Skúffufé ráðherra: Sjáðu í hvað ráðherrar veita fé Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2016 09:30 Ráðherrarnir sem svöruðu fyrirspurn fréttastofu. Vísir Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á kjörtímabilinu varið tugum milljóna í ýmis verkefni með svokölluðu skúffufé sínu. Á fjárlögum ársins í ár eru 40 milljónir króna til ráðstöfunar úr skúffufé ráðuneytanna en engar samræmdar reglur eru um úthlutanir úr þessum safnlið. Ragnheiður Elín Árnadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, styrkti árið 2013 ballettakademíu í Reykjanesbæ um hálfa milljón án þess að fyrir lægi eitthvert sérstakt verkefni sem akademían vann að. Einnig styrkti hún einkahlutafélagið Bioeffect í Grindavík um hálfa milljón króna vegna komu kínverskra sjónvarpsmanna til landsins.Brynhildur PétursdóttirBrynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir úthlutanirnar verða að liggja fyrir, fyrirkomulagið verði að vera gegnsætt og jafnræðis gætt. „Það er í sjálfu sér eðlilegt að ráðherrar hafi einhverja fjármuni til að bregðast við óvæntum atburðum, en þá þurfa úthlutanir af skúffufé að liggja fyrir á heimasíðum ráðuneytanna,“ segir Brynhildur. „Þegar lög um opinber fjármál eru að fullu komin til framkvæmda munu ráðherrar hins vegar hafa meira svigrúm í sínum fjárheimildum, jafnvel varasjóð, og þá sé ég ekki rök fyrir þessu svokallaða skúffufé lengur.“ Þá hafa báðir ráðherrar Suðurkjördæmis, Ragnheiður Elín og Sigurður Ingi Jóhannsson, styrkt karlakórinn í Keflavík og Sigurður Ingi styrkti einnig kirkjukórastarf í uppsveitum Árnessýslu.Aðeins forsætisráðuneytið hefur sett sér reglur um úthlutun af skúffufé ráðuneytisins. Visir/GVAEinnig hafa ráðherrar styrkt útgáfu bóka, kvikmyndagerð, hljóðritun laga svo eitthvað sé talið. Aðeins einn ráðherra, Eygló Harðardóttir, hefur gert það að reglu að birta á heimasíðu ráðuneytis síns í hvað þessir fjármunir fara. Hægt er að skoða úthlutanir hennar á þessu kjörtímabili. Aðrir ráðherrar gera þessar úthlutanir ekki opinberar og þarf því að kalla eftir þeim upplýsingum. „Það er til fyrirmyndar að ráðherra skuli birta upplýsingarnar opinberlega og mætti vera öðrum til eftirbreytni,“ segir Brynhildur. Sumir ráðherrar nýta fjármagnið sem þeir fá í ráðstöfunarfé ráðherra eingöngu í málefni innan síns málefnasviðs. Til að mynda eru engar úthlutanir Kristjáns Þórs Júlíussonar sem hægt er að túlka út fyrir svið heilbrigðisráðuneytisins. Tvö ráðuneyti ekki svarað beiðni fréttastofu Fréttastofa hefur fengið upplýsingar um skúffufé átta ráðherra í ríkissstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Enn hafa svör við fyrirspurn fréttastofu 365 ekki borist frá innanríkisráðuneyti Ólafar Nordal, fyrrum ráðuneyti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og mennta- og menningarmálaráðuneyti Illuga Gunnarssonar. Í hvað fer skúffufé ráðherra?Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum upplýsingum um hvert ráðstöfunarfé ráðherra hefur farið á þessu kjörtímabili. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hafa útdeilt fæstu styrkjunum á kjörtímabilinu það sem af er. Hinsvegar hefur Bjarni útdeilt hæsta einstaka styrknum, rúmum þremur milljónum króna, til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands vegna niðurfellingar á innflutningsgjöldum af bifreið sem þeir fluttu inn. Kvikmyndagerð virðist heilla ráðherra ef marka má úthlutanir þeirra til kvikmyndagerðar eða tengdum greinum. Tveir fyrrum þingmenn hafa til að mynda fengið úthlutað úr skúffufé ráðherra til að standa straum að kvikmyndum á einhvern hátt. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að Árni Johnsen hafi fengið greitt frá tveimur ráðuneytum fyrir kvikmyndagerð á Grænlandi. Hið rétta er að ráðuneytin eru í reynd þrjú því að Árni fékk einnig greitt úr umhverfisráðuneytinu fyrir sama verkefni. Einnig fékk Jónína Bjartmarz, fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins, greitt af skúffufé umvherfis- og auðlindaráðherra, fyrir að sýna myndina INUK á Íslandi. Ari Trausti Guðmundsson hefur einnig fengið greitt frá fjölda ráðuneyta vegna heimildamynda um náttúru Íslands. Til að mynda hefur Ari Trausti fengið í tvígang greitt frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á þessu kjörtímabili. Kórastarf á Dalvík og Gídeonfélagið á ÍslandiSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur veitt alls 25 styrki í ráðherratíð sinni sem forsætisráðherra. Þar má nefna styrki til félagsins „Landsbyggðin lifi“, styrkir vegna afmælishátíðar Einars Ben sem og að veita styrk til hljóðritunar laga eftir sr. Bjarna Þorsteinssonar. Einnig hefur hann styrkt tónlistarhátíð í Mývatnssveit og grunnskóla Reyðarfjarðar vegna þátttöku í erlendri hönnunarkeppni. Einnig sá Forsætisráðherra sér fært að afgreiða þann 16. desember síðastliðinn, 150 þúsund króna rekstrarstyrk til Gídeonfélagsins á Íslandi. Forsætisráðuneytið er eitt þeirra ráðuneyta sem hefur úr lægstu fjárhæðunum að spila þegar kemur að ráðstöfunarfé ráðherra.Skúffufé-SigmundurCreate your own infographicsHeilbrigðisráðherra innan málaflokks Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur veitt úr ráðuneyti sínu fjölda styrkja. Þó er gegnumgangandi í útdeilingu á ráðstöfunarfé ráðherrans að allir styrkir renna til málefna á sviði heilbrigðismála að einhverju leyti. Eru því þessar styrkveitingar nokkuð frábrugðnar því sem tiðkast hefur síðustu ár. Frá upphafi kjörtímabilsins hefur heilbrigðisráðherra veitt um átta milljónum af þessum lið fjárlaga. Meðal þess sem heilbrigðisráðherra hefur styrkt eru félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna, Líf styrktarfélag og félag heyrnarlausra.Skúffufé-Kristján ÞórCreate your own infographicsAllt uppi á borðum Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðehrra, er eini ráðherra þessarar ríkisstjórnar sem birtir opinberlega á heimasíðu ráðuneytisins hverjir fá styrk af ráðstöfunarfé ráðherra. Er það til eftirbreytni að ráðherrar sýni það með gagnsæjum hætti hvernig fjármunum almennings er varið. Líkt og hjá Kristjáni Þór eru úthlutanir félags- og húsnæðismálaráðherra nánast einvörðungu til málefna innan sviðs ráðuneytisins. Skúffufé EyglóCreate your own infographicsBallett á Ásbrú og líftæknifyrirtæki í Grindavík Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefur nýtt fjármagnið sem hún hefur á milli handanna meðal annars til að styrkja líftæknifyrirtæki í Grindavík um hálfa milljóin króna vegna komu kínverskra sjónvarpsmanna til fyrirtækisins. Einnig hefur hún styrkt ballettskóla á ásbrú í Reykjanesbæ um hálfa milljón króna. Einnig styrkti hún uppsetningu íslensku óperunnar um sömu upphæð, hálfa milljón króna, en höfundur verksins, sem heitir Ragnheiður, er Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður af Suðurnesjum. Einnig styrkti Ragnheiður Elín karlakórasarf í Keflavík um 200 þúsund krónur. Ragnheiður Elín er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmisins og oddviti Sjálfstæðisflokksins. Hún er búsett á Suðurnesjum.Skúffufé RagnheiðurCreate your own infographicsSkákmeistari frá Úganda og Skotta ehf. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur veitt styrki til Árna Johnsen vegna kvikmyndagerðar sem og að í tvígang hefur Skotta ehf, í eigu Árna Gunnarssonar, fengið styrk til kvikmyndagarðar af einhverju tagi. Einnig veitti utanríkisráðherra Skáksambandi Íslands styrk vegna komu skákmeistara frá Úganda til Íslands árið 2014 í tengslum við Reykjavíkurskákmótið. Þá fékk Lions Hreyfingin rúma hálfa milljón króna vegna framboðs Íslendings til alþjóðaforseta Lions hreyfingarinnar. Skúffufé-Gunnar BragiCreate your own infographicsFæstu styrkirnir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur veitt fæsta styrki. Hann hefur hinsvegar veitt hæsta styrkinn af skúffufé ráðherra. Hann styrkti Íþróttasamband Íslands um rúmar þrjár milljónir til að fella niður innflutningsgjöld á bifreiðsem sambandið flutti inn árið 2013. Þá styrkti Bjarni Benediktsson útgáfu Sverris Stormssker um veglega fjárhæð. Skúffufé BjarniCreate your own infographicsKórastarf í Árnessýslu og fjárrétt í Skaftholtstungum Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra hefur styrkt karlakór Keflavíkur sem og að styrkja kórastarf í uppsveitum Árnessýslu. Einnig hefur hann styrkt Filmsýn, einkahlutafélag á Selfossi, til kvikmyndagerðar um Sigurð Pálsson á Baugsstöðum. Sigurður styrkti líka Hveragerðisbæ vegna blómadaga og vini Skaftholtsréttar um hálfa milljón til að byggja upp gamla hlaðna fjárrétt í Gnúpverjahreppi. Einnig hefur hann bæði styrkt Árna Johnsen til kvikmyndagerðar sem og Skottu ehf, í eigu fyrrum varaþingmanns Framsóknarflokksins. skúffufé Sigurður IngiCreate your own infographicsFyrrum ráðherra Framsóknar meðal styrkþega Jónína Bjartmarz, fyrrum umvherfisráðherra Framsóknarflokksins, fékk styrk frá umhverfisráðherra á þessu kjörtímabili til að sýna grænlenska mynd hér á landi að nafni INUK. Einnig hefur Árni Johnsen fengið greitt frá ráðuneytinu vegna kvikmyndagerðar. Ari trausti Guðmundsson hefur einnig fengið tvo styrki á þessu ári úr umhverfisráðuneytinu til að standa straum af kostnaði við heimildamyndagerð sína. skúffufé SigrúnCreate your own infographicsIllugi svararÞegar þessi frétt hafði verið farin í loftið svaraði mennta- og menningarmálaráðuneyti fyrirspurn fréttastofu 365. Hér á eftir fer listinn yfir úthlutun ráðherrans á þesu kjörtímabili. Samanlagt hefur Illugi Gunnarsson veitt rúmum þrettán milljónum af skúffufé sínu á kjörtímabilinu. Skúffufé-IllugiCreate your own infographicsInnanríkisráðherra svararÓlöf Nordal og Hanna Birna Kristjánsdóttir hafa samanlagt varið um 16.5 milljónum króna af skúffufé sínu til hinna ýmsu málefna. Félag íslenskra bifreiðaeigenda fékk til að mynda 1.5 milljóna króna styrk úr skúffufénu og Hjördís Svan fékk eina milljón króna vegna baráttu hennar fyrir börnum sínum. Þá fékk Gídeonfélagið einnig 200 þúsund króna styrk frá Ólöfu Nordal. skúffufé innanríkisráðherraCreate your own infographics Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á kjörtímabilinu varið tugum milljóna í ýmis verkefni með svokölluðu skúffufé sínu. Á fjárlögum ársins í ár eru 40 milljónir króna til ráðstöfunar úr skúffufé ráðuneytanna en engar samræmdar reglur eru um úthlutanir úr þessum safnlið. Ragnheiður Elín Árnadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, styrkti árið 2013 ballettakademíu í Reykjanesbæ um hálfa milljón án þess að fyrir lægi eitthvert sérstakt verkefni sem akademían vann að. Einnig styrkti hún einkahlutafélagið Bioeffect í Grindavík um hálfa milljón króna vegna komu kínverskra sjónvarpsmanna til landsins.Brynhildur PétursdóttirBrynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir úthlutanirnar verða að liggja fyrir, fyrirkomulagið verði að vera gegnsætt og jafnræðis gætt. „Það er í sjálfu sér eðlilegt að ráðherrar hafi einhverja fjármuni til að bregðast við óvæntum atburðum, en þá þurfa úthlutanir af skúffufé að liggja fyrir á heimasíðum ráðuneytanna,“ segir Brynhildur. „Þegar lög um opinber fjármál eru að fullu komin til framkvæmda munu ráðherrar hins vegar hafa meira svigrúm í sínum fjárheimildum, jafnvel varasjóð, og þá sé ég ekki rök fyrir þessu svokallaða skúffufé lengur.“ Þá hafa báðir ráðherrar Suðurkjördæmis, Ragnheiður Elín og Sigurður Ingi Jóhannsson, styrkt karlakórinn í Keflavík og Sigurður Ingi styrkti einnig kirkjukórastarf í uppsveitum Árnessýslu.Aðeins forsætisráðuneytið hefur sett sér reglur um úthlutun af skúffufé ráðuneytisins. Visir/GVAEinnig hafa ráðherrar styrkt útgáfu bóka, kvikmyndagerð, hljóðritun laga svo eitthvað sé talið. Aðeins einn ráðherra, Eygló Harðardóttir, hefur gert það að reglu að birta á heimasíðu ráðuneytis síns í hvað þessir fjármunir fara. Hægt er að skoða úthlutanir hennar á þessu kjörtímabili. Aðrir ráðherrar gera þessar úthlutanir ekki opinberar og þarf því að kalla eftir þeim upplýsingum. „Það er til fyrirmyndar að ráðherra skuli birta upplýsingarnar opinberlega og mætti vera öðrum til eftirbreytni,“ segir Brynhildur. Sumir ráðherrar nýta fjármagnið sem þeir fá í ráðstöfunarfé ráðherra eingöngu í málefni innan síns málefnasviðs. Til að mynda eru engar úthlutanir Kristjáns Þórs Júlíussonar sem hægt er að túlka út fyrir svið heilbrigðisráðuneytisins. Tvö ráðuneyti ekki svarað beiðni fréttastofu Fréttastofa hefur fengið upplýsingar um skúffufé átta ráðherra í ríkissstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Enn hafa svör við fyrirspurn fréttastofu 365 ekki borist frá innanríkisráðuneyti Ólafar Nordal, fyrrum ráðuneyti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og mennta- og menningarmálaráðuneyti Illuga Gunnarssonar. Í hvað fer skúffufé ráðherra?Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum upplýsingum um hvert ráðstöfunarfé ráðherra hefur farið á þessu kjörtímabili. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hafa útdeilt fæstu styrkjunum á kjörtímabilinu það sem af er. Hinsvegar hefur Bjarni útdeilt hæsta einstaka styrknum, rúmum þremur milljónum króna, til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands vegna niðurfellingar á innflutningsgjöldum af bifreið sem þeir fluttu inn. Kvikmyndagerð virðist heilla ráðherra ef marka má úthlutanir þeirra til kvikmyndagerðar eða tengdum greinum. Tveir fyrrum þingmenn hafa til að mynda fengið úthlutað úr skúffufé ráðherra til að standa straum að kvikmyndum á einhvern hátt. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að Árni Johnsen hafi fengið greitt frá tveimur ráðuneytum fyrir kvikmyndagerð á Grænlandi. Hið rétta er að ráðuneytin eru í reynd þrjú því að Árni fékk einnig greitt úr umhverfisráðuneytinu fyrir sama verkefni. Einnig fékk Jónína Bjartmarz, fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins, greitt af skúffufé umvherfis- og auðlindaráðherra, fyrir að sýna myndina INUK á Íslandi. Ari Trausti Guðmundsson hefur einnig fengið greitt frá fjölda ráðuneyta vegna heimildamynda um náttúru Íslands. Til að mynda hefur Ari Trausti fengið í tvígang greitt frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á þessu kjörtímabili. Kórastarf á Dalvík og Gídeonfélagið á ÍslandiSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur veitt alls 25 styrki í ráðherratíð sinni sem forsætisráðherra. Þar má nefna styrki til félagsins „Landsbyggðin lifi“, styrkir vegna afmælishátíðar Einars Ben sem og að veita styrk til hljóðritunar laga eftir sr. Bjarna Þorsteinssonar. Einnig hefur hann styrkt tónlistarhátíð í Mývatnssveit og grunnskóla Reyðarfjarðar vegna þátttöku í erlendri hönnunarkeppni. Einnig sá Forsætisráðherra sér fært að afgreiða þann 16. desember síðastliðinn, 150 þúsund króna rekstrarstyrk til Gídeonfélagsins á Íslandi. Forsætisráðuneytið er eitt þeirra ráðuneyta sem hefur úr lægstu fjárhæðunum að spila þegar kemur að ráðstöfunarfé ráðherra.Skúffufé-SigmundurCreate your own infographicsHeilbrigðisráðherra innan málaflokks Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur veitt úr ráðuneyti sínu fjölda styrkja. Þó er gegnumgangandi í útdeilingu á ráðstöfunarfé ráðherrans að allir styrkir renna til málefna á sviði heilbrigðismála að einhverju leyti. Eru því þessar styrkveitingar nokkuð frábrugðnar því sem tiðkast hefur síðustu ár. Frá upphafi kjörtímabilsins hefur heilbrigðisráðherra veitt um átta milljónum af þessum lið fjárlaga. Meðal þess sem heilbrigðisráðherra hefur styrkt eru félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna, Líf styrktarfélag og félag heyrnarlausra.Skúffufé-Kristján ÞórCreate your own infographicsAllt uppi á borðum Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðehrra, er eini ráðherra þessarar ríkisstjórnar sem birtir opinberlega á heimasíðu ráðuneytisins hverjir fá styrk af ráðstöfunarfé ráðherra. Er það til eftirbreytni að ráðherrar sýni það með gagnsæjum hætti hvernig fjármunum almennings er varið. Líkt og hjá Kristjáni Þór eru úthlutanir félags- og húsnæðismálaráðherra nánast einvörðungu til málefna innan sviðs ráðuneytisins. Skúffufé EyglóCreate your own infographicsBallett á Ásbrú og líftæknifyrirtæki í Grindavík Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefur nýtt fjármagnið sem hún hefur á milli handanna meðal annars til að styrkja líftæknifyrirtæki í Grindavík um hálfa milljóin króna vegna komu kínverskra sjónvarpsmanna til fyrirtækisins. Einnig hefur hún styrkt ballettskóla á ásbrú í Reykjanesbæ um hálfa milljón króna. Einnig styrkti hún uppsetningu íslensku óperunnar um sömu upphæð, hálfa milljón króna, en höfundur verksins, sem heitir Ragnheiður, er Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður af Suðurnesjum. Einnig styrkti Ragnheiður Elín karlakórasarf í Keflavík um 200 þúsund krónur. Ragnheiður Elín er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmisins og oddviti Sjálfstæðisflokksins. Hún er búsett á Suðurnesjum.Skúffufé RagnheiðurCreate your own infographicsSkákmeistari frá Úganda og Skotta ehf. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur veitt styrki til Árna Johnsen vegna kvikmyndagerðar sem og að í tvígang hefur Skotta ehf, í eigu Árna Gunnarssonar, fengið styrk til kvikmyndagarðar af einhverju tagi. Einnig veitti utanríkisráðherra Skáksambandi Íslands styrk vegna komu skákmeistara frá Úganda til Íslands árið 2014 í tengslum við Reykjavíkurskákmótið. Þá fékk Lions Hreyfingin rúma hálfa milljón króna vegna framboðs Íslendings til alþjóðaforseta Lions hreyfingarinnar. Skúffufé-Gunnar BragiCreate your own infographicsFæstu styrkirnir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur veitt fæsta styrki. Hann hefur hinsvegar veitt hæsta styrkinn af skúffufé ráðherra. Hann styrkti Íþróttasamband Íslands um rúmar þrjár milljónir til að fella niður innflutningsgjöld á bifreiðsem sambandið flutti inn árið 2013. Þá styrkti Bjarni Benediktsson útgáfu Sverris Stormssker um veglega fjárhæð. Skúffufé BjarniCreate your own infographicsKórastarf í Árnessýslu og fjárrétt í Skaftholtstungum Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra hefur styrkt karlakór Keflavíkur sem og að styrkja kórastarf í uppsveitum Árnessýslu. Einnig hefur hann styrkt Filmsýn, einkahlutafélag á Selfossi, til kvikmyndagerðar um Sigurð Pálsson á Baugsstöðum. Sigurður styrkti líka Hveragerðisbæ vegna blómadaga og vini Skaftholtsréttar um hálfa milljón til að byggja upp gamla hlaðna fjárrétt í Gnúpverjahreppi. Einnig hefur hann bæði styrkt Árna Johnsen til kvikmyndagerðar sem og Skottu ehf, í eigu fyrrum varaþingmanns Framsóknarflokksins. skúffufé Sigurður IngiCreate your own infographicsFyrrum ráðherra Framsóknar meðal styrkþega Jónína Bjartmarz, fyrrum umvherfisráðherra Framsóknarflokksins, fékk styrk frá umhverfisráðherra á þessu kjörtímabili til að sýna grænlenska mynd hér á landi að nafni INUK. Einnig hefur Árni Johnsen fengið greitt frá ráðuneytinu vegna kvikmyndagerðar. Ari trausti Guðmundsson hefur einnig fengið tvo styrki á þessu ári úr umhverfisráðuneytinu til að standa straum af kostnaði við heimildamyndagerð sína. skúffufé SigrúnCreate your own infographicsIllugi svararÞegar þessi frétt hafði verið farin í loftið svaraði mennta- og menningarmálaráðuneyti fyrirspurn fréttastofu 365. Hér á eftir fer listinn yfir úthlutun ráðherrans á þesu kjörtímabili. Samanlagt hefur Illugi Gunnarsson veitt rúmum þrettán milljónum af skúffufé sínu á kjörtímabilinu. Skúffufé-IllugiCreate your own infographicsInnanríkisráðherra svararÓlöf Nordal og Hanna Birna Kristjánsdóttir hafa samanlagt varið um 16.5 milljónum króna af skúffufé sínu til hinna ýmsu málefna. Félag íslenskra bifreiðaeigenda fékk til að mynda 1.5 milljóna króna styrk úr skúffufénu og Hjördís Svan fékk eina milljón króna vegna baráttu hennar fyrir börnum sínum. Þá fékk Gídeonfélagið einnig 200 þúsund króna styrk frá Ólöfu Nordal. skúffufé innanríkisráðherraCreate your own infographics
Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira