Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2014 13:37 Hafþór Júlíus Björnsson. Vísir/Getty Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. Hafþór er með þriggja stiga forystu eftir þrjár fyrstu keppnisgreinarnar þar af setti íslenski víkingurinn heimsmet í einni greininni. Hafþór sýndi í hversu frábæru formi hann er þegar hann setti heimsmet í bjórkútakasti þegar það tók Hafþór aðeins 16,35 sekúndur að henda átta þungum bjórkútum yfir rá. Hafþór hefur þriggja stiga forskot á Litháann Zydrunas Savickas sem hefur þrisvar unnið keppnina um sterkasta mann heims. Ríkjandi heimsmeistari, Brian Shaw, er síðan í 3. sæti, fimm stigum á eftir Hafþóri. Hafþór vann tvær greinar á fyrsta degi, hleðsluhlaup (loading race) og bjórkútakast (keg toss). Hann varð síðan annar í keppni með sirkuslóð (Circus medley). Í dag keppir okkar maður síðan í trukkadrætti (Vehicle pull), hnébeygju (Squat lift) og loks eru það Atlas steinararnir (Atlas stones). Hafþór hefur aldrei unnið keppnina um sterkasta mann heims en hann var í þriðja sæti í fyrra þegar Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw bar sigur úr býtum.Staðan eftir fyrsta keppnisdag:1. Hafþór Júlíus Björnsson, Íslandi 35 stig 2. Zydrunas Savickas, Litháen 32 stig 3. Brian Shaw, Bandaríkjunum 30 stig 4. Michael Burke Jr, Bandaríkjunum 20 stig 5. Terry Hollands, Bretlandi 16 stig 6. Warrick Brant, Ástralíu 15 stig 7. Eddie Hall, Bretlandi 14 stig 8. Dave Ostlund, Bandaríkjunum 14 stig 9. Martin Wildauer, Ástralíu 13 stig 10. Laurence Shahlaei, Bretlandi 12 stig 11. Jean-François Caron, Kanada 11 stig 12. Jerry Pritchett, Bandaríkjunum 7 stig Björn Þór Reynisson birti mynd af heimsmeti Hafþórs á fésbókarsíðu sinni og það má sjá tengil á það hér fyrir neðan. Post by Björn Þór Reynisson. Íþróttir Sterkasti maður í heimi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. Hafþór er með þriggja stiga forystu eftir þrjár fyrstu keppnisgreinarnar þar af setti íslenski víkingurinn heimsmet í einni greininni. Hafþór sýndi í hversu frábæru formi hann er þegar hann setti heimsmet í bjórkútakasti þegar það tók Hafþór aðeins 16,35 sekúndur að henda átta þungum bjórkútum yfir rá. Hafþór hefur þriggja stiga forskot á Litháann Zydrunas Savickas sem hefur þrisvar unnið keppnina um sterkasta mann heims. Ríkjandi heimsmeistari, Brian Shaw, er síðan í 3. sæti, fimm stigum á eftir Hafþóri. Hafþór vann tvær greinar á fyrsta degi, hleðsluhlaup (loading race) og bjórkútakast (keg toss). Hann varð síðan annar í keppni með sirkuslóð (Circus medley). Í dag keppir okkar maður síðan í trukkadrætti (Vehicle pull), hnébeygju (Squat lift) og loks eru það Atlas steinararnir (Atlas stones). Hafþór hefur aldrei unnið keppnina um sterkasta mann heims en hann var í þriðja sæti í fyrra þegar Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw bar sigur úr býtum.Staðan eftir fyrsta keppnisdag:1. Hafþór Júlíus Björnsson, Íslandi 35 stig 2. Zydrunas Savickas, Litháen 32 stig 3. Brian Shaw, Bandaríkjunum 30 stig 4. Michael Burke Jr, Bandaríkjunum 20 stig 5. Terry Hollands, Bretlandi 16 stig 6. Warrick Brant, Ástralíu 15 stig 7. Eddie Hall, Bretlandi 14 stig 8. Dave Ostlund, Bandaríkjunum 14 stig 9. Martin Wildauer, Ástralíu 13 stig 10. Laurence Shahlaei, Bretlandi 12 stig 11. Jean-François Caron, Kanada 11 stig 12. Jerry Pritchett, Bandaríkjunum 7 stig Björn Þór Reynisson birti mynd af heimsmeti Hafþórs á fésbókarsíðu sinni og það má sjá tengil á það hér fyrir neðan. Post by Björn Þór Reynisson.
Íþróttir Sterkasti maður í heimi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik