Þung byrði á fyrrverandi sterkasta manni heims Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. október 2015 09:00 Magnús Ver Magnússon vísir/vilhelm „Við vissum það alveg frá byrjun að við værum með unnið mál. Spurningin var bara hversu mikils virði eru mannréttindi og friðhelgi einkalífs einstaklings,“ segir fyrrverandi aflraunamaðurinn Magnús Ver Magnússon. Aðalmeðferð í skaðabótamáli hans gegn íslenska ríkinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Magnús fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur frá ríkinu auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna ólögmætrar meingerðar í hans garð. Ríkið fer hins vegar fram á verulega lækkaðar dómkröfur og að málskostnaður verði felldur niður. Ekki er farið fram á sýknu. Upphaf málsins má rekja til þess að Magnúsi var tilkynnt um það frá lögreglunni að hann hefði verið beittur ýmsum rannsóknarúrræðum í rannsókn sem beindist gegn honum á sínum tíma, þar með talið að hlera síma hans, nota eftirfararbúnað í bifreið hans sem og að setja hlustunarbúnað í bifreið í umráðum hans.Vilja tíu milljónir en peningar samt ekki aðalmálið „Fyrst var ég bara í sjokki en svo varð ég bara reiður. Þeir fengu heimild til þess að hlusta á öll mín símtæki, þar á meðal símanúmer sem dóttir mín, sem þá var tíu ára gömul, notaði.“ Málið snérist um meinta aðkomu Magnúsar að stórfelldum innflutningi á fíkniefnum til landsins. Rannsókninni var að lokum hætt en fylgst var með Magnúsi í þrjú ár. „Þetta er náttúrulega bara kerfishrun hjá lögreglu og ríkissaksóknara. Nú vilja þeir bara borga lágmarksbætur en við gerum kröfu upp á 10 milljónir. Peningarnir eru þó ekki aðalmálið í þessu heldur vil ég að það verði slegið fast á hendurnar á þeim,“ segir Magnús og bætir við að dómurinn verði fordæmisgefandi og að hann vilji að í framtíðinni sjái fólk sér hag í því að sækja rétt sinn í stað þess að sá slagur muni ekki borga sig. „Svo er ég líka bara þekktur fyrir það að gefast ekki upp,“ segir Magnús og hlær. Magnús talar um að það dómstóll götunnar skipti sig máli. „Nafnið mitt er vörumerki sem ég byggi afkomu mína á. Ég var sterkasti maður í heimi og rek æfingarklúbb sem heldur hina ýmsu viðburði, til dæmis sterkasti fatlaði maðurinn. Með þessum hætti er með gróflegum hætti verið að rægja mig og vörumerkið mitt,“ segir Magnús en hann segir að í kjölfar fréttaflutnings af málinu hafi hann tekið eftir því að viðskipti við sig hafi minnkað vegna neikvæðs viðhorfs í sinn garð.Þurfti að skipta um skóla „Svo var mun erfiðara að fá styrktarfé á viðburði sem ég skipulagði.“ Verst finnst Magnúsi þó að yngri dóttir hans hafi orðið fyrir einelti sem byrjaði vegna málsins. Hún þurfti af þeim sökum að skipta um skóla. „Hún var spurð hvort pabbi hennar væri glæpamaður og svo hættu vinkonur hennar að tala við hana.“ Magnús gerir ráð fyrir að krakkarnir í skólanum hafi heyrt umræður um málið á heimili sínu. „Stelpan mín er þó alsæl í dag.“ Annað dæmi um það hvaða áhrif málið hefur haft á Magnús er að hann er undantekningalaust stöðvaður af tollvörðum í Keflavík þegar hann kemur til landsins. Hann segist ferðast reglulega vinnu sinnar vegna. „Tollverðirnir koma hlaupandi að mér undantekningarlaust í hvert einasta skipti og fá að lýsa í gegn um töskurnar mínar. Þetta finnst mér ósanngjarnt og að það sé brotið á jafnræðisreglu.“ Dómur í máli Magnúsar gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp þann 14. nóvember næstkomandi. Aflraunir Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Magnús Ver um símhleranir: Mér varð verulega brugðið "Mér varð verulega brugðið þegar ég frétti af því að síminn minn hefði verið hleraður og þá sér í lagi þegar ég komst að því að sími dóttur minnar hefði verið hleraður,“ segir Magnús Ver Magnússon, fyrrverandi aflraunamaður. 28. mars 2015 12:15 Magnús Ver vill 10 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Lögregla hleraði síma hans og kom fyrir eftirfararbúnaði í bifreið hans vegna gruns um stórfellt fíkniefnasmygl en rannsókn málsins var látin niður falla. 27. mars 2015 17:00 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sjá meira
„Við vissum það alveg frá byrjun að við værum með unnið mál. Spurningin var bara hversu mikils virði eru mannréttindi og friðhelgi einkalífs einstaklings,“ segir fyrrverandi aflraunamaðurinn Magnús Ver Magnússon. Aðalmeðferð í skaðabótamáli hans gegn íslenska ríkinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Magnús fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur frá ríkinu auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna ólögmætrar meingerðar í hans garð. Ríkið fer hins vegar fram á verulega lækkaðar dómkröfur og að málskostnaður verði felldur niður. Ekki er farið fram á sýknu. Upphaf málsins má rekja til þess að Magnúsi var tilkynnt um það frá lögreglunni að hann hefði verið beittur ýmsum rannsóknarúrræðum í rannsókn sem beindist gegn honum á sínum tíma, þar með talið að hlera síma hans, nota eftirfararbúnað í bifreið hans sem og að setja hlustunarbúnað í bifreið í umráðum hans.Vilja tíu milljónir en peningar samt ekki aðalmálið „Fyrst var ég bara í sjokki en svo varð ég bara reiður. Þeir fengu heimild til þess að hlusta á öll mín símtæki, þar á meðal símanúmer sem dóttir mín, sem þá var tíu ára gömul, notaði.“ Málið snérist um meinta aðkomu Magnúsar að stórfelldum innflutningi á fíkniefnum til landsins. Rannsókninni var að lokum hætt en fylgst var með Magnúsi í þrjú ár. „Þetta er náttúrulega bara kerfishrun hjá lögreglu og ríkissaksóknara. Nú vilja þeir bara borga lágmarksbætur en við gerum kröfu upp á 10 milljónir. Peningarnir eru þó ekki aðalmálið í þessu heldur vil ég að það verði slegið fast á hendurnar á þeim,“ segir Magnús og bætir við að dómurinn verði fordæmisgefandi og að hann vilji að í framtíðinni sjái fólk sér hag í því að sækja rétt sinn í stað þess að sá slagur muni ekki borga sig. „Svo er ég líka bara þekktur fyrir það að gefast ekki upp,“ segir Magnús og hlær. Magnús talar um að það dómstóll götunnar skipti sig máli. „Nafnið mitt er vörumerki sem ég byggi afkomu mína á. Ég var sterkasti maður í heimi og rek æfingarklúbb sem heldur hina ýmsu viðburði, til dæmis sterkasti fatlaði maðurinn. Með þessum hætti er með gróflegum hætti verið að rægja mig og vörumerkið mitt,“ segir Magnús en hann segir að í kjölfar fréttaflutnings af málinu hafi hann tekið eftir því að viðskipti við sig hafi minnkað vegna neikvæðs viðhorfs í sinn garð.Þurfti að skipta um skóla „Svo var mun erfiðara að fá styrktarfé á viðburði sem ég skipulagði.“ Verst finnst Magnúsi þó að yngri dóttir hans hafi orðið fyrir einelti sem byrjaði vegna málsins. Hún þurfti af þeim sökum að skipta um skóla. „Hún var spurð hvort pabbi hennar væri glæpamaður og svo hættu vinkonur hennar að tala við hana.“ Magnús gerir ráð fyrir að krakkarnir í skólanum hafi heyrt umræður um málið á heimili sínu. „Stelpan mín er þó alsæl í dag.“ Annað dæmi um það hvaða áhrif málið hefur haft á Magnús er að hann er undantekningalaust stöðvaður af tollvörðum í Keflavík þegar hann kemur til landsins. Hann segist ferðast reglulega vinnu sinnar vegna. „Tollverðirnir koma hlaupandi að mér undantekningarlaust í hvert einasta skipti og fá að lýsa í gegn um töskurnar mínar. Þetta finnst mér ósanngjarnt og að það sé brotið á jafnræðisreglu.“ Dómur í máli Magnúsar gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp þann 14. nóvember næstkomandi.
Aflraunir Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Magnús Ver um símhleranir: Mér varð verulega brugðið "Mér varð verulega brugðið þegar ég frétti af því að síminn minn hefði verið hleraður og þá sér í lagi þegar ég komst að því að sími dóttur minnar hefði verið hleraður,“ segir Magnús Ver Magnússon, fyrrverandi aflraunamaður. 28. mars 2015 12:15 Magnús Ver vill 10 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Lögregla hleraði síma hans og kom fyrir eftirfararbúnaði í bifreið hans vegna gruns um stórfellt fíkniefnasmygl en rannsókn málsins var látin niður falla. 27. mars 2015 17:00 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sjá meira
Magnús Ver um símhleranir: Mér varð verulega brugðið "Mér varð verulega brugðið þegar ég frétti af því að síminn minn hefði verið hleraður og þá sér í lagi þegar ég komst að því að sími dóttur minnar hefði verið hleraður,“ segir Magnús Ver Magnússon, fyrrverandi aflraunamaður. 28. mars 2015 12:15
Magnús Ver vill 10 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Lögregla hleraði síma hans og kom fyrir eftirfararbúnaði í bifreið hans vegna gruns um stórfellt fíkniefnasmygl en rannsókn málsins var látin niður falla. 27. mars 2015 17:00