Fyrrum verkalýðsforkólfur segir samningsdrög sigur fyrir atvinnurekendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2015 10:41 Björn Grétar Sveinsson segir samningsdrögin ekki upp á marga fiska. Vísir Björn Grétar Sveinsson, fyrrum formaður Verkamannasambands Íslands, er ekki sáttur við þau drög að samningi sem VR og Flóabandalagið hafa komist að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn felur meðal annars í sér 25 þúsund króna launahækkun fyrir félagsmenn frá 1. maí síðastliðnum.Drögin voru send fjölmiðlum á níunda tímanum í gærkvöldi og er ljóst að sitt sýnist hverjum meðal félagsmanna VR um samninginn sem reikna má með að verði kosið um í kjölfarið. Um 58% félagsmanna samþykktu verkfallsaðgerðir í kosningu á dögunum. Stefnt er að því að ljúka kjaraviðræðum í vikunni en unnið er að útfærslu ýmissa atriða í samningnum. Fjölmiðlar greindu frá samningsdrögunum í gær og segir Björn Grétar í athugasemdakerfi við frétt DV að um sigur vinnuveitenda sé að ræða verði samningurinn samþykktur óbreyttur. „Þetta er tekjutrygginga samningur, ekki sú hækkun á taxta sem kröfur landsbyggðarfélaganna snúast um,“ segir Björn Grétar sem var formaður VMSÍ í níu ár og gjaldkeri sambandsins þar á undan. Hann hætti störfum fyrir sambandið árið 2000. „Þetta er sigur atvinnurekenda ef fer fram sem horfir.“Launahækkanir skiptast samkvæmt samningsdrögum svona: Þann 1. maí þessa árs munu launataxtar hækka um 25 þúsund krónur. Byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka að auki um kr. 3.400. Launaþróunartrygging annarra en þeirra sem taka laun samkvæmt töxtum verður 7,2 prósent fyrir laun að upphæð 300 þúsund krónur eða lægri, en fer svo stiglækkkandi með hærri tekjum. Launaþróunartryggingin verður aldrei lægri en þrjú prósent.Þann 1. maí 2016 verður launaþróunartrygging 5,5 prósent, að lágmarki fimmtán þúsund krónur. Viðmiðunartímabil er 1. júní 2015 til 30. apríl 2016.Þann 1. maí 2017 munu launataxtar hækka um 4,5 prósent, byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka um 1.700 krónur að auki og almenn hækkun verður þrjú prósent.Þann 1. maí 2018 munu launataxtar svo hækka um þrjú prósent og almenn hækkun verður tvö prósent, miðað við átta mánuði. Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Drög að kjarasamningi samþykkt Gert er ráð fyrir að samningur gildi út 2018. 26. maí 2015 20:33 Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Björn Grétar Sveinsson, fyrrum formaður Verkamannasambands Íslands, er ekki sáttur við þau drög að samningi sem VR og Flóabandalagið hafa komist að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn felur meðal annars í sér 25 þúsund króna launahækkun fyrir félagsmenn frá 1. maí síðastliðnum.Drögin voru send fjölmiðlum á níunda tímanum í gærkvöldi og er ljóst að sitt sýnist hverjum meðal félagsmanna VR um samninginn sem reikna má með að verði kosið um í kjölfarið. Um 58% félagsmanna samþykktu verkfallsaðgerðir í kosningu á dögunum. Stefnt er að því að ljúka kjaraviðræðum í vikunni en unnið er að útfærslu ýmissa atriða í samningnum. Fjölmiðlar greindu frá samningsdrögunum í gær og segir Björn Grétar í athugasemdakerfi við frétt DV að um sigur vinnuveitenda sé að ræða verði samningurinn samþykktur óbreyttur. „Þetta er tekjutrygginga samningur, ekki sú hækkun á taxta sem kröfur landsbyggðarfélaganna snúast um,“ segir Björn Grétar sem var formaður VMSÍ í níu ár og gjaldkeri sambandsins þar á undan. Hann hætti störfum fyrir sambandið árið 2000. „Þetta er sigur atvinnurekenda ef fer fram sem horfir.“Launahækkanir skiptast samkvæmt samningsdrögum svona: Þann 1. maí þessa árs munu launataxtar hækka um 25 þúsund krónur. Byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka að auki um kr. 3.400. Launaþróunartrygging annarra en þeirra sem taka laun samkvæmt töxtum verður 7,2 prósent fyrir laun að upphæð 300 þúsund krónur eða lægri, en fer svo stiglækkkandi með hærri tekjum. Launaþróunartryggingin verður aldrei lægri en þrjú prósent.Þann 1. maí 2016 verður launaþróunartrygging 5,5 prósent, að lágmarki fimmtán þúsund krónur. Viðmiðunartímabil er 1. júní 2015 til 30. apríl 2016.Þann 1. maí 2017 munu launataxtar hækka um 4,5 prósent, byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka um 1.700 krónur að auki og almenn hækkun verður þrjú prósent.Þann 1. maí 2018 munu launataxtar svo hækka um þrjú prósent og almenn hækkun verður tvö prósent, miðað við átta mánuði. Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Drög að kjarasamningi samþykkt Gert er ráð fyrir að samningur gildi út 2018. 26. maí 2015 20:33 Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16