Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. október 2014 17:06 "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ „Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum,“ segir Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Líkt og Vísir greindi frá í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. „Við gosstöðvarnar hefur gas verið að mælast yfir 130 þúsund míkrógrömm á rúmmetra sem er mjög nálægt því að vera banvænt. Ef ekki banvænt. Til samanburðar má nefna að mengun í byggðum hefur hæst verið að mælast 5800,“ segir Víðir. Lokanir á svæðinu eru enn í gildi og gasmengun af völdum eldgossins gríðarleg. Þá er hætta gufusprengingum, að gosið hlaupi undir jökli, flóðahætta og öskuhætta.Í rannsókn lögreglu Þó nokkuð hefur verið um að ferðamenn reyni að komast inn á svæðið í leyfisleysi og eiga allmargir yfir höfði sér ákærur vegna þess. Sektirnar gætu hlaupið á hundruðum þúsunda. Málið er komið á borð lögreglunnar á Húsavík og er ekki fordæmalaust. Annað sambærilegt mál er nú í rannsókn lögreglu. „Við erum meðvituð um þetta myndband og höfum þetta til rannsóknar,“ segir Brynjólfur Sigurðsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík.Heilmikil aðgerð komi til björgunar „Það hafa vissulega komið upp mál þar sem óviðkomandi hafa farið inn á svæðið. En það er heilmikil aðgerð ef það þarf að fara í að bjarga einhverjum sem lendir í vandræðum þarna. Þetta er á svo rosalega afskekktu svæði og svæðið er svo hættulegt að það er mjög mikill viðbúnaður sem þarf að setja í gang, komi til einhverrar björgunar,“ segir Brynjólfur. Á mynd Ashkenaz má sjá að þyrlan var á vegum fyrirtækisins Reykjavík helicopters. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja málið alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns og að það sé nú til rannsóknar innan fyrirtækisins. Ashkenazi er heimsþekkt og hefur komið að ýmsum sviðum viðskiptalífsins. Auðkýfingurinn erfði mikinn olíuauð og situr meðal annars í stjórn hátískuhússins Vionnet.Loading From the heart of the Earth!!!!!! #wow #momentstoremember #vionneteverywhere #vionnet #vionnetforever #vionnetfamily View on Instagram Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Sjá meira
„Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum,“ segir Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Líkt og Vísir greindi frá í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. „Við gosstöðvarnar hefur gas verið að mælast yfir 130 þúsund míkrógrömm á rúmmetra sem er mjög nálægt því að vera banvænt. Ef ekki banvænt. Til samanburðar má nefna að mengun í byggðum hefur hæst verið að mælast 5800,“ segir Víðir. Lokanir á svæðinu eru enn í gildi og gasmengun af völdum eldgossins gríðarleg. Þá er hætta gufusprengingum, að gosið hlaupi undir jökli, flóðahætta og öskuhætta.Í rannsókn lögreglu Þó nokkuð hefur verið um að ferðamenn reyni að komast inn á svæðið í leyfisleysi og eiga allmargir yfir höfði sér ákærur vegna þess. Sektirnar gætu hlaupið á hundruðum þúsunda. Málið er komið á borð lögreglunnar á Húsavík og er ekki fordæmalaust. Annað sambærilegt mál er nú í rannsókn lögreglu. „Við erum meðvituð um þetta myndband og höfum þetta til rannsóknar,“ segir Brynjólfur Sigurðsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík.Heilmikil aðgerð komi til björgunar „Það hafa vissulega komið upp mál þar sem óviðkomandi hafa farið inn á svæðið. En það er heilmikil aðgerð ef það þarf að fara í að bjarga einhverjum sem lendir í vandræðum þarna. Þetta er á svo rosalega afskekktu svæði og svæðið er svo hættulegt að það er mjög mikill viðbúnaður sem þarf að setja í gang, komi til einhverrar björgunar,“ segir Brynjólfur. Á mynd Ashkenaz má sjá að þyrlan var á vegum fyrirtækisins Reykjavík helicopters. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja málið alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns og að það sé nú til rannsóknar innan fyrirtækisins. Ashkenazi er heimsþekkt og hefur komið að ýmsum sviðum viðskiptalífsins. Auðkýfingurinn erfði mikinn olíuauð og situr meðal annars í stjórn hátískuhússins Vionnet.Loading From the heart of the Earth!!!!!! #wow #momentstoremember #vionneteverywhere #vionnet #vionnetforever #vionnetfamily View on Instagram
Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Sjá meira
Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22