Guðjón Valur: Vil spila leiki sem eru upp á meira en kók og prins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2016 13:00 Landsliðsfyrirliðinn er vel stemmdur og klár í risaleikinn gegn Króatíu í kvöld. „Ég veit ég auglýsti eftir einum allt eða ekkert leik en hann kemur aðeins fyrr en ég átti von á,“ segir Guðjón Valur og brosir. „Þetta er allt eða ekkert. Ég hlakka bara til. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Guðjón Valur þekkir þessa stöðu mætavel enda búinn að vera lengi í bransanum og upplifað ansi margt á löngum, og glæstum, landsliðsferli. „Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum og ég ætla rétt að vona að það hjálpi okkur. Við ætluðum að breyta þessu að fara alltaf Krýsuvíkurleiðina. Tapa leikjum sem við eigum að vinna og vinna leiki sem flestir halda að við töpum. Þetta virðist vera íslenska leiðin. Margir okkar hafa upplifað svona aðstæður," segir Guðjón Valur og rifjar upp ævintýrin á HM 2007 og EM 2010. Króatar eru líka særðir og verða að berjast fyrir lífi sínu. Guðjón býst við átökum. „Ég geri ráð fyrir því. Það verður ekkert gefins hjá Króötunum en vonandi heldur ekki hjá okkur. Það er út af svona leikjum sem maður er að leggja þetta á sig. Að djöflast einn þegar enginn er að horfa. Að fá að spila leiki sem skipta máli og eru upp á eitthvað meira en kók og prins. Það gerir þetta enn skemmtilegra,“ segir Guðjón Valur en hann gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinna „Auðvitað var maður fúll og pirraður eftir tapið. Svo reynir maður að halda áfram. Það er alveg magnað hvað sólin kemur upp næsta dag. Það taka alltaf aðrir leikir við.“ Guðjón ber mikla virðingu fyrir króatíska liðinu enda er það firnasterkt. Það er þó ekki ósigrandi. „Þeir eru mjög hæfileikaríkar en maður hefur séð smá brotalamir hjá þeim. Þeir virðast ekki vera með sömu festu og sjálfsöryggi og þeir hafa verið með síðustu árin. Það er eitthvað sem við verðum að nýta okkur en þetta er ekki lið sem er hægt að vanmeta á nokkurn hátt.“ Sjá má viðtalið við Guðjón í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Strákarnir bættu eigið markamet á EM 77 mörk voru skoruð í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í gær sem er met á EM í handbolta. 18. janúar 2016 10:00 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn er vel stemmdur og klár í risaleikinn gegn Króatíu í kvöld. „Ég veit ég auglýsti eftir einum allt eða ekkert leik en hann kemur aðeins fyrr en ég átti von á,“ segir Guðjón Valur og brosir. „Þetta er allt eða ekkert. Ég hlakka bara til. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Guðjón Valur þekkir þessa stöðu mætavel enda búinn að vera lengi í bransanum og upplifað ansi margt á löngum, og glæstum, landsliðsferli. „Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum og ég ætla rétt að vona að það hjálpi okkur. Við ætluðum að breyta þessu að fara alltaf Krýsuvíkurleiðina. Tapa leikjum sem við eigum að vinna og vinna leiki sem flestir halda að við töpum. Þetta virðist vera íslenska leiðin. Margir okkar hafa upplifað svona aðstæður," segir Guðjón Valur og rifjar upp ævintýrin á HM 2007 og EM 2010. Króatar eru líka særðir og verða að berjast fyrir lífi sínu. Guðjón býst við átökum. „Ég geri ráð fyrir því. Það verður ekkert gefins hjá Króötunum en vonandi heldur ekki hjá okkur. Það er út af svona leikjum sem maður er að leggja þetta á sig. Að djöflast einn þegar enginn er að horfa. Að fá að spila leiki sem skipta máli og eru upp á eitthvað meira en kók og prins. Það gerir þetta enn skemmtilegra,“ segir Guðjón Valur en hann gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinna „Auðvitað var maður fúll og pirraður eftir tapið. Svo reynir maður að halda áfram. Það er alveg magnað hvað sólin kemur upp næsta dag. Það taka alltaf aðrir leikir við.“ Guðjón ber mikla virðingu fyrir króatíska liðinu enda er það firnasterkt. Það er þó ekki ósigrandi. „Þeir eru mjög hæfileikaríkar en maður hefur séð smá brotalamir hjá þeim. Þeir virðast ekki vera með sömu festu og sjálfsöryggi og þeir hafa verið með síðustu árin. Það er eitthvað sem við verðum að nýta okkur en þetta er ekki lið sem er hægt að vanmeta á nokkurn hátt.“ Sjá má viðtalið við Guðjón í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Strákarnir bættu eigið markamet á EM 77 mörk voru skoruð í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í gær sem er met á EM í handbolta. 18. janúar 2016 10:00 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58
Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45
Strákarnir bættu eigið markamet á EM 77 mörk voru skoruð í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í gær sem er met á EM í handbolta. 18. janúar 2016 10:00
Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30
Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik