Guðjón Valur: Ég er ekki kominn á endastöð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2015 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson eftir leikinn í gær. Vísir/Eva Björk Það er erfitt að koma orðum að því hvað varð til þess að allt fór úrskeiðis hjá íslenska landsliðinu þegar það mætti stigalausu liði Tékklands á HM í Katar í gær. Það ræddi enginn um skyldusigur fyrir þennan leik en engum duldist að Ísland þótti mun sigurstranglegri aðilinn í leiknum, ekki síst eftir góða frammistöðu gegn Frakklandi tveimur dögum áður. Allt annað kom á daginn og niðurstaðan var ellefu marka tap. Frammistaða Íslands var fyrst og fremst algjörlega andlaus. Ísland er tilfinningaríkt lið sem reiðir sig á baráttugleði og viljastyrk. En svo virtist sem strákarnir væru fullkomlega heillum horfnir í gær.Mikilvægi Arons Pálmarssonar Aron Pálmarsson er á sínum besta degi einn allra besti handboltamaður heims. Ísland var án hans í umspilsleikjunum gegn Bosníu í júlí og leikjunum í undankeppni EM í haust. Og án hans var liðið ekki svipur hjá sjón. Eftir leik í gær kom í ljós að Aron hafði verið slappur fyrir leik. Örnólfur Valdimarsson sagði eftir leik að honum fyndist Aron laslegur. Svo þegar leikmaðurinn fékk þungt höfuðhögg í fyrri hálfleik var nógu mikil ástæða til að kippa honum af velli. Hann var þá búinn skora eitt mark úr sjö skotum. Þeir sem komu inn fyrir Aron – Arnór Atlason og Sigurbergur Sveinsson – skoruðu ekki en áttu samanlagt átta skot. „Þessu er best lýst eins og að við værum í kviksyndi. Það er sama hvað við reyndum að berjast – þeim mun dýpra sökk maður,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson sem klikkaði á öllum sex skotunum sínum í leiknum.Ekki er ég að fara að hætta Landsliðsfyrirliðinn hefur átt magnaðan feril. Hann var frábær á EM í fyrra og spilaði vel á síðasta ári – bæði með Kiel og síðar Barcelona. En eitthvað veldur því að hann hefur ekki náð sér á strik á löngum köflum hér í Katar og það á við um svo marga fleiri í landsliðinu. „Ég er mjög ósáttur við mína frammistöðu. En ég er ekkert öðruvísi en aðrir. Ég er aðeins valinn í landsliðið af því að ég á erindi í það – ekki af því að ég heiti Guðjón Valur Sigurðsson og er með appelsínugult band á vinstri upphandlegg,“ segir hann. „Ég hef ekki áhyggjur af því að ég sé kominn á endastöð enda enn að gera vel með mínu félagsliði. Það er eitthvað annað sem veldur okkur vandræðum og við þurfum að finna svör við því. Það var algjört gjaldþrot í dag en eins og sönnum Íslendingum sæmir þá skiptum við bara um kennitölu og mætum í næsta leik,“ segir hann og brosir. „Við verðum að líta upp úr skítnum og hafa húmor fyrir þessu, eins erfitt og það er. Ekki er ég að fara að hætta.“Gúmmítékki í Doha Eitt er ljóst. Ísland getur á sínum besta degi spilað eins og verðandi heimsmeistari. En á þeim næsta eins og lið sem á ekki einu sinni erindi í sjálft mótið. Þrátt fyrir allt geta strákarnir komist í 16-liða úrslit með sigri á sterku liði Egyptalands, sem gæti allt eins verið á heimavelli, á morgun. „Það er allt of mikið jójó að mínu mati og þetta höfum við upplifað að allt of miklu leyti frá því í Danmörku. Þetta er ekki nógu stöðugt hjá okkur. En við verðum að trúa því að við getum eftir tvo daga spilað jafn vel og við gerðum gegn Frakklandi,“ segir Guðjón Valur. Eftir frábæra frammistöðu gegn Frakklandi þótti ástæða til bjartsýni gegn Tékkum. Það reyndist fölsk von og innistæðulaus ávísun á árangur – sannkallaður gúmmítékki. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur: Komnir með ískalt hlaupið í hnakkann Fyrirliðinn eðlilega sársvekktur eftir tapið gegn Tékkum. 22. janúar 2015 20:58 HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37 Arnór: Ótrúlegt að við eigum ennþá séns Með svona frammistöðu fer liðið í forsetabikarinn, segir Arnór Atlason. 22. janúar 2015 21:15 Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50 Snorri Steinn: Til háborinnar skammar Leikstjórnandinn var niðurlútur eftir ellefu marka tap Íslands gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:25 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Það er erfitt að koma orðum að því hvað varð til þess að allt fór úrskeiðis hjá íslenska landsliðinu þegar það mætti stigalausu liði Tékklands á HM í Katar í gær. Það ræddi enginn um skyldusigur fyrir þennan leik en engum duldist að Ísland þótti mun sigurstranglegri aðilinn í leiknum, ekki síst eftir góða frammistöðu gegn Frakklandi tveimur dögum áður. Allt annað kom á daginn og niðurstaðan var ellefu marka tap. Frammistaða Íslands var fyrst og fremst algjörlega andlaus. Ísland er tilfinningaríkt lið sem reiðir sig á baráttugleði og viljastyrk. En svo virtist sem strákarnir væru fullkomlega heillum horfnir í gær.Mikilvægi Arons Pálmarssonar Aron Pálmarsson er á sínum besta degi einn allra besti handboltamaður heims. Ísland var án hans í umspilsleikjunum gegn Bosníu í júlí og leikjunum í undankeppni EM í haust. Og án hans var liðið ekki svipur hjá sjón. Eftir leik í gær kom í ljós að Aron hafði verið slappur fyrir leik. Örnólfur Valdimarsson sagði eftir leik að honum fyndist Aron laslegur. Svo þegar leikmaðurinn fékk þungt höfuðhögg í fyrri hálfleik var nógu mikil ástæða til að kippa honum af velli. Hann var þá búinn skora eitt mark úr sjö skotum. Þeir sem komu inn fyrir Aron – Arnór Atlason og Sigurbergur Sveinsson – skoruðu ekki en áttu samanlagt átta skot. „Þessu er best lýst eins og að við værum í kviksyndi. Það er sama hvað við reyndum að berjast – þeim mun dýpra sökk maður,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson sem klikkaði á öllum sex skotunum sínum í leiknum.Ekki er ég að fara að hætta Landsliðsfyrirliðinn hefur átt magnaðan feril. Hann var frábær á EM í fyrra og spilaði vel á síðasta ári – bæði með Kiel og síðar Barcelona. En eitthvað veldur því að hann hefur ekki náð sér á strik á löngum köflum hér í Katar og það á við um svo marga fleiri í landsliðinu. „Ég er mjög ósáttur við mína frammistöðu. En ég er ekkert öðruvísi en aðrir. Ég er aðeins valinn í landsliðið af því að ég á erindi í það – ekki af því að ég heiti Guðjón Valur Sigurðsson og er með appelsínugult band á vinstri upphandlegg,“ segir hann. „Ég hef ekki áhyggjur af því að ég sé kominn á endastöð enda enn að gera vel með mínu félagsliði. Það er eitthvað annað sem veldur okkur vandræðum og við þurfum að finna svör við því. Það var algjört gjaldþrot í dag en eins og sönnum Íslendingum sæmir þá skiptum við bara um kennitölu og mætum í næsta leik,“ segir hann og brosir. „Við verðum að líta upp úr skítnum og hafa húmor fyrir þessu, eins erfitt og það er. Ekki er ég að fara að hætta.“Gúmmítékki í Doha Eitt er ljóst. Ísland getur á sínum besta degi spilað eins og verðandi heimsmeistari. En á þeim næsta eins og lið sem á ekki einu sinni erindi í sjálft mótið. Þrátt fyrir allt geta strákarnir komist í 16-liða úrslit með sigri á sterku liði Egyptalands, sem gæti allt eins verið á heimavelli, á morgun. „Það er allt of mikið jójó að mínu mati og þetta höfum við upplifað að allt of miklu leyti frá því í Danmörku. Þetta er ekki nógu stöðugt hjá okkur. En við verðum að trúa því að við getum eftir tvo daga spilað jafn vel og við gerðum gegn Frakklandi,“ segir Guðjón Valur. Eftir frábæra frammistöðu gegn Frakklandi þótti ástæða til bjartsýni gegn Tékkum. Það reyndist fölsk von og innistæðulaus ávísun á árangur – sannkallaður gúmmítékki.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur: Komnir með ískalt hlaupið í hnakkann Fyrirliðinn eðlilega sársvekktur eftir tapið gegn Tékkum. 22. janúar 2015 20:58 HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37 Arnór: Ótrúlegt að við eigum ennþá séns Með svona frammistöðu fer liðið í forsetabikarinn, segir Arnór Atlason. 22. janúar 2015 21:15 Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50 Snorri Steinn: Til háborinnar skammar Leikstjórnandinn var niðurlútur eftir ellefu marka tap Íslands gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:25 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Guðjón Valur: Komnir með ískalt hlaupið í hnakkann Fyrirliðinn eðlilega sársvekktur eftir tapið gegn Tékkum. 22. janúar 2015 20:58
HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37
Arnór: Ótrúlegt að við eigum ennþá séns Með svona frammistöðu fer liðið í forsetabikarinn, segir Arnór Atlason. 22. janúar 2015 21:15
Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50
Snorri Steinn: Til háborinnar skammar Leikstjórnandinn var niðurlútur eftir ellefu marka tap Íslands gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:25
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik