Ólöf Nordal segist ekki eiga eða hafa átt hlut í aflandsfélögum í skattaskjólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2016 20:50 Ólöf Nördal innanríkisráðherra segir að hvorki hún né eiginmaður sinn eigi eða hafi átt hlut í fjárfestingar eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru í löndum sem talin er vera skattaskjól. Nöfn þeirra eru á lista yfir ráðherra og áhrifamenn í íslensku samfélagi sem tengjast aflandsfélögum í skattaskýrslu. Ólöf sendi frá sér í kvöld yfirlýsingu, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórninni, þar á meðal Ólöf, voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumÍ henni segir að eiginmaður Ólafar, Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu Alcoa, hafi árið 2006 leitað ráðgjafar hjá Landsbankanum varðandi fjármál og kaupréttarsamninga sem voru hluti af starfskjörum hans. Lögðu ráðgjafar Landsbankans til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag, Dooley Securites. Félagið var stofnað og var Landsbankinn í Lúxemborg skráður eigandi þess. Fengu Tómas og Ólöf umboð á félagið. Segir Ólöf að það sé skýring þess að nöfn þeirra séu á listanum sem um ræðir. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúareyjunum, þekktu skattaskjóli.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumJafnframt segir Ólöf að aðstæður hafi breyst og aldrei hafi komið til þess að Tómas tæki yfir félagið eða nýtt það til fjárfestinga. Segir Ólöf að þetta hafi átt sér stað áður en að hún tók sæti á þingi og hafi öll áform um félagið vera aflögð þegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.Yfirlýsingu Ólafar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna frétta: Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð...Posted by Ólöf Nordal on Tuesday, 29 March 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Ólöf Nördal innanríkisráðherra segir að hvorki hún né eiginmaður sinn eigi eða hafi átt hlut í fjárfestingar eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru í löndum sem talin er vera skattaskjól. Nöfn þeirra eru á lista yfir ráðherra og áhrifamenn í íslensku samfélagi sem tengjast aflandsfélögum í skattaskýrslu. Ólöf sendi frá sér í kvöld yfirlýsingu, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórninni, þar á meðal Ólöf, voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumÍ henni segir að eiginmaður Ólafar, Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu Alcoa, hafi árið 2006 leitað ráðgjafar hjá Landsbankanum varðandi fjármál og kaupréttarsamninga sem voru hluti af starfskjörum hans. Lögðu ráðgjafar Landsbankans til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag, Dooley Securites. Félagið var stofnað og var Landsbankinn í Lúxemborg skráður eigandi þess. Fengu Tómas og Ólöf umboð á félagið. Segir Ólöf að það sé skýring þess að nöfn þeirra séu á listanum sem um ræðir. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúareyjunum, þekktu skattaskjóli.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumJafnframt segir Ólöf að aðstæður hafi breyst og aldrei hafi komið til þess að Tómas tæki yfir félagið eða nýtt það til fjárfestinga. Segir Ólöf að þetta hafi átt sér stað áður en að hún tók sæti á þingi og hafi öll áform um félagið vera aflögð þegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.Yfirlýsingu Ólafar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna frétta: Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð...Posted by Ólöf Nordal on Tuesday, 29 March 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08