Áhyggjur vegna verkfalls í flugstöðinni Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. maí 2015 23:20 Um það bil fimm hundruð starfsmenn leggja niður störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um mánaðamótin ef ekki semst fyrir þann tíma. Um þrjátíu yfirmenn hafa heimild til að ganga í þeirra störf og ljóst að flugumferð mun því að mestu lamast. Hvorki Icelandair né Flugfélagið WOW hafa gripið til neinna ráðstafanna vegna yfirvofandi verkfalls í flugstöðinni. Farþegar hringja mikið í félagið og eru áhyggjufullir en Guðjón Arngrímsson, talsmaður Flugleiða, segir að vonast sé til þess að deilan leysist áður en til verkfalls kemur.Fólk kemst ekki leiðar sinnarKristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segist ekki eiga von á öðru miðað við hægaganginn í samningaviðræðunum en að til verkfallsins um mánaðarmótin komi. Nær allir sem komi að afgreiðslu flugvéla og innritun farþega, auk starfsmanna á söluskrifstofu, fara í verkfall. „Síminn stoppar ekki, eða tölvupósturinn,“ segir Kristján. „Fólk vill fá upplýsingar um það hvað þetta þýði. Það verður röskun á fluginu og það hefur þær afleiðingar að fólk kemst ekki leiðar sinnar. Það er alveg ljóst.“Farþegum fjölgar en launin standa í staðKristján minnir á að síðar, eða 4. og 5. júní, kemur til verkfalls þeirra sem afgreiða eldsneyti á flugvélarnar. „Síðast þegar ég vissi var það óheppilegt að vera á bensínlausum flugvélum í loftinu.“ Kristján segir að fólk sé bálreitt og það sýni gríðarleg þátttaka í atkvæðagreiðslu um verkfall. Þrefalt fleiri en venjulega greiddu atkvæði og 97 prósent samþykktu verkfall. „Það er alveg sjóðandi hiti.“ „Þetta er það sem við verðum að gera,“ segir Berglind Sunna Bragadóttir, trúnaðarmaður hjá IGS. „Fólkið okkar er orðið langþreytt á því að álagið aukist með hverju árinu sem líður. Fleiri flugfélög vilja fljúga hingað, farþegafjöldinn margfaldast með hverju ári en launin okkar standa í stað.“ Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Um það bil fimm hundruð starfsmenn leggja niður störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um mánaðamótin ef ekki semst fyrir þann tíma. Um þrjátíu yfirmenn hafa heimild til að ganga í þeirra störf og ljóst að flugumferð mun því að mestu lamast. Hvorki Icelandair né Flugfélagið WOW hafa gripið til neinna ráðstafanna vegna yfirvofandi verkfalls í flugstöðinni. Farþegar hringja mikið í félagið og eru áhyggjufullir en Guðjón Arngrímsson, talsmaður Flugleiða, segir að vonast sé til þess að deilan leysist áður en til verkfalls kemur.Fólk kemst ekki leiðar sinnarKristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segist ekki eiga von á öðru miðað við hægaganginn í samningaviðræðunum en að til verkfallsins um mánaðarmótin komi. Nær allir sem komi að afgreiðslu flugvéla og innritun farþega, auk starfsmanna á söluskrifstofu, fara í verkfall. „Síminn stoppar ekki, eða tölvupósturinn,“ segir Kristján. „Fólk vill fá upplýsingar um það hvað þetta þýði. Það verður röskun á fluginu og það hefur þær afleiðingar að fólk kemst ekki leiðar sinnar. Það er alveg ljóst.“Farþegum fjölgar en launin standa í staðKristján minnir á að síðar, eða 4. og 5. júní, kemur til verkfalls þeirra sem afgreiða eldsneyti á flugvélarnar. „Síðast þegar ég vissi var það óheppilegt að vera á bensínlausum flugvélum í loftinu.“ Kristján segir að fólk sé bálreitt og það sýni gríðarleg þátttaka í atkvæðagreiðslu um verkfall. Þrefalt fleiri en venjulega greiddu atkvæði og 97 prósent samþykktu verkfall. „Það er alveg sjóðandi hiti.“ „Þetta er það sem við verðum að gera,“ segir Berglind Sunna Bragadóttir, trúnaðarmaður hjá IGS. „Fólkið okkar er orðið langþreytt á því að álagið aukist með hverju árinu sem líður. Fleiri flugfélög vilja fljúga hingað, farþegafjöldinn margfaldast með hverju ári en launin okkar standa í stað.“
Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira