Salernismál mjög slæm víða um landið Ingvar Haraldsson skrifar 17. júlí 2015 07:00 Langar biðraðir myndast oft við salernin við Jökulsárlón vegna mannmergðar. vísir/pjetur „Klósettmál eru yfirleitt hvergi nokkurs staðar verri en einmitt hér,“ sagði Valur Freyr Jónsson rútubílstjóri sem staddur var við Jökulsárlón í gærmorgun. Valur sem ekur nú hópi Þjóðverja hringinn sagði um 100 fólksbíla vera við lónið og 15 rútur, en þrjú eða fjögur kvennaklósett, og tvær þvagskálar og einn salernisbás fyrir karla. „Það eru um þrjátíu konur sem bíða í röð,“ sagði hann. Valur sagði sjaldgæft að við þjóðveginn væru nægjanlega mörg klósett til að taka á móti stórum hópum ferðamanna, sérstaklega á Suðurlandi þar sem fjöldi ferðamanna er hvað mestur. Við Seljalandsfoss anni salernisaðstaðan engan veginn þeim mikla fjölda sem heimsækir staðinn. „Þar er alla daga alla tíma löng biðröð vegna þess að þar er eitt klósett fyrir fatlaða, annað fyrir karla og þriðja fyrir konur,“ sagði Valur.Skapti Örn Ólafsson„Það er alltaf verið að dásama tekjurnar af ferðamönnum,“ sagði Valur og spurði hvernig það mætti vera að ekki væri hægt að byggja upp sómasamlega salernisaðstöðu fyrir þá fjármuni sem ferðamenn kæmu með til landsins.Kári JónassonKári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna og fyrrverandi ritstjóri, segir að eitthvað verði að gera til að bæta salernisaðstöðuna við Seljalandsfoss og fleiri staði. „Útsvarsgreiðendur á Hvolsvelli geta ekki staðið í því að setja þetta upp, hið opinbera verður að gera það,“ segir Kári. „Þetta er alveg hræðilegt sums staðar. Það verður bara að setja upp klósett og láta borga fyrir það. Fólk er vant því víða um lönd,“ bætir hann við. „Það þarf að setja aukinn kraft í uppbyggingu innviða, þar á meðal klósetta,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin lagði 850 milljónir króna til uppbyggingar ferðamannastaða í maí. „Þetta er gott fyrsta skref,“ segir hann. Skapti Örn segir að áætlað hafi verið að verja þurfi milljarði króna árlega til uppbyggingar ferðamannastaða. „Það kann að vera að sú tala þurfi jafnvel að hækka því að ferðamönnum hefur fjölgað meira það sem af er þessu ári en undanfarin ár,“ segir Skapti. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
„Klósettmál eru yfirleitt hvergi nokkurs staðar verri en einmitt hér,“ sagði Valur Freyr Jónsson rútubílstjóri sem staddur var við Jökulsárlón í gærmorgun. Valur sem ekur nú hópi Þjóðverja hringinn sagði um 100 fólksbíla vera við lónið og 15 rútur, en þrjú eða fjögur kvennaklósett, og tvær þvagskálar og einn salernisbás fyrir karla. „Það eru um þrjátíu konur sem bíða í röð,“ sagði hann. Valur sagði sjaldgæft að við þjóðveginn væru nægjanlega mörg klósett til að taka á móti stórum hópum ferðamanna, sérstaklega á Suðurlandi þar sem fjöldi ferðamanna er hvað mestur. Við Seljalandsfoss anni salernisaðstaðan engan veginn þeim mikla fjölda sem heimsækir staðinn. „Þar er alla daga alla tíma löng biðröð vegna þess að þar er eitt klósett fyrir fatlaða, annað fyrir karla og þriðja fyrir konur,“ sagði Valur.Skapti Örn Ólafsson„Það er alltaf verið að dásama tekjurnar af ferðamönnum,“ sagði Valur og spurði hvernig það mætti vera að ekki væri hægt að byggja upp sómasamlega salernisaðstöðu fyrir þá fjármuni sem ferðamenn kæmu með til landsins.Kári JónassonKári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna og fyrrverandi ritstjóri, segir að eitthvað verði að gera til að bæta salernisaðstöðuna við Seljalandsfoss og fleiri staði. „Útsvarsgreiðendur á Hvolsvelli geta ekki staðið í því að setja þetta upp, hið opinbera verður að gera það,“ segir Kári. „Þetta er alveg hræðilegt sums staðar. Það verður bara að setja upp klósett og láta borga fyrir það. Fólk er vant því víða um lönd,“ bætir hann við. „Það þarf að setja aukinn kraft í uppbyggingu innviða, þar á meðal klósetta,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin lagði 850 milljónir króna til uppbyggingar ferðamannastaða í maí. „Þetta er gott fyrsta skref,“ segir hann. Skapti Örn segir að áætlað hafi verið að verja þurfi milljarði króna árlega til uppbyggingar ferðamannastaða. „Það kann að vera að sú tala þurfi jafnvel að hækka því að ferðamönnum hefur fjölgað meira það sem af er þessu ári en undanfarin ár,“ segir Skapti.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Fleiri fréttir Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08
Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00
Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00