Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2015 11:15 Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði. Starfsmaður á sextugsaldri komst undan ógnandi ræningjum á hlaupum. Mynd/Loftmyndir.is Tveir menn vopnaðir öxi rændu skartgripum úr hirslum skartgripaverslunarinnar Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði rétt upp úr klukkan 17 síðdegis í gær. Í kjölfarið flúðu þeir vettvang á hvítum Nissan-jepplingi. Hálftíma síðar fannst bifreiðin mannlaus við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut. Annar mannanna var handtekinn seint í gærkvöldi í Keflavík eftir að hafa skotið að lögreglumönnum með loftbyssu af stuttu færi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var ránið hrottafengið eins og sjá má á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Myndbandið er mjög sláandi að sögn lögreglu.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmMildi að enginn slasaðist í árekstri Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina. Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs. Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Lögregla óskar eftir aðstoð frá almenningi sem mögulega varð vitni að akstri bifreiðarinnar frá Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum. Allar upplýsingar eru vel þegnar, hvort sem þær snúa að akstri bifreiðarinnar, akstursleið, bifreiðinni, ökumanni eða farþegum í bílnum. Sömuleiðis ef fólk varð vart við tjón á bílum sínum í gær þá má mögulega rekja það til aksturs jepplingsins. Hann er talinn stolinn en hann var á röngum skráningarnúmerum. Best er að hafa samband í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sjá hér.Tjónið hleypur á milljónum króna.Vísir/VilhelmHúsleitir framundan í dag Málið teygir anga sína víða samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og koma fíkniefni við sögu. Lögreglumenn á Suðurnesjum og sérsveitarmenn komu að málinu í gær og handtóku annan mannanna í Keflavík seint í gærkvöldi. Maðurinn varð á vegi lögreglu, reyndi að flýja á hlaupum og skaut úr loftbyssu í átt að lögreglumönnum af skömmu færi. Rannsókn málsins er í fullum gangi og var unnið að því fram á nótt en verðmæti þýfisins er töluvert og nemur milljónum króna. Auk starfsmannsins í Gullsmiðjunni urðu almennir borgarar fyrir mjög ógnandi hegðun af hendi ræningjunum. Allar ábendingar er varða ránið og akstur hvíta Nissan-jepplingsins frá Lækjargötu í Hafnarfirði, eftir Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum við Reykjanesbraut óskast sendar á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn málsins er í fullum gangi og húsleitir fyrirhugaðar í dag. Tengdar fréttir Lögreglan leitar tveggja vegna ráns í Hafnarfirði Tveir menn sem frömdu rán í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði síðdegis í dag. 22. október 2015 20:27 Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Tveir menn vopnaðir öxi rændu skartgripum úr hirslum skartgripaverslunarinnar Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði rétt upp úr klukkan 17 síðdegis í gær. Í kjölfarið flúðu þeir vettvang á hvítum Nissan-jepplingi. Hálftíma síðar fannst bifreiðin mannlaus við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut. Annar mannanna var handtekinn seint í gærkvöldi í Keflavík eftir að hafa skotið að lögreglumönnum með loftbyssu af stuttu færi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var ránið hrottafengið eins og sjá má á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Myndbandið er mjög sláandi að sögn lögreglu.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmMildi að enginn slasaðist í árekstri Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina. Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs. Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Lögregla óskar eftir aðstoð frá almenningi sem mögulega varð vitni að akstri bifreiðarinnar frá Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum. Allar upplýsingar eru vel þegnar, hvort sem þær snúa að akstri bifreiðarinnar, akstursleið, bifreiðinni, ökumanni eða farþegum í bílnum. Sömuleiðis ef fólk varð vart við tjón á bílum sínum í gær þá má mögulega rekja það til aksturs jepplingsins. Hann er talinn stolinn en hann var á röngum skráningarnúmerum. Best er að hafa samband í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sjá hér.Tjónið hleypur á milljónum króna.Vísir/VilhelmHúsleitir framundan í dag Málið teygir anga sína víða samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og koma fíkniefni við sögu. Lögreglumenn á Suðurnesjum og sérsveitarmenn komu að málinu í gær og handtóku annan mannanna í Keflavík seint í gærkvöldi. Maðurinn varð á vegi lögreglu, reyndi að flýja á hlaupum og skaut úr loftbyssu í átt að lögreglumönnum af skömmu færi. Rannsókn málsins er í fullum gangi og var unnið að því fram á nótt en verðmæti þýfisins er töluvert og nemur milljónum króna. Auk starfsmannsins í Gullsmiðjunni urðu almennir borgarar fyrir mjög ógnandi hegðun af hendi ræningjunum. Allar ábendingar er varða ránið og akstur hvíta Nissan-jepplingsins frá Lækjargötu í Hafnarfirði, eftir Hringbraut og að Grindavíkurafleggjaranum við Reykjanesbraut óskast sendar á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn málsins er í fullum gangi og húsleitir fyrirhugaðar í dag.
Tengdar fréttir Lögreglan leitar tveggja vegna ráns í Hafnarfirði Tveir menn sem frömdu rán í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði síðdegis í dag. 22. október 2015 20:27 Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Lögreglan leitar tveggja vegna ráns í Hafnarfirði Tveir menn sem frömdu rán í Gullsmiðjunni í Lækjargötu í Hafnarfirði síðdegis í dag. 22. október 2015 20:27
Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18