Stjórnmálavísir: Húsnæðismál er ekki átaksverkefni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. febrúar 2016 20:42 Þrátt fyrir gagnrýni á húsnæðisfrumvörp stjórnvalda sem nú liggja fyrir í þinginu segist Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, þó bjartsýn á að málin nái fram að ganga. Þetta segir hún í nýjasta þætti Stjórnmálavísis. „Já. Við erum búin að vera að vinna að húsnæðismálum frá því að við tókum við,“ segir hún og bendir á að húsnæðismálin hefðu verið á tíu liða aðgerðaráætlun sem ríkisstjórnin lagði fram sem eitt af sínum fyrstu verkum. „Skuldaleiðréttingin fékk mesta athygli þar en í þeirri tillögu var líka það að við ættum að huga að framtíðarskipan húsnæðismála.“Félagslegi hlutinn undir „Við höfum verið að huga að íbúðareigendum og sjáum það að við höfum náð verulegum árangri að bæta stöðu þeirra sem eru með skuldir, við sjáum það að séreignasparnaðarleiðin, sem er hluti af skuldaleiðréttingunni, er að gera ungu fólki kleift að kaupa húsnæði, að byrja að spara fyrir húsnæði, og líka þeim sem eiga húsnæði að borga niður skuldir sínar hraðar og síðan það sem ég hef talað um að frumvörpin sem hafa snúist að mér og eru núna inn í velferðarnefnd alþingis eru sem sagt að huga að félagslega hluta húsnæðiskerfisins,“ segir Eygló. „Fólki sem er á leigumarkaðnum, fólki sem hefur oft minnst á milli handanna,“ segir hún og bætir við að einnig sé verið að huga að fötluðu fólki á húsnæðismarkaði,“ segir hún. „Við erum að huga að þeim hundruðum ef ekki þúsunda fjölskyldna sem eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá sveitarfélögunum og síðan erum við að segja það að það sé nauðsynlegt fyrir þá sem eru á almenna leigumarkaðnum fái verulega aukinn stuðning með breyttu húsnæðisbótakerfi.“Ekki eini höfundurinn Ráðherrann segir að málin hafi verið unnin í gífurlega miklu samráði og segir að stundum þyki henni skrýtið að tala um frumvarpið sem sitt. „Vegna þess að það eru svo margir sem eiga höfundarréttinn af þessu máli,“ segir hún. „Ég fékk tillögur sem voru unnar í miklu samráði, það voru yfir hundrað aðilar sem komu að þeirri vinnu,“ segir hún. „Þannig að frumvörpin sem ég er núna að leggja fram eru hluti af okkar sín, má segja sín samfélagsins, á hvernig við viljum hafa húsnæðismarkaðinn hérna.“ En á Eygló von á að frumvörpin taki miklum breytingum í þinginu? Hún segir að það sé lýðræðislegt hlutverk þingsins að kalla eftir umsögnum og bregðast við athugasemdum. „Heilt á litið hafa umsagnirnar sem komið hafa verið um þessi fjögur frumvörp sem eru núna inni í velferðarnefnd verið almennt jákvæðar. Hins vegar hafa líka komið ábendingar um það hvernig mætti skýra ákveðna hluta og skerpa á,“ segir hún og tekur dæmi um gagnlega ábendingu ríkisskattstjóra. „Þetta mun vonandi leiða til þess að við sjáum, eins og við tölum um í yfirlýsingunni, að á næstu fjórum árum munum við byggja allt að 2.300 nýjar íbúðir í nýju félagslegu leiguíbúðakerfi. Að leigjendur, sem hafa hæstan húsnæðiskostnað, fái aukinn stuðning og það muni þá draga úr hópi þeirra sem eru með verulegan húsnæðiskostnað,“ segir hún.Ekki ein lausn til Eygló segir að mörg atriði séu undir í þessum breytingum. „Það er ekki hægt að koma með eina lausn. Við kannski héldum svo oft að það væri bara einhver ein heildarlausn sem við gætum gripið til þegar kæmi að húsnæðismarkaðnum. en ég held við höfum lært það í aðdraganda hrunsins og af reynslu annarra þjóða að þú þarft að hafa fjölbreyttar lausnir fyrir öll þessi fjölbreyttu heimili,“ segir hún. Eygló vill hugsa málið til framtíðar og að móta þurfi „Við höfum ekki gert húsnæðisáætlanir hér á Íslandi. Við höfum verið með í lögum húsnæðisnefndir sem eiga að vera starfandi hjá sveitarfélögunum en þær hafa oft verið óvirkar. Við höldum jafnréttisþing en við höldum ekki húsnæðisþing,“ segir hún og kallar eftir meiri áætlanagerð í málaflokknum. „Og ekki líta þetta sem einhverskonar átaksverkefni, að það sé bara akkúrat núna næstu árin sem við þurfum að huga að húsnæðismarkaðnum heldur er þetta viðvarandi verkefni. Það koma alltaf nýjar fjölskyldur, nýjar kynslóðir, sem eru að kaupa sitt fyrsta húsnæði, eru að taka sín fyrstu skref í að búa í sjálfstæðri búsetu eftir að það flytur að heiman. Við erum með eldra fólkið okkar sem hefur farið í gegnum allan þennan feril en vill síðan fara að minka við sig og jafnvel búa þá nær fjölskyldu sinni, til þess að geta fengið stuðning,“ segir hún. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að horfa til í heild sinni.“Hvetja til sparnaðar Framsóknarflokkurinn hefur einnig lagt mikla áherslu að afnema verðtryggingu en það var meðal annars niðurstaða sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar sem forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins skipaði árið 2013 að afnám verðtryggingar myndi draga úr aðgengi tekjulágra og efnalítilla að lánsfé til íbúðafjárfestingar. Er verið að hugsa um þessi atriði í þeim hugmyndum sem nú eru í gangi? „Með því að afnema verðtrygginguna værum við að búa til heilbrigðara og skynsamlegra umhverfi þegar kemur að þessari mikilvægu fjárfestingu. En það hefur hins vegar verið bent á að já, verðtryggðu lánin okkar, eins og við höfum sett þau upp gera það að verkum að fólk hefur getað tekið hærri lán en greiðslubyrðin per mánuð hefur verið lægri en á endanum borgarðu miklu meira yfir lánstímann,“ segir hún. Eygló segir að ríkið eigi að búa til hvata fyrir fólk að spara fyrir útborgun í íbúð og búa til fjármálaumhverfi þar sem er raunveruleg samkeppni sem komi til með að færa vaxtakjör nær því sem við þekkjum í öðrum löndum. Stjórnmálavísir Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira
Þrátt fyrir gagnrýni á húsnæðisfrumvörp stjórnvalda sem nú liggja fyrir í þinginu segist Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, þó bjartsýn á að málin nái fram að ganga. Þetta segir hún í nýjasta þætti Stjórnmálavísis. „Já. Við erum búin að vera að vinna að húsnæðismálum frá því að við tókum við,“ segir hún og bendir á að húsnæðismálin hefðu verið á tíu liða aðgerðaráætlun sem ríkisstjórnin lagði fram sem eitt af sínum fyrstu verkum. „Skuldaleiðréttingin fékk mesta athygli þar en í þeirri tillögu var líka það að við ættum að huga að framtíðarskipan húsnæðismála.“Félagslegi hlutinn undir „Við höfum verið að huga að íbúðareigendum og sjáum það að við höfum náð verulegum árangri að bæta stöðu þeirra sem eru með skuldir, við sjáum það að séreignasparnaðarleiðin, sem er hluti af skuldaleiðréttingunni, er að gera ungu fólki kleift að kaupa húsnæði, að byrja að spara fyrir húsnæði, og líka þeim sem eiga húsnæði að borga niður skuldir sínar hraðar og síðan það sem ég hef talað um að frumvörpin sem hafa snúist að mér og eru núna inn í velferðarnefnd alþingis eru sem sagt að huga að félagslega hluta húsnæðiskerfisins,“ segir Eygló. „Fólki sem er á leigumarkaðnum, fólki sem hefur oft minnst á milli handanna,“ segir hún og bætir við að einnig sé verið að huga að fötluðu fólki á húsnæðismarkaði,“ segir hún. „Við erum að huga að þeim hundruðum ef ekki þúsunda fjölskyldna sem eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá sveitarfélögunum og síðan erum við að segja það að það sé nauðsynlegt fyrir þá sem eru á almenna leigumarkaðnum fái verulega aukinn stuðning með breyttu húsnæðisbótakerfi.“Ekki eini höfundurinn Ráðherrann segir að málin hafi verið unnin í gífurlega miklu samráði og segir að stundum þyki henni skrýtið að tala um frumvarpið sem sitt. „Vegna þess að það eru svo margir sem eiga höfundarréttinn af þessu máli,“ segir hún. „Ég fékk tillögur sem voru unnar í miklu samráði, það voru yfir hundrað aðilar sem komu að þeirri vinnu,“ segir hún. „Þannig að frumvörpin sem ég er núna að leggja fram eru hluti af okkar sín, má segja sín samfélagsins, á hvernig við viljum hafa húsnæðismarkaðinn hérna.“ En á Eygló von á að frumvörpin taki miklum breytingum í þinginu? Hún segir að það sé lýðræðislegt hlutverk þingsins að kalla eftir umsögnum og bregðast við athugasemdum. „Heilt á litið hafa umsagnirnar sem komið hafa verið um þessi fjögur frumvörp sem eru núna inni í velferðarnefnd verið almennt jákvæðar. Hins vegar hafa líka komið ábendingar um það hvernig mætti skýra ákveðna hluta og skerpa á,“ segir hún og tekur dæmi um gagnlega ábendingu ríkisskattstjóra. „Þetta mun vonandi leiða til þess að við sjáum, eins og við tölum um í yfirlýsingunni, að á næstu fjórum árum munum við byggja allt að 2.300 nýjar íbúðir í nýju félagslegu leiguíbúðakerfi. Að leigjendur, sem hafa hæstan húsnæðiskostnað, fái aukinn stuðning og það muni þá draga úr hópi þeirra sem eru með verulegan húsnæðiskostnað,“ segir hún.Ekki ein lausn til Eygló segir að mörg atriði séu undir í þessum breytingum. „Það er ekki hægt að koma með eina lausn. Við kannski héldum svo oft að það væri bara einhver ein heildarlausn sem við gætum gripið til þegar kæmi að húsnæðismarkaðnum. en ég held við höfum lært það í aðdraganda hrunsins og af reynslu annarra þjóða að þú þarft að hafa fjölbreyttar lausnir fyrir öll þessi fjölbreyttu heimili,“ segir hún. Eygló vill hugsa málið til framtíðar og að móta þurfi „Við höfum ekki gert húsnæðisáætlanir hér á Íslandi. Við höfum verið með í lögum húsnæðisnefndir sem eiga að vera starfandi hjá sveitarfélögunum en þær hafa oft verið óvirkar. Við höldum jafnréttisþing en við höldum ekki húsnæðisþing,“ segir hún og kallar eftir meiri áætlanagerð í málaflokknum. „Og ekki líta þetta sem einhverskonar átaksverkefni, að það sé bara akkúrat núna næstu árin sem við þurfum að huga að húsnæðismarkaðnum heldur er þetta viðvarandi verkefni. Það koma alltaf nýjar fjölskyldur, nýjar kynslóðir, sem eru að kaupa sitt fyrsta húsnæði, eru að taka sín fyrstu skref í að búa í sjálfstæðri búsetu eftir að það flytur að heiman. Við erum með eldra fólkið okkar sem hefur farið í gegnum allan þennan feril en vill síðan fara að minka við sig og jafnvel búa þá nær fjölskyldu sinni, til þess að geta fengið stuðning,“ segir hún. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að horfa til í heild sinni.“Hvetja til sparnaðar Framsóknarflokkurinn hefur einnig lagt mikla áherslu að afnema verðtryggingu en það var meðal annars niðurstaða sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar sem forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins skipaði árið 2013 að afnám verðtryggingar myndi draga úr aðgengi tekjulágra og efnalítilla að lánsfé til íbúðafjárfestingar. Er verið að hugsa um þessi atriði í þeim hugmyndum sem nú eru í gangi? „Með því að afnema verðtrygginguna værum við að búa til heilbrigðara og skynsamlegra umhverfi þegar kemur að þessari mikilvægu fjárfestingu. En það hefur hins vegar verið bent á að já, verðtryggðu lánin okkar, eins og við höfum sett þau upp gera það að verkum að fólk hefur getað tekið hærri lán en greiðslubyrðin per mánuð hefur verið lægri en á endanum borgarðu miklu meira yfir lánstímann,“ segir hún. Eygló segir að ríkið eigi að búa til hvata fyrir fólk að spara fyrir útborgun í íbúð og búa til fjármálaumhverfi þar sem er raunveruleg samkeppni sem komi til með að færa vaxtakjör nær því sem við þekkjum í öðrum löndum.
Stjórnmálavísir Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira