Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. janúar 2016 15:43 Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. Vísir/GVA/Ernir Engin umræða hefur átt sér stað á milli tveggja þingmanna Samfylkingarinnar og fulltrúa annarra flokka á Alþingi vegna frumvarps um afnám verðtryggingarinnar. „Við höfum ekki gert það,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, um hvort hún og Helgi Hjörvar flokksbróðir hennar hafi leitað eftir stuðningi við frumvarp sitt hjá þingmönnum annarra flokka. „Við vorum alltaf að bíða eftir því að Framsókn kæmi sjálf fram með málið.“ Framsóknarflokkurinn hefur lofað afnámi verðtryggingar og hafa þingmenn flokksins á undanförnum mánuðum reynt að ýta á eftir aðgerðum til að efna það loforð. Ásmundur Einar Daðason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi á mánudag að ljóst væri að lagt sé upp með að afnema verðtrygginguna. Það hefur þó ekki enn bólað á frumvarpi þess efnis.Viss um stuðning í flokknum Málið var rætt innan þingflokks Samfylkingarinnar áður en hún og Helgi tóku ákvörðun um að leggja það fram án þess að vera með stuðning flokksins á bak við sig. Árni Páll Árnason, formaður flokksins, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að frumvarpið væri ekki í samræmi við stefnu flokksins. En eru fleiri en þau tvö innan þingflokksins sem styðja málið? „Ég held að það séu nú bara svona ýmsar skoðanir á þessu,“ segir hún. Þá segist hún einnig viss um að stuðningur við frumvarpið sé á meðal flokksmanna. „Ég veit að hjá svona hinum almenna flokksmanni eru margri sem styðja þetta.“ Mörg mál bíða eftir að komast á dagskrá þingsins en það er ekki að heyra annað en að Sigríður Ingibjörg sé sannfærð um að málið komist á dagskrá. „Ég ætla rétt að vona að þetta komist á dagskrá þingsins, en það er auðvitað undir forseta komið. Það eru mörg mál sem bíða,“ segir hún. Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30 Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Engin umræða hefur átt sér stað á milli tveggja þingmanna Samfylkingarinnar og fulltrúa annarra flokka á Alþingi vegna frumvarps um afnám verðtryggingarinnar. „Við höfum ekki gert það,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, um hvort hún og Helgi Hjörvar flokksbróðir hennar hafi leitað eftir stuðningi við frumvarp sitt hjá þingmönnum annarra flokka. „Við vorum alltaf að bíða eftir því að Framsókn kæmi sjálf fram með málið.“ Framsóknarflokkurinn hefur lofað afnámi verðtryggingar og hafa þingmenn flokksins á undanförnum mánuðum reynt að ýta á eftir aðgerðum til að efna það loforð. Ásmundur Einar Daðason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi á mánudag að ljóst væri að lagt sé upp með að afnema verðtrygginguna. Það hefur þó ekki enn bólað á frumvarpi þess efnis.Viss um stuðning í flokknum Málið var rætt innan þingflokks Samfylkingarinnar áður en hún og Helgi tóku ákvörðun um að leggja það fram án þess að vera með stuðning flokksins á bak við sig. Árni Páll Árnason, formaður flokksins, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að frumvarpið væri ekki í samræmi við stefnu flokksins. En eru fleiri en þau tvö innan þingflokksins sem styðja málið? „Ég held að það séu nú bara svona ýmsar skoðanir á þessu,“ segir hún. Þá segist hún einnig viss um að stuðningur við frumvarpið sé á meðal flokksmanna. „Ég veit að hjá svona hinum almenna flokksmanni eru margri sem styðja þetta.“ Mörg mál bíða eftir að komast á dagskrá þingsins en það er ekki að heyra annað en að Sigríður Ingibjörg sé sannfærð um að málið komist á dagskrá. „Ég ætla rétt að vona að þetta komist á dagskrá þingsins, en það er auðvitað undir forseta komið. Það eru mörg mál sem bíða,“ segir hún.
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30 Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30
Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34
Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28