450 manns hafa komið að aðgerðum vegna jarðhræringanna Svavar Hávarðsson skrifar 6. október 2014 12:41 í Holuhrauni. Allir sem vettlingi geta valdið innan Jarðvísindastofnunar hafa komið að vinnu vegna jarðhræringanna. Mynd/Magnús Tumi Guðmundsson Umframkostnaður vegna rannsókna og vöktunar í kjölfar jarðhræringanna í Bárðarbungu var yfir 100 milljónir króna fyrstu fjórar vikurnar. Vel á fimmta hundrað manns hafa komið að verkefninu í einhverri mynd frá því um miðjan ágúst. Eins og allir þekkja eru jarðhræringarnar í og við norðvestanverðan Vatnajökul einn markverðasti jarðvísindalegi atburður sem vísindamenn og almenningur á Íslandi hefur orðið vitni að. Sérstaka athygli vekur hvernig nútímatækni hefur gert áhugasömum kleift að fylgjast með þróuninni dag frá degi, hvort sem er jarðskjálftahrinunni sem hófst 16. ágúst eða eldgosunum sem síðar fylgdu. En að baki þessu stendur her manns frá mörgum ólíkum stofnunum og samtökum sem sofin og vakin hafa legið yfir verkefninu.Á sólarhringsvakt Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofu Íslands, segir að frá upphafi eldsumbrotanna hafi jarðváreftirlitið verið á sólarhringsvakt og vatnaváreftirlitið hefur verið á bakvakt allan sólarhringinn frá upphafi eldsumbrotanna. Alls hafa 107 starfsmenn stofnunarinnar komið að verkefninu fram til þessa. „Í þremur tilfellum hefur verið nauðsynlegt að hafa þrjá veðurfræðinga á vakt í tengslum við þennan atburð. Fjöldi eftirlitsferða hefur verið farinn á svæðið, þ.e. norðan við Vatnajökul, til að koma upp fleiri mælitækjum og auka þannig getu Veðurstofunnar til að bregðast við og gefa út viðvaranir tímanlega til almannavarnaryfirvalda. Enn fremur var nauðsynlegt að flytja færanlegu ratsjárnar til að hægt sé að fylgjast með ösku í andrúmslofti ef til öskugoss kemur,“ segir Sigrún. Mikilvægt hefur verið að koma á sjálfvirkum ferlum við birtingu mæligagna til að auðvelda allt eftirlit og auka skilning á framvindu atburðanna. „Tölvufræðingar Veðurstofunnar hafa unnið þrekvirki í þessum efnum. Stofnunin hefur þurft að bregðast við beiðnum frá yfirvöldum, m.a. til að meta flóðahættu vegna hugsanlegs jökulhlaups Jökulsár á Fjöllum og í Skjálfandafljóti,“ segir Sigrún en Veðurstofan hefur komið upp reiknilíkönum til að geta spáð fyrir um dreifingu ösku og brennisteins í andrúmslofti. Þátttaka á fundum vísindamannaráðs Almannavarna, íbúafundum og öðrum fundum hagsmunaaðila hefur einnig kallað á mikið vinnuálag á Veðurstofunni sem hefur komið upplýsingum stöðugt á framfæri við landsmenn. Hefur stofnunin nýtt sér vefinn og aðra miðla, s.s. Facebook, í því sambandi. „Brýnt er að þessi þjónusta sé til staðar jafnt um helgar sem á virkum dögum, sem hefur kallað á mikið vinnuálag og yfirvinnu starfsmanna í upplýsingakerfum og upplýsingamiðlun,“ segir Sigrún.Allir á dekk Stór hluti af starfsmönnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur komið að viðbrögðum við eldgosinu og atburðunum í Bárðarbungu með einum eða öðrum hætti. Stofnunin er með starfsmenn á vettvangi til að fylgjast með þróun gossins en þær vaktir hafa minnkað, aðallega vegna veðurs og vegna þess hversu lengi jarðhræringarnar hafa staðið yfir. Margir koma að eftirliti úr lofti og jöklamælingum, vöktun með fjarkönnun, efnagreiningum á bergsýnum og öðrum sýnum, eftirliti með jarðskorpuhreyfingum (jarðskjálftum) og mælingum. Einnig koma mælingar og rannsóknir á gæðum andrúmsloftsins og mælingar á vatni í jökulám og öðrum á svæðinu við sögu. Þegar allt er talið hjá Jarðvísindastofnun og Jarðvísindadeild Háskólans eru um 30 vísindamenn að störfum auk fimm tæknimanna og skrifstofu, og hefur stór hluti þeirra komið að vinnu í tengslum við gosið. Einhverjir hafa alfarið sinnt þessum viðbrögðum, aðrir minna. Þá eru um 50 nýdoktorar, doktorsnemar og aðrir tímabundið ráðnir starfsmenn sem starfa hjá stofnunni og hefur stór hluti þeirra einnig komið að þessum rannsóknum. „Það er erfitt að tilgreina nákvæmlega hversu margir af okkar starfsmönnum hafa unnið alfarið við gosið en ætla má að um 50-60 manns í heildina hafi komið að vinnu við þetta frá byrjun,“ segir Svandís H. Halldórsdóttir, skrifstofustjóri Jarðvísindastofnunar.Allt á einum stað Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að embættið hafi fengið það verkefni að safna saman öllum þeim aukakostnaði sem fellur til vegna atburðanna. „Aukakostnaðurinn losar 100 milljónir fyrir fyrstu fjórar vikurnar. Þetta eru töluverðar upphæðir sem eru að falla til í aukakostnað og mikið enn ótalið. Þegar þetta hefur allt verið tekið saman verður skýrslu skilað til ráðherranefndarinnar sem var skipuð vegna atburðanna. Þar eru menn að skoða þessi mál,“ segir Víðir og bætir við að starfsmenn deildarinnar, átta að tölu, hafi eingöngu unnið að verkefnum sem tengjast jarðhræringunum frá upphafi. Eins hafa tíu frá öðrum deildum Ríkislögreglustjóra komið að vinnunni. „Þess utan tíu heilbrigðisstarfsmenn og aðrir tíu frá Rauða krossinum og fjöldi björgunarsveitarmanna,“ segir Víðir. Guðbrandur Örn Arnarson, sem annast aðgerðamál hjá Landsbjörgu, segir að 136 björgunarsveitarmenn hafi komið við sögu aðgerða; flestir við gæslu, en miklum mun færri sem hafa tekið þátt í beinum verkefnum. Þar af hafa um 30 manns komið að aðgerðastjórn og starfað í samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð.Hafa flogið 17 sinnumVegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul hafa á milli 90 og 100 starfsmenn Landhelgisgæslunnar komið að aðgerðum, samkvæmt upplýsingum frá Hrafnhildi Brynju Stefánsdóttur upplýsingafulltrúa. Flugdeild Gæslunnar hefur öll tekið þátt með einhverjum hætti, þ.e. flugmenn, stýrimenn í flugvél og þyrlum, flugvirkjar og ýmsar stoðeiningar, starfsmenn aðgerðasviðs og starfsmenn í Keflavík sem vakta upplýsingar ratsjárstöðvanna. Gæslan hefur flogið 17 ferðir yfir gosstöðvarnar. Flugvélin TF-SIF hefur farið í 11 flug og flogið í 38 klukkustundir samtals. Þyrlurnar hafa farið í sex flug og flogið samtals 22 klukkustundir. Þyrluflugin hafa öll verið notuð til að flytja búnað og tæknimenn. TF-SIF er búin ratsjám sem kortleggja yfirborð gosstöðvanna og jökulsins og gerir vísindamönnum kleift að fylgjast með breytingum á yfirborðinu og hraunflæði óháð skýjafari og birtu. Búnaðurinn getur einnig kortlagt breytingar á mannvirkjum, svo sem vegum, brúm og rafmagnslínum sem hugsanlega geta orðið fyrir skemmdum vegna flóða. Þá gerir vélin vísindamönnum unnt að fylgjast grannt með dreifingu og hæð öskustróks. Flugvélin er einnig búin hitamyndavél sem gagnast við að meta ástandið á svæðinu og þróun mála. Bárðarbunga Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Umframkostnaður vegna rannsókna og vöktunar í kjölfar jarðhræringanna í Bárðarbungu var yfir 100 milljónir króna fyrstu fjórar vikurnar. Vel á fimmta hundrað manns hafa komið að verkefninu í einhverri mynd frá því um miðjan ágúst. Eins og allir þekkja eru jarðhræringarnar í og við norðvestanverðan Vatnajökul einn markverðasti jarðvísindalegi atburður sem vísindamenn og almenningur á Íslandi hefur orðið vitni að. Sérstaka athygli vekur hvernig nútímatækni hefur gert áhugasömum kleift að fylgjast með þróuninni dag frá degi, hvort sem er jarðskjálftahrinunni sem hófst 16. ágúst eða eldgosunum sem síðar fylgdu. En að baki þessu stendur her manns frá mörgum ólíkum stofnunum og samtökum sem sofin og vakin hafa legið yfir verkefninu.Á sólarhringsvakt Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofu Íslands, segir að frá upphafi eldsumbrotanna hafi jarðváreftirlitið verið á sólarhringsvakt og vatnaváreftirlitið hefur verið á bakvakt allan sólarhringinn frá upphafi eldsumbrotanna. Alls hafa 107 starfsmenn stofnunarinnar komið að verkefninu fram til þessa. „Í þremur tilfellum hefur verið nauðsynlegt að hafa þrjá veðurfræðinga á vakt í tengslum við þennan atburð. Fjöldi eftirlitsferða hefur verið farinn á svæðið, þ.e. norðan við Vatnajökul, til að koma upp fleiri mælitækjum og auka þannig getu Veðurstofunnar til að bregðast við og gefa út viðvaranir tímanlega til almannavarnaryfirvalda. Enn fremur var nauðsynlegt að flytja færanlegu ratsjárnar til að hægt sé að fylgjast með ösku í andrúmslofti ef til öskugoss kemur,“ segir Sigrún. Mikilvægt hefur verið að koma á sjálfvirkum ferlum við birtingu mæligagna til að auðvelda allt eftirlit og auka skilning á framvindu atburðanna. „Tölvufræðingar Veðurstofunnar hafa unnið þrekvirki í þessum efnum. Stofnunin hefur þurft að bregðast við beiðnum frá yfirvöldum, m.a. til að meta flóðahættu vegna hugsanlegs jökulhlaups Jökulsár á Fjöllum og í Skjálfandafljóti,“ segir Sigrún en Veðurstofan hefur komið upp reiknilíkönum til að geta spáð fyrir um dreifingu ösku og brennisteins í andrúmslofti. Þátttaka á fundum vísindamannaráðs Almannavarna, íbúafundum og öðrum fundum hagsmunaaðila hefur einnig kallað á mikið vinnuálag á Veðurstofunni sem hefur komið upplýsingum stöðugt á framfæri við landsmenn. Hefur stofnunin nýtt sér vefinn og aðra miðla, s.s. Facebook, í því sambandi. „Brýnt er að þessi þjónusta sé til staðar jafnt um helgar sem á virkum dögum, sem hefur kallað á mikið vinnuálag og yfirvinnu starfsmanna í upplýsingakerfum og upplýsingamiðlun,“ segir Sigrún.Allir á dekk Stór hluti af starfsmönnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur komið að viðbrögðum við eldgosinu og atburðunum í Bárðarbungu með einum eða öðrum hætti. Stofnunin er með starfsmenn á vettvangi til að fylgjast með þróun gossins en þær vaktir hafa minnkað, aðallega vegna veðurs og vegna þess hversu lengi jarðhræringarnar hafa staðið yfir. Margir koma að eftirliti úr lofti og jöklamælingum, vöktun með fjarkönnun, efnagreiningum á bergsýnum og öðrum sýnum, eftirliti með jarðskorpuhreyfingum (jarðskjálftum) og mælingum. Einnig koma mælingar og rannsóknir á gæðum andrúmsloftsins og mælingar á vatni í jökulám og öðrum á svæðinu við sögu. Þegar allt er talið hjá Jarðvísindastofnun og Jarðvísindadeild Háskólans eru um 30 vísindamenn að störfum auk fimm tæknimanna og skrifstofu, og hefur stór hluti þeirra komið að vinnu í tengslum við gosið. Einhverjir hafa alfarið sinnt þessum viðbrögðum, aðrir minna. Þá eru um 50 nýdoktorar, doktorsnemar og aðrir tímabundið ráðnir starfsmenn sem starfa hjá stofnunni og hefur stór hluti þeirra einnig komið að þessum rannsóknum. „Það er erfitt að tilgreina nákvæmlega hversu margir af okkar starfsmönnum hafa unnið alfarið við gosið en ætla má að um 50-60 manns í heildina hafi komið að vinnu við þetta frá byrjun,“ segir Svandís H. Halldórsdóttir, skrifstofustjóri Jarðvísindastofnunar.Allt á einum stað Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að embættið hafi fengið það verkefni að safna saman öllum þeim aukakostnaði sem fellur til vegna atburðanna. „Aukakostnaðurinn losar 100 milljónir fyrir fyrstu fjórar vikurnar. Þetta eru töluverðar upphæðir sem eru að falla til í aukakostnað og mikið enn ótalið. Þegar þetta hefur allt verið tekið saman verður skýrslu skilað til ráðherranefndarinnar sem var skipuð vegna atburðanna. Þar eru menn að skoða þessi mál,“ segir Víðir og bætir við að starfsmenn deildarinnar, átta að tölu, hafi eingöngu unnið að verkefnum sem tengjast jarðhræringunum frá upphafi. Eins hafa tíu frá öðrum deildum Ríkislögreglustjóra komið að vinnunni. „Þess utan tíu heilbrigðisstarfsmenn og aðrir tíu frá Rauða krossinum og fjöldi björgunarsveitarmanna,“ segir Víðir. Guðbrandur Örn Arnarson, sem annast aðgerðamál hjá Landsbjörgu, segir að 136 björgunarsveitarmenn hafi komið við sögu aðgerða; flestir við gæslu, en miklum mun færri sem hafa tekið þátt í beinum verkefnum. Þar af hafa um 30 manns komið að aðgerðastjórn og starfað í samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð.Hafa flogið 17 sinnumVegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul hafa á milli 90 og 100 starfsmenn Landhelgisgæslunnar komið að aðgerðum, samkvæmt upplýsingum frá Hrafnhildi Brynju Stefánsdóttur upplýsingafulltrúa. Flugdeild Gæslunnar hefur öll tekið þátt með einhverjum hætti, þ.e. flugmenn, stýrimenn í flugvél og þyrlum, flugvirkjar og ýmsar stoðeiningar, starfsmenn aðgerðasviðs og starfsmenn í Keflavík sem vakta upplýsingar ratsjárstöðvanna. Gæslan hefur flogið 17 ferðir yfir gosstöðvarnar. Flugvélin TF-SIF hefur farið í 11 flug og flogið í 38 klukkustundir samtals. Þyrlurnar hafa farið í sex flug og flogið samtals 22 klukkustundir. Þyrluflugin hafa öll verið notuð til að flytja búnað og tæknimenn. TF-SIF er búin ratsjám sem kortleggja yfirborð gosstöðvanna og jökulsins og gerir vísindamönnum kleift að fylgjast með breytingum á yfirborðinu og hraunflæði óháð skýjafari og birtu. Búnaðurinn getur einnig kortlagt breytingar á mannvirkjum, svo sem vegum, brúm og rafmagnslínum sem hugsanlega geta orðið fyrir skemmdum vegna flóða. Þá gerir vélin vísindamönnum unnt að fylgjast grannt með dreifingu og hæð öskustróks. Flugvélin er einnig búin hitamyndavél sem gagnast við að meta ástandið á svæðinu og þróun mála.
Bárðarbunga Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira