Oddvitaáskorunin - Vill hvergi annars staðar búa 13. maí 2014 10:55 Ég er steingeit og elska fjallgöngur. Baulan er í miklu uppáhaldi og Skessuhornið líka. Hér er ég á Hafnarfjalli þar sem útsýni er gott yfir víðerni Borgarbyggðar. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Geirlaug Jóhannsdóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Geirlaug er 38 ára Borgnesingur. Hún er gift Stefáni Sveinbjörnssyni og saman eiga þau 3 börn: Írisi Líf 13 ára, Axel 10 ára og Sveinbjörn Andra 7ja ára. Geirlaug lauk MBA námi með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík (2006) og er rekstrarfræðingur (BS) frá Háskólanum á Bifröst (1999). Hún starfar við Háskólann á Bifröst sem verkefnastjóri tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi ásamt því að vera sveitarstjórnarfulltrúi. „Ég býð mig fram til að leiða áfram lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð næstu 4 árin. Ég hef búið í Borgarnesi síðastliðin 10 ár ásamt fjölskyldu minni og við viljum hvergi annars staðar ala upp börnin okkar. Það sem knýr mig áfram er fyrst og fremst löngun til að búa í samfélagi þar sem forgangsraðað er í þágu barna og þeirra sem mest eru þurfandi. Þátttaka í sveitarstjórnarstörfum er ein leið til að hafa áhrif á samfélagið sem við búum í. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að kappkosta að byggja upp fjölskylduvænt samfélag með framsæknum skólum, öflugu félags- og tómstundastarfi og metnaðarfullri velferðarþjónustu. Rekstur sveitarfélagsins þarf að vera agaður og nauðsynlegt er að áætlanagerð sé vönduð og stofnanir séu reknar innan fjárheimilda. Borgarbyggð býr yfir ómetanlegum gæðum frá náttúrunnar hendi en okkar víðfeðma sveitarfélag nær frá Haffjarðará í vestri, að Holtavörðu- og Arnarvatnsheiði í norðri og Skarðsheiði í suðri. Mikið afl og sköpunarkraftur býr í íbúunum sem hafa hreiðrað um sig í dreifbýli og þéttbýli. Mikilvægt er að virkja mannauðinn og tefla fram á öllum vígstöðvum hinum fjölmörgu styrkleikum sveitarfélagsins í því skyni að laða að ferðamenn, íbúa og atvinnutækifæri. Tækifærin felast m.a. í náttúruperlunum, Íslendingasagnaslóðum, fjölbreyttu námsframboði á öllum skólastigum, frístundabyggðinni, lax- og silungaveiðinni ásamt legu sveitarfélagsins í alfaraleið nærri höfuðborgarsvæðinu. Borgarbyggð hefur alla burði til að verða fjölskylduvænn búsetukostur fyrir fólk sem vill búa úti á landi og vera í næsta nágrenni við höfuðborgina. Samfylkingin í Borgarbyggð hvetur til aukinnar íbúaþátttöku og lýðræðislegra umræðna um málefni sem varða allt samfélagið okkar. Við hvetjum fólk til að slást í hópinn með okkur.“ YFIRHEYRSLANHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Paradísarlaut er einstakur staður en Þórsmörk er líka í miklu uppáhaldi.Hundar eða kettir? Á mínu heimili er pláss fyrir bæði, tveir kettir og yndislegur cavalier hundurHver er stærsta stundin í lífinu? Að fá börnin mín í fangið í fyrsta sinn, það jafnast ekkert á við það.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hreindýrasteik elduð af eiginmanninum, hann er frábær kokkur.Hvernig bíl ekur þú? Hyundai trajet, árgerð 2006, rúmgóður fjölskyldubíll.Besta minningin? Samverustundir í sumarbústaðnum með stórfjölskyldunni.Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Hef fengið hraðasekt. Löggan í Borgarnesi stendur sig vel.Hverju sérðu mest eftir? Að hafa ekki ferðast meira um heiminn áður en ég stofnaði fjölskyldu.Draumaferðalagið? Hornstrandir, ætla að láta þann draum rætast í sumar.Hefur þú migið í saltan sjó? Já, það hefur komið fyrir.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að koma heim í brúðarkjól daginn eftir brúðkaupið okkar því það gleymdist að hugsa fyrir fötum til skiptanna þrátt fyrir ofurskipulagningu.Hefur þú viðurkennt mistök? Oft og mörgum sinnum. Við gerum öll mistök. Mistök eru til að læra af þeim.Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum þremur sem eru öll svo dugleg, hvert á sinn hátt.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Menningin blómstrar í Borgarbyggð Björn Bjarki Þorsteinsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð. 19. maí 2014 09:48 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Geirlaug Jóhannsdóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Geirlaug er 38 ára Borgnesingur. Hún er gift Stefáni Sveinbjörnssyni og saman eiga þau 3 börn: Írisi Líf 13 ára, Axel 10 ára og Sveinbjörn Andra 7ja ára. Geirlaug lauk MBA námi með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík (2006) og er rekstrarfræðingur (BS) frá Háskólanum á Bifröst (1999). Hún starfar við Háskólann á Bifröst sem verkefnastjóri tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi ásamt því að vera sveitarstjórnarfulltrúi. „Ég býð mig fram til að leiða áfram lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð næstu 4 árin. Ég hef búið í Borgarnesi síðastliðin 10 ár ásamt fjölskyldu minni og við viljum hvergi annars staðar ala upp börnin okkar. Það sem knýr mig áfram er fyrst og fremst löngun til að búa í samfélagi þar sem forgangsraðað er í þágu barna og þeirra sem mest eru þurfandi. Þátttaka í sveitarstjórnarstörfum er ein leið til að hafa áhrif á samfélagið sem við búum í. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að kappkosta að byggja upp fjölskylduvænt samfélag með framsæknum skólum, öflugu félags- og tómstundastarfi og metnaðarfullri velferðarþjónustu. Rekstur sveitarfélagsins þarf að vera agaður og nauðsynlegt er að áætlanagerð sé vönduð og stofnanir séu reknar innan fjárheimilda. Borgarbyggð býr yfir ómetanlegum gæðum frá náttúrunnar hendi en okkar víðfeðma sveitarfélag nær frá Haffjarðará í vestri, að Holtavörðu- og Arnarvatnsheiði í norðri og Skarðsheiði í suðri. Mikið afl og sköpunarkraftur býr í íbúunum sem hafa hreiðrað um sig í dreifbýli og þéttbýli. Mikilvægt er að virkja mannauðinn og tefla fram á öllum vígstöðvum hinum fjölmörgu styrkleikum sveitarfélagsins í því skyni að laða að ferðamenn, íbúa og atvinnutækifæri. Tækifærin felast m.a. í náttúruperlunum, Íslendingasagnaslóðum, fjölbreyttu námsframboði á öllum skólastigum, frístundabyggðinni, lax- og silungaveiðinni ásamt legu sveitarfélagsins í alfaraleið nærri höfuðborgarsvæðinu. Borgarbyggð hefur alla burði til að verða fjölskylduvænn búsetukostur fyrir fólk sem vill búa úti á landi og vera í næsta nágrenni við höfuðborgina. Samfylkingin í Borgarbyggð hvetur til aukinnar íbúaþátttöku og lýðræðislegra umræðna um málefni sem varða allt samfélagið okkar. Við hvetjum fólk til að slást í hópinn með okkur.“ YFIRHEYRSLANHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Paradísarlaut er einstakur staður en Þórsmörk er líka í miklu uppáhaldi.Hundar eða kettir? Á mínu heimili er pláss fyrir bæði, tveir kettir og yndislegur cavalier hundurHver er stærsta stundin í lífinu? Að fá börnin mín í fangið í fyrsta sinn, það jafnast ekkert á við það.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hreindýrasteik elduð af eiginmanninum, hann er frábær kokkur.Hvernig bíl ekur þú? Hyundai trajet, árgerð 2006, rúmgóður fjölskyldubíll.Besta minningin? Samverustundir í sumarbústaðnum með stórfjölskyldunni.Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Hef fengið hraðasekt. Löggan í Borgarnesi stendur sig vel.Hverju sérðu mest eftir? Að hafa ekki ferðast meira um heiminn áður en ég stofnaði fjölskyldu.Draumaferðalagið? Hornstrandir, ætla að láta þann draum rætast í sumar.Hefur þú migið í saltan sjó? Já, það hefur komið fyrir.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að koma heim í brúðarkjól daginn eftir brúðkaupið okkar því það gleymdist að hugsa fyrir fötum til skiptanna þrátt fyrir ofurskipulagningu.Hefur þú viðurkennt mistök? Oft og mörgum sinnum. Við gerum öll mistök. Mistök eru til að læra af þeim.Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum þremur sem eru öll svo dugleg, hvert á sinn hátt.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Menningin blómstrar í Borgarbyggð Björn Bjarki Þorsteinsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð. 19. maí 2014 09:48 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Menningin blómstrar í Borgarbyggð Björn Bjarki Þorsteinsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð. 19. maí 2014 09:48