Sigursæll BMX-hjólreiðamaður skaut sig til bana Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2016 09:45 Dave Mirra er fallinn frá. BMX-hjólreiðamaðurinn Dave Mirra fannst látinn í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Hann tók eigið líf með því að skjóta sig til bana. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. Mirra var 41 árs gamall, en hann var einn sigursælasti keppandi X-leikana frá upphafi. Hann til verðlauna á leikunum á hverju ári frá 1995-2008 og vann í heildina fjórtán gullverðlaun. Mirra vann á ferlinum 24 verðlaun á X-leikunum, en það met stóð sig 2013 þegar hjólabrettamaðurinn Bob Burnquist gerði betur. Aðeins snjóbrettagoðið Shaun White hefur unnið fleiri verðlaun en þeir tveir. Þessi vinsæli hjólreiðamaður gerði mikið fyrir íþróttina. Vinsældir hans voru miklar og stýrði hann meðal annars raunveruleikaþætti tengdum BMX-hjólreiðum á MTV. Þá voru tveir BMX-tölvuleikir skírðir í höfuðið á honum.Dave Mirra sýnir listir sínar á X-leikunum.vísir/gettyMirra var fyrsti maðurinn til að lenda tvöföldu heljasrstökki aftur á bak á BMX-hjóli árið 2000 og níu árum síðar var hann fyrstur til að lenda 360 gráðu heljarstökki aftur á bak án þess að snerta stýrið. Áður en hann tók eigið líf var Mirra byrjaður að keppa í járnkarli. Hann náði lágmarki og keppti á heimsmeistaramótinu í Kanada 2014. Allen Thomas, forseti Greenville, heimabæjar Mirra, var mjög sorgmæddur þegar hann frétti af sjálfsvíginu. „Hann var frábær vinur og einstakur maður. Við syrgjum andlát góðs vinar okkar sem snerti líf svo margra með hæfileikum sínum,“ sagði Thomas. „Hann kallaði Greenville í Norður-Karólínu heimili sitt og var auðmjúkur maður sem gaf sér tíma til að ræða við krakka um hjólreiðar á hverju götuhorni. Þessi ungi maður sem hafði svo mikið til að gefa var tekinn frá okkur alltof snemma.“ Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk er enn fjölmargra sem tjáir sig um fráfall Mirra, en á Twitter-síðu sinni segir hann: „Bless, Dave Mirra. Sannur brautryðjandi, átrúnaðargoð og goðsögn. Takk fyrir minningarnar. Hjarta okkar er brotið.“Goodbye Dave Mirra, a true pioneer, icon and legend. Thank you for the memories... we are heartbroken. pic.twitter.com/RHpTe7Qzwi— Tony Hawk (@tonyhawk) February 5, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
BMX-hjólreiðamaðurinn Dave Mirra fannst látinn í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Hann tók eigið líf með því að skjóta sig til bana. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. Mirra var 41 árs gamall, en hann var einn sigursælasti keppandi X-leikana frá upphafi. Hann til verðlauna á leikunum á hverju ári frá 1995-2008 og vann í heildina fjórtán gullverðlaun. Mirra vann á ferlinum 24 verðlaun á X-leikunum, en það met stóð sig 2013 þegar hjólabrettamaðurinn Bob Burnquist gerði betur. Aðeins snjóbrettagoðið Shaun White hefur unnið fleiri verðlaun en þeir tveir. Þessi vinsæli hjólreiðamaður gerði mikið fyrir íþróttina. Vinsældir hans voru miklar og stýrði hann meðal annars raunveruleikaþætti tengdum BMX-hjólreiðum á MTV. Þá voru tveir BMX-tölvuleikir skírðir í höfuðið á honum.Dave Mirra sýnir listir sínar á X-leikunum.vísir/gettyMirra var fyrsti maðurinn til að lenda tvöföldu heljasrstökki aftur á bak á BMX-hjóli árið 2000 og níu árum síðar var hann fyrstur til að lenda 360 gráðu heljarstökki aftur á bak án þess að snerta stýrið. Áður en hann tók eigið líf var Mirra byrjaður að keppa í járnkarli. Hann náði lágmarki og keppti á heimsmeistaramótinu í Kanada 2014. Allen Thomas, forseti Greenville, heimabæjar Mirra, var mjög sorgmæddur þegar hann frétti af sjálfsvíginu. „Hann var frábær vinur og einstakur maður. Við syrgjum andlát góðs vinar okkar sem snerti líf svo margra með hæfileikum sínum,“ sagði Thomas. „Hann kallaði Greenville í Norður-Karólínu heimili sitt og var auðmjúkur maður sem gaf sér tíma til að ræða við krakka um hjólreiðar á hverju götuhorni. Þessi ungi maður sem hafði svo mikið til að gefa var tekinn frá okkur alltof snemma.“ Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk er enn fjölmargra sem tjáir sig um fráfall Mirra, en á Twitter-síðu sinni segir hann: „Bless, Dave Mirra. Sannur brautryðjandi, átrúnaðargoð og goðsögn. Takk fyrir minningarnar. Hjarta okkar er brotið.“Goodbye Dave Mirra, a true pioneer, icon and legend. Thank you for the memories... we are heartbroken. pic.twitter.com/RHpTe7Qzwi— Tony Hawk (@tonyhawk) February 5, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik