Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann Nanna Elísa Jakobsdóttir og Ingvar Haraldsson skrifar 7. júlí 2014 07:00 Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gær þegar elds varð vart í verslunarhúsnæði Griffils í Skeifunni 11. Eldsupptökin voru talin hafa verið í efnalauginni Fönn. Eldurinn náði í húsnæði Tandoori, Promennt, Rekstrarlands og Griffils. Ljóst er að húsnæði margra þessara fyrirtækja er gjörónýtt. Hættuástandi var lýst yfir í kjölfar þess að slökkvilið mætti á svæðið og fólk var beðið um að halda sig frá. „Húsin voru orðin alelda þegar við komum,“ sagði Þorvaldur Geirsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu. „Eldsupptök voru í Fannarhúsinu og breiddi eldurinn sig yfir í húsnæði Griffils. Við reyndum ekki að slökkva eldinn heldur einungis að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði hættuástand hafa skapast því mikið af hættulegum efnum væri í húsunum. Mikinn mannfjölda dreif að en lögregla bað fólk að halda sig fjarri vegna hættu sem stafaði af brunanum. Sprengingar gullu við og hætta á hruni byggingarinnar torveldaði störf slökkviðlismanna. Svart reykjarský sem myndaðist yfir svæðinu sást langar leiðir og mikil reykjarlykt lagðist yfir höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í þvottahúsinu okkar,“ sagði Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. Enginn var við störf þegar eldurinn kom upp en unnið hafði verið í þvottahúsinu fyrr um daginn. „Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili,“ sagði Þorvarður.„Þetta er mikið tjón,“ sagði Linda Lou Arthúr, eigandi veitingastaðarins Tandoori en staðurinn var lokaður í gær. Linda sagðist aldrei hafa séð sambærilegan eldsvoða. „Sjaldan sem maður sér svona mikinn eld hérna á þessu landi okkar.“ „Þessi hús eru öll gömul og börn síns tíma,“ sagði Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.„Gallinn á þessu byggingarefni er að það er mjög viðkvæmt í bruna. Meginhættan er þegar það er búið að slökkva og byggingin er farin að kólna, þá er hætta á hruni,“ sagði Bjarni. Því gátu slökkviliðsmenn ekki staðið uppi á byggingum eða inni í húsinu við slökkvistörf. Reykkafarar voru þó sendir inn í húsnæði Fannar. Bjarni man eftir mörgum alvarlegum eldsvoðum í gegnum tíðina en þessi er sérstakur að einu leyti. „Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafnmiklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi.“ Skeifan 11 er um 8.200 fermetrar. Húsið sem kviknaði í er 8200 fermetrar og því gífurlega stórt svæði sem var undirlagt eldi. Valli, ljósmyndari Fréttablaðsins, fór á vettvang og náði ótrúlegum myndum.Fréttablaðið/Valli... Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gær þegar elds varð vart í verslunarhúsnæði Griffils í Skeifunni 11. Eldsupptökin voru talin hafa verið í efnalauginni Fönn. Eldurinn náði í húsnæði Tandoori, Promennt, Rekstrarlands og Griffils. Ljóst er að húsnæði margra þessara fyrirtækja er gjörónýtt. Hættuástandi var lýst yfir í kjölfar þess að slökkvilið mætti á svæðið og fólk var beðið um að halda sig frá. „Húsin voru orðin alelda þegar við komum,“ sagði Þorvaldur Geirsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu. „Eldsupptök voru í Fannarhúsinu og breiddi eldurinn sig yfir í húsnæði Griffils. Við reyndum ekki að slökkva eldinn heldur einungis að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði hættuástand hafa skapast því mikið af hættulegum efnum væri í húsunum. Mikinn mannfjölda dreif að en lögregla bað fólk að halda sig fjarri vegna hættu sem stafaði af brunanum. Sprengingar gullu við og hætta á hruni byggingarinnar torveldaði störf slökkviðlismanna. Svart reykjarský sem myndaðist yfir svæðinu sást langar leiðir og mikil reykjarlykt lagðist yfir höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í þvottahúsinu okkar,“ sagði Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. Enginn var við störf þegar eldurinn kom upp en unnið hafði verið í þvottahúsinu fyrr um daginn. „Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili,“ sagði Þorvarður.„Þetta er mikið tjón,“ sagði Linda Lou Arthúr, eigandi veitingastaðarins Tandoori en staðurinn var lokaður í gær. Linda sagðist aldrei hafa séð sambærilegan eldsvoða. „Sjaldan sem maður sér svona mikinn eld hérna á þessu landi okkar.“ „Þessi hús eru öll gömul og börn síns tíma,“ sagði Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.„Gallinn á þessu byggingarefni er að það er mjög viðkvæmt í bruna. Meginhættan er þegar það er búið að slökkva og byggingin er farin að kólna, þá er hætta á hruni,“ sagði Bjarni. Því gátu slökkviliðsmenn ekki staðið uppi á byggingum eða inni í húsinu við slökkvistörf. Reykkafarar voru þó sendir inn í húsnæði Fannar. Bjarni man eftir mörgum alvarlegum eldsvoðum í gegnum tíðina en þessi er sérstakur að einu leyti. „Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafnmiklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi.“ Skeifan 11 er um 8.200 fermetrar. Húsið sem kviknaði í er 8200 fermetrar og því gífurlega stórt svæði sem var undirlagt eldi. Valli, ljósmyndari Fréttablaðsins, fór á vettvang og náði ótrúlegum myndum.Fréttablaðið/Valli...
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira