Eigandi Víðis: „Kraftaverk að við sluppum“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. júlí 2014 12:32 Víðir slapp, á ótrúlegan hátt. Vísir/Vilhelm „Ég stóð hérna fyrir utan og fylgdist með brunanum, ég hélt að allt myndi fara,“ segir Eiríkur Sigurðsson, eigandi matvöruverslunarinnar Víðis, um brunann í Skeifunni í gær og bætir við: „Það er kraftaverk að við sluppum. Kraftaverk. Ef maður horfir á loftmyndir af þessu sést það betur hversu ótrúlegt það er að verslunin hafi sloppið. Slökkviliðsmennirnir unnu frábært starf hérna í gær og vindáttin hefur líka hjálpað til.“ Eiríkur bjó sig undir það versta þegar hann fylgdist með eldinum á hliðarlínunni. „Það hefði verið hrikalegt ef allt hefði brunnið. Hér eru höfuðstöðvar okkar, tölvubúnaður og mikilvæg gögn. Það var peningur í kassanum og bílar hérna fyrir utan. Það var erfitt að fylgjast með og geta ekkert gert.“Hér má sjá reykinn í gær.Vísir/Atli ÍsleifssonSlökkviliðsmenn fengu að borða í Víði í gær. „Já, við vildum gefa þeim smá sykur, smá orku. Þeir komu hingað og fengu kók og prins. Ég er þeim svo ofboðslega þakklátur. Ég þakka þeim kærlega fyrir. Þetta eru hetjur.“ Engar teljandi skemmdir urðu á versluninni og er hún nú opin almenningi. Að sögn Eiríks fór heitavatnsrör í sundur í brunanum og ljósleiðari bráðnaði. Því var búðin án netsambands. Í hádeginu var töluvert af fólki í búðinni og virtist allt ganga snuðrulaust fyrir sig.Búið var að opna Víði í morgun. Þessi mynd er tekin í hádeginu.Vísir/Vilhelm Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Slökkviliðsstarf mun standa fram á nótt Slökkvilið hefur náð stjórn á eldinum en ekki er hægt að komast inn í húsið vegna hættu á hruni. 7. júlí 2014 00:52 Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49 Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11 Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð. 7. júlí 2014 10:16 Gengi bréfa í tryggingafélögunum fellur vegna eldsvoðans Sjóvá tryggði mest af þeim eignum sem brunnu í Skeifunni í nótt. 7. júlí 2014 11:58 Sprengihætta í Skeifunni | Liðsauki frá Keflavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að halda sig fjarri brunavettvangi í Skeifunni vegna sprengihættu. 6. júlí 2014 22:18 Hunsaði viðvaranir lögreglunnar Myndband sem sýnir foreldra fylgja börnum sýnum yfir viðvörunarborða lögreglunnar hefur vakið mikið umtal. 7. júlí 2014 11:38 Slökkviliðið útskýrir dökkan reyk: „Þetta er eiginlega eins og tjara sem flýgur út í loftið“ „Maður sá það úr margra kílómetra fjarlægð að þetta væri stórbruni,“ segir varðstjóri hjá Slökkviliðinu. 7. júlí 2014 10:31 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
„Ég stóð hérna fyrir utan og fylgdist með brunanum, ég hélt að allt myndi fara,“ segir Eiríkur Sigurðsson, eigandi matvöruverslunarinnar Víðis, um brunann í Skeifunni í gær og bætir við: „Það er kraftaverk að við sluppum. Kraftaverk. Ef maður horfir á loftmyndir af þessu sést það betur hversu ótrúlegt það er að verslunin hafi sloppið. Slökkviliðsmennirnir unnu frábært starf hérna í gær og vindáttin hefur líka hjálpað til.“ Eiríkur bjó sig undir það versta þegar hann fylgdist með eldinum á hliðarlínunni. „Það hefði verið hrikalegt ef allt hefði brunnið. Hér eru höfuðstöðvar okkar, tölvubúnaður og mikilvæg gögn. Það var peningur í kassanum og bílar hérna fyrir utan. Það var erfitt að fylgjast með og geta ekkert gert.“Hér má sjá reykinn í gær.Vísir/Atli ÍsleifssonSlökkviliðsmenn fengu að borða í Víði í gær. „Já, við vildum gefa þeim smá sykur, smá orku. Þeir komu hingað og fengu kók og prins. Ég er þeim svo ofboðslega þakklátur. Ég þakka þeim kærlega fyrir. Þetta eru hetjur.“ Engar teljandi skemmdir urðu á versluninni og er hún nú opin almenningi. Að sögn Eiríks fór heitavatnsrör í sundur í brunanum og ljósleiðari bráðnaði. Því var búðin án netsambands. Í hádeginu var töluvert af fólki í búðinni og virtist allt ganga snuðrulaust fyrir sig.Búið var að opna Víði í morgun. Þessi mynd er tekin í hádeginu.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Slökkviliðsstarf mun standa fram á nótt Slökkvilið hefur náð stjórn á eldinum en ekki er hægt að komast inn í húsið vegna hættu á hruni. 7. júlí 2014 00:52 Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49 Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11 Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð. 7. júlí 2014 10:16 Gengi bréfa í tryggingafélögunum fellur vegna eldsvoðans Sjóvá tryggði mest af þeim eignum sem brunnu í Skeifunni í nótt. 7. júlí 2014 11:58 Sprengihætta í Skeifunni | Liðsauki frá Keflavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að halda sig fjarri brunavettvangi í Skeifunni vegna sprengihættu. 6. júlí 2014 22:18 Hunsaði viðvaranir lögreglunnar Myndband sem sýnir foreldra fylgja börnum sýnum yfir viðvörunarborða lögreglunnar hefur vakið mikið umtal. 7. júlí 2014 11:38 Slökkviliðið útskýrir dökkan reyk: „Þetta er eiginlega eins og tjara sem flýgur út í loftið“ „Maður sá það úr margra kílómetra fjarlægð að þetta væri stórbruni,“ segir varðstjóri hjá Slökkviliðinu. 7. júlí 2014 10:31 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47
Slökkviliðsstarf mun standa fram á nótt Slökkvilið hefur náð stjórn á eldinum en ekki er hægt að komast inn í húsið vegna hættu á hruni. 7. júlí 2014 00:52
Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00
Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49
Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11
Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð. 7. júlí 2014 10:16
Gengi bréfa í tryggingafélögunum fellur vegna eldsvoðans Sjóvá tryggði mest af þeim eignum sem brunnu í Skeifunni í nótt. 7. júlí 2014 11:58
Sprengihætta í Skeifunni | Liðsauki frá Keflavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að halda sig fjarri brunavettvangi í Skeifunni vegna sprengihættu. 6. júlí 2014 22:18
Hunsaði viðvaranir lögreglunnar Myndband sem sýnir foreldra fylgja börnum sýnum yfir viðvörunarborða lögreglunnar hefur vakið mikið umtal. 7. júlí 2014 11:38
Slökkviliðið útskýrir dökkan reyk: „Þetta er eiginlega eins og tjara sem flýgur út í loftið“ „Maður sá það úr margra kílómetra fjarlægð að þetta væri stórbruni,“ segir varðstjóri hjá Slökkviliðinu. 7. júlí 2014 10:31