Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2015 13:48 Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty Katar er komið í undanúrslit á HM í handbolta í fyrsta sinn eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þjóðverjum í Lusail Sports Arena í dag. Þetta var fyrsta tap Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í þýska liðinu á mótinu en þeir eiga þó eftir að leika tvo leiki á HM. Á föstudaginn mæta þeir Króatíu í leik um réttinn til að leika um 5. sætið. Á laugardaginn leikur Þýskaland svo annað hvort um 5. eða 7. sætið. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, spiluðu sterka og hreyfanlega vörn sem Þjóðverjar áttu í miklum vandræðum með að leysa. Þýska liðið fékk fá mörk utan af velli og gekk erfiðlega að opna hornin og línuna. Katarar spiluðu árangursríkan sóknarleik þar sem Svartfellingurinn Zarko Markovic var í aðalhlutverki. Þessi öfluga örvhenta skytta skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og átti auk þess fjöldan allan af sendingum inn á Borja Vidal á línunni, sem skiluðu annað hvort mörkum eða vítaköstum. Katar náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik, 16-9, þegar Kúbumaðurinn Rafael Capote skoraði sitt fjórða mark. Þjóðverjar áttu hins vegar ágætis endasprett og skoruðu fimm af sjö síðustu mörkum fyrri hálfleiks, en staðan var 18-14, Katar í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þýskaland byrjaði seinni hálfleikinn vel, vörnin var miklu mun betri en í fyrri hálfleik og lærisveinar Dags breyttu stöðunni úr 20-15 í 20-19. Eins marks munur og um 20 mínútur eftir af leiknum. Lengra komust Þjóðverjar hins vegar ekki. Katarar hægðu á leiknum, spiluðu gríðarlega langar sóknir og komust upp með það. Þjóðverjar þurftu að standa lengi í vörn hverju sinni og botninn datt úr leik þeirra. Heimamenn héldu Þjóðverjar jafnan í 2-3 marka fjarlægð það sem eftir lifði leiks. Sóknarleikur þýska liðsins hrökk í baklás á lokakafla leiksins og ekki bætti úr skák að Danijel Saric kom aftur í mark Katar og fór að verja eins og óður maður. Svo fór að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 26-24, og eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Póllandi. Capote var markahæstur í liði Katar með átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Markovic kom næstur með sex mörk auk þess sem hann átti fjölda stoðsendinga. Saric varði níu skot í markinu, flest á lokakaflanum. Uwe Gensheimer skoraði fimm mörk fyrir Þjóðverja en hefur oft látið meira að sér kveða. Félagi hans í hægra horninu, Patrick Groetzki, kom næstur með fjögur mörk. Silvio Heinevetter kom í markið um miðjan fyrri hálfleik og varði vel, alls tólf skot, eða 43% af þeim skotum sem hann fékk á sig. HM 2015 í Katar Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Katar er komið í undanúrslit á HM í handbolta í fyrsta sinn eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þjóðverjum í Lusail Sports Arena í dag. Þetta var fyrsta tap Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í þýska liðinu á mótinu en þeir eiga þó eftir að leika tvo leiki á HM. Á föstudaginn mæta þeir Króatíu í leik um réttinn til að leika um 5. sætið. Á laugardaginn leikur Þýskaland svo annað hvort um 5. eða 7. sætið. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, spiluðu sterka og hreyfanlega vörn sem Þjóðverjar áttu í miklum vandræðum með að leysa. Þýska liðið fékk fá mörk utan af velli og gekk erfiðlega að opna hornin og línuna. Katarar spiluðu árangursríkan sóknarleik þar sem Svartfellingurinn Zarko Markovic var í aðalhlutverki. Þessi öfluga örvhenta skytta skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og átti auk þess fjöldan allan af sendingum inn á Borja Vidal á línunni, sem skiluðu annað hvort mörkum eða vítaköstum. Katar náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik, 16-9, þegar Kúbumaðurinn Rafael Capote skoraði sitt fjórða mark. Þjóðverjar áttu hins vegar ágætis endasprett og skoruðu fimm af sjö síðustu mörkum fyrri hálfleiks, en staðan var 18-14, Katar í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þýskaland byrjaði seinni hálfleikinn vel, vörnin var miklu mun betri en í fyrri hálfleik og lærisveinar Dags breyttu stöðunni úr 20-15 í 20-19. Eins marks munur og um 20 mínútur eftir af leiknum. Lengra komust Þjóðverjar hins vegar ekki. Katarar hægðu á leiknum, spiluðu gríðarlega langar sóknir og komust upp með það. Þjóðverjar þurftu að standa lengi í vörn hverju sinni og botninn datt úr leik þeirra. Heimamenn héldu Þjóðverjar jafnan í 2-3 marka fjarlægð það sem eftir lifði leiks. Sóknarleikur þýska liðsins hrökk í baklás á lokakafla leiksins og ekki bætti úr skák að Danijel Saric kom aftur í mark Katar og fór að verja eins og óður maður. Svo fór að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 26-24, og eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Póllandi. Capote var markahæstur í liði Katar með átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Markovic kom næstur með sex mörk auk þess sem hann átti fjölda stoðsendinga. Saric varði níu skot í markinu, flest á lokakaflanum. Uwe Gensheimer skoraði fimm mörk fyrir Þjóðverja en hefur oft látið meira að sér kveða. Félagi hans í hægra horninu, Patrick Groetzki, kom næstur með fjögur mörk. Silvio Heinevetter kom í markið um miðjan fyrri hálfleik og varði vel, alls tólf skot, eða 43% af þeim skotum sem hann fékk á sig.
HM 2015 í Katar Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik