Píratar virðast óstöðvandi en Sjálfstæðisflokkurinn undir 20 prósentum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. janúar 2016 16:19 Stuðningur við Pírata mælist vel umfram þann stuðning sem ríkisstjórnin mælist með. Helgi Hrafn Gunnarsson er kapteinn Pírata. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins er komið undir 20 prósent í nýrri könnun MMR. Píratar mælast aftur á móti með 37,8 prósenta fylgi, sem er meira en flokkurinn hefur mælst með í síðustu könnunum fyrirtækisins. Samfylking, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur mælast með á bilinu 10 til 12,5 prósent fylgi og Björt Framtíð mælist með 4,4 prósenta fylgi. Vinstri græn mælast af þessum flokkum stærst með 12,5 prósent, Samfylkingin 10,4 og Framsóknarflokkurinn slétt 10. Af þeim flokkum sem buðu fram í síðustu kosningunum en náðu ekki kjöri mælist framboð Sturlu Jónssonar vörubílstjóra með mest fylgi, eða eitt prósent. Flokkarnir mælast þó allir með svo lítinn stuðning að vart er hægt að greina á milli þeirra með teknu tilliti til vikmarka. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,1 prósent. Það er aðeins minna en stjórnin hefur verið að mælast í síðustu könnunum MMR en stuðningurinn hefur verið frá 29,4 prósentum til 35,5 prósenta síðan í lok mars á síðasta ári. Stuðningur við Pírata er þannig vel umfram þann stuðning sem ríkisstjórnin mælist með, sem og samanlagðan stuðning ríkisstjórnarflokkanna, sem mælast samtals með 29,5 prósent. Könnunin var gerð dagana 12. til 20. janúar á meðal einstaklinga 18 ára og eldri, sem valdir voru handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Þeir eru valdir úr þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar. 922 svör bárust í könnuninni, samkvæmt upplýsingum á vef MMR. Stjórnmálavísir Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins er komið undir 20 prósent í nýrri könnun MMR. Píratar mælast aftur á móti með 37,8 prósenta fylgi, sem er meira en flokkurinn hefur mælst með í síðustu könnunum fyrirtækisins. Samfylking, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur mælast með á bilinu 10 til 12,5 prósent fylgi og Björt Framtíð mælist með 4,4 prósenta fylgi. Vinstri græn mælast af þessum flokkum stærst með 12,5 prósent, Samfylkingin 10,4 og Framsóknarflokkurinn slétt 10. Af þeim flokkum sem buðu fram í síðustu kosningunum en náðu ekki kjöri mælist framboð Sturlu Jónssonar vörubílstjóra með mest fylgi, eða eitt prósent. Flokkarnir mælast þó allir með svo lítinn stuðning að vart er hægt að greina á milli þeirra með teknu tilliti til vikmarka. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,1 prósent. Það er aðeins minna en stjórnin hefur verið að mælast í síðustu könnunum MMR en stuðningurinn hefur verið frá 29,4 prósentum til 35,5 prósenta síðan í lok mars á síðasta ári. Stuðningur við Pírata er þannig vel umfram þann stuðning sem ríkisstjórnin mælist með, sem og samanlagðan stuðning ríkisstjórnarflokkanna, sem mælast samtals með 29,5 prósent. Könnunin var gerð dagana 12. til 20. janúar á meðal einstaklinga 18 ára og eldri, sem valdir voru handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Þeir eru valdir úr þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar. 922 svör bárust í könnuninni, samkvæmt upplýsingum á vef MMR.
Stjórnmálavísir Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira