut ásamt því að vera í úrslit á öllum áhöldum nema stökki, Ólafur vann svo til bronsverðlauna á bogahesti. Hann keppti á Evrópumótinu í Rússlandi, lenti í 46.sæti í fjölþraut og á Heimsmeistaramótinu í Antwerpen þar sem hann lenti í 56. Sæti, sem telst mjög góður árangur á svona sterkum móti.Dominiqua Alma Belanyi – samantekt á árangri Gull í fjölþraut á Smáþjóðaleikum Gull á tvíslá á Smáþjóðaleikum Gull á gólfi á Smáþjóðaleikum Gull í liðakeppni kvenna á Smáþjóðaleikum Gull í fjölþraut á Fame Svod Open, Hollandi Gull í stökki á Fame Svod Open, Hollandi Gull á tvíslá á Fame Svod Open, Hollandi Gull á gólfi á Fame Svod Open, Hollandi 35.sæti í fjölþraut á EM 28.sæti á jafnvægisslá á EM 1.sæti í fjölþraut á Mílanómeistaramótinu Íslandsmeistari á tvíslá 2.sæti í fjölþraut á ÍslandsmeistaramótiÓlafur Garðar Gunnarsson – samantekt á árangri Brons á bogahesti á Smáþjóðaleikum Brons í liðakeppni karla á Smáþjóðaleikum 46.sæti í fjölþraut á EM 56.sæti í fjölþraut á HM Íslandsmeistari í fjölþraut Íslandsmeistari í hringjum Íslandsmeistari á stökki Íslandsmeistari á svifrá Bikarmeistari í áhaldafimleikum, með liði GerpluAfrek ársins Stjórn fimleikasambandsins hefur valið afrek Dominique Ölmu Belanyi á Evrópumótinu í Moskvu, sem afrek ársins, þar sem Dominique endaði í 35.sæti í fjölþraut kvenna, sem er besti árangur íslenskra kvenna á Evrópumóti.Fimleikalið ársins Stjórn Fimleikasambandsins hefur kosið meistaraflokk Gerplu í hópfimleikum sem lið ársins 2013. Gerpla varð norðurlandameistari í hópfimleikum nú í nóvember og var það í fyrsta skiptið í 20 ár sem kvennaliði tekst að verja norðurlandatitil. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Sjá meira
Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið Dominiqua Ölmu Belanyi, úr Gróttu sem fimleikakonu ársins 2013 og Ólaf Garðar Gunnarsson úr Gerplu, sem fimleikamann ársins. Á árinu 2013 skaraði Dominiqua Alma fram úr í keppni á alþjóðlegum mótum með íslenska landsliðinu og Gróttu, náði bestum árangri keppenda í fjölþraut og vann til margra verðlauna sem er frábær frammistaða í áhaldafimleikum. Á Smáþjóðaleikum í Luxemburg vann hún til fimm verðlauna, hún sigraði keppni í fjölþraut með 48.800 stigum, sigraði með íslenska landsliðinu í liðakeppni, úrslitakeppni á einstökum áhöldum var hún í 1. sæti á tvíslá, 1. sæti á gólfi og í 3. sæti á jafnvægisslá. Alls fjögur gullverðlaun og ein bronsverðlaun sem töldu vel í keppni þjóðanna um heildarfjölda verðlauna hverrar þjóða á leikunum. Á Evrópumótinu í Moskvu varð hún í 35. sæti í fjölþraut með 48.565 stig með bestan árangur íslenskra keppenda á mótinu. Þetta er einn besti árangur íslenskrar konu á Evrópumóti. Hún keppti með liði Gróttu á alþjóðlegu móti í Hollandi, Fame Svod Open, þar sem hún sigraði keppni í fjölþraut og sigraði í úrslitum á stökki, tvíslá og gólfi og varð í öðru sæti á jafnvægisslá. Ólafur kom sterkur til baka úr hásinameiðslum undir lok árs 2012 og sigraði fjölþraut á Íslandsmótinu 2013, hann varð einnig Íslandsmeistari á hringjum, stökki og svifrá. Ólafur var í sigurliði Gerplu á bikarmóti FSÍ. Ólafur fór með landsliði Íslands á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg og stóð sig mjög vel, þar sem liðið vann til bronsverðlauna. Auk þess lenti Ólafur í 4.sæti í fjölþraut ásamt því að vera í úrslit á öllum áhöldum nema stökki, Ólafur vann svo til bronsverðlauna á bogahesti. Hann keppti á Evrópumótinu í Rússlandi, lenti í 46.sæti í fjölþraut og á Heimsmeistaramótinu í Antwerpen þar sem hann lenti í 56. Sæti, sem telst mjög góður árangur á svona sterkum móti.Dominiqua Alma Belanyi – samantekt á árangri Gull í fjölþraut á Smáþjóðaleikum Gull á tvíslá á Smáþjóðaleikum Gull á gólfi á Smáþjóðaleikum Gull í liðakeppni kvenna á Smáþjóðaleikum Gull í fjölþraut á Fame Svod Open, Hollandi Gull í stökki á Fame Svod Open, Hollandi Gull á tvíslá á Fame Svod Open, Hollandi Gull á gólfi á Fame Svod Open, Hollandi 35.sæti í fjölþraut á EM 28.sæti á jafnvægisslá á EM 1.sæti í fjölþraut á Mílanómeistaramótinu Íslandsmeistari á tvíslá 2.sæti í fjölþraut á ÍslandsmeistaramótiÓlafur Garðar Gunnarsson – samantekt á árangri Brons á bogahesti á Smáþjóðaleikum Brons í liðakeppni karla á Smáþjóðaleikum 46.sæti í fjölþraut á EM 56.sæti í fjölþraut á HM Íslandsmeistari í fjölþraut Íslandsmeistari í hringjum Íslandsmeistari á stökki Íslandsmeistari á svifrá Bikarmeistari í áhaldafimleikum, með liði GerpluAfrek ársins Stjórn fimleikasambandsins hefur valið afrek Dominique Ölmu Belanyi á Evrópumótinu í Moskvu, sem afrek ársins, þar sem Dominique endaði í 35.sæti í fjölþraut kvenna, sem er besti árangur íslenskra kvenna á Evrópumóti.Fimleikalið ársins Stjórn Fimleikasambandsins hefur kosið meistaraflokk Gerplu í hópfimleikum sem lið ársins 2013. Gerpla varð norðurlandameistari í hópfimleikum nú í nóvember og var það í fyrsta skiptið í 20 ár sem kvennaliði tekst að verja norðurlandatitil.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Sjá meira