Rjúkandi sala á pylsum í brunanum í gær Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. júlí 2014 13:07 Egill með pylsuna í gær. Mynd/Andrea Rán Jóhannsdóttir Löng röð myndaðist fyrir utan pylsusjoppuna Borgarpylsur í Skeifunni í gærkvöldi, þegar mikið af fólki mætti til að horfa á brunann þar. Hulda Ólafsdóttir eigandi var stödd þarna fyrir í sjoppunni fyrir tilviljun og ákvað að selja svöngum gestum pylsur. „Við lokum klukkan hálf sjö á sunnudögum og það var eins í gær. En ég þurfti að skjótast þarna með tuskur og fleira áður en ég fór í sumarbústað,“ útskýrir Hulda og heldur áfram: „Ég kom þarna upp úr hálf níu í gærkvöldi og þá sá ég að bruninn var byrjaður.“ Mikið af fólki hafði þá safnast saman nálægt Borgarpylsum. „Svo kemur einn maður og spyr mig hvort ég eigi pylsur. Ég svaraði honum þannig að ég ætti tvær pylsur frá því að ég lokaði og bauð honum þær. Hann þáði það boð. Síðan bættust við fleiri sem vildi pylsur þannig að ég ákvað að opna bara. Ég var með opið í svona korter til tuttugu mínútur og það seldist bara nokkuð vel hjá mér. En svo var ég beðin um að loka, því svæðinu í kring var lokað.“Borgarpylsur í morgun. Nóg var að gera í gær.Vísir/Vilhelm„Hefur verið eins og sautjándi júní“ Einn þeirra sem fékk sér pylsu var Egill Ólafur Thorarensen, rappari og einn af skipuleggjendum Secret Solstice hátíðarinnar. „Þetta hefur bara verið eins á sautjánda júní fyrir pyslusalann. Þarna var löng röð, allir vildu pylsu,“ segir hann og bætir við: „Þetta var mjög góð pylsa sem ég fékk þarna.“ Egill var staddur í nágrenni brunans og ákvað að kíkja á staðinn. „Já, við vorum þarna rétt hjá og kíktum. Þarna var minn fyrsti vinnustaður að brenna, ég vann þarna í BT þegar ég var sextán ára. Það var mjög sérstakt að horfa upp á þetta.“ Egill sést með pylsuna hér á myndinni að ofan. „Myndin var tekin rétt áður en lögreglan færði bandið aftar og bað fólk að yfirgefa svæðið. Að sjálfsögðu hlýddum við því og fórum.“ Hér að neðan smá sjá tíst um röðina fyrir utan Borgarpylsur.Borgarpylsur grunaðir? #samsæri pic.twitter.com/a2U2yqYIrW— Ásgrímur Gunnarsson (@asigunn) July 6, 2014 Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Löng röð myndaðist fyrir utan pylsusjoppuna Borgarpylsur í Skeifunni í gærkvöldi, þegar mikið af fólki mætti til að horfa á brunann þar. Hulda Ólafsdóttir eigandi var stödd þarna fyrir í sjoppunni fyrir tilviljun og ákvað að selja svöngum gestum pylsur. „Við lokum klukkan hálf sjö á sunnudögum og það var eins í gær. En ég þurfti að skjótast þarna með tuskur og fleira áður en ég fór í sumarbústað,“ útskýrir Hulda og heldur áfram: „Ég kom þarna upp úr hálf níu í gærkvöldi og þá sá ég að bruninn var byrjaður.“ Mikið af fólki hafði þá safnast saman nálægt Borgarpylsum. „Svo kemur einn maður og spyr mig hvort ég eigi pylsur. Ég svaraði honum þannig að ég ætti tvær pylsur frá því að ég lokaði og bauð honum þær. Hann þáði það boð. Síðan bættust við fleiri sem vildi pylsur þannig að ég ákvað að opna bara. Ég var með opið í svona korter til tuttugu mínútur og það seldist bara nokkuð vel hjá mér. En svo var ég beðin um að loka, því svæðinu í kring var lokað.“Borgarpylsur í morgun. Nóg var að gera í gær.Vísir/Vilhelm„Hefur verið eins og sautjándi júní“ Einn þeirra sem fékk sér pylsu var Egill Ólafur Thorarensen, rappari og einn af skipuleggjendum Secret Solstice hátíðarinnar. „Þetta hefur bara verið eins á sautjánda júní fyrir pyslusalann. Þarna var löng röð, allir vildu pylsu,“ segir hann og bætir við: „Þetta var mjög góð pylsa sem ég fékk þarna.“ Egill var staddur í nágrenni brunans og ákvað að kíkja á staðinn. „Já, við vorum þarna rétt hjá og kíktum. Þarna var minn fyrsti vinnustaður að brenna, ég vann þarna í BT þegar ég var sextán ára. Það var mjög sérstakt að horfa upp á þetta.“ Egill sést með pylsuna hér á myndinni að ofan. „Myndin var tekin rétt áður en lögreglan færði bandið aftar og bað fólk að yfirgefa svæðið. Að sjálfsögðu hlýddum við því og fórum.“ Hér að neðan smá sjá tíst um röðina fyrir utan Borgarpylsur.Borgarpylsur grunaðir? #samsæri pic.twitter.com/a2U2yqYIrW— Ásgrímur Gunnarsson (@asigunn) July 6, 2014
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47
Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33
„Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00
Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52