Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf: "Þurfum í sameiningu að takast á við þessa alvarlegu stöðu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2016 10:26 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mætti til Íslands í morgun ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff eftir næturlag frá Bandaríkjunum. Sveinn Arnarsson, fréttamaður 365 miðla, ræddi við forsetann í flugstöðinni í Keflavík í morgun.Viðtalið í heild verður spilað í aukafréttatíma Stöðvar 2 klukkan 12 á hádegi á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Fréttatíminn verður einnig í beinni útsendingu hér á Vísi og hægt er að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan. Ólafur Ragnar var meðal annars spurður að því hvort hann teldi stöðuna sem upp er kominn í íslensku samfélagi alvarlega. „Það þarf ekki mikla kunnáttu til að svara því játandi,“ sagði Ólafur Ragnar.Alvarleg staða blasir við „Þegar einstaklega mikill fjöldi fólks mætir á Austurvöll og fundum Alþingis er frestað og fundum ríkisstjórnar líka þá held ég að blasi við öllum, ekki bara forsetanum heldur hverjum og einum íslendingi, að við þurfum í sameiningu að takast á við þessa alvarlegu stöðu.“ Reiknað er með því að Ólafur Ragnar ræði við ráðherra í dag en fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kom einnig til landsins í morgun. Heimferð hans frá Bandaríkjunum frestaðist um sólarhring og missti hann fyrir vikið af þingfundi í gær. „Ég mun eiga samtöl og viðtöl í dag og vinna úr því þegar við erum komin til Bessastaða,“ segir Ólafur Ragnar. Í fréttatímanum verður einnig fjallað um þá upplausn sem ríkir í ríkisstjórninni vegna Panama-lekans. Varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir ríkisstjórnina nú ganga í gegnum alvarlegustu kreppuna á ferli sínum.Uppfært klukkan 11.23: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að forsetinn myndi funda með formönnunum ríkisstjórnarflokkanna í dag. Það hefur verið leiðrétt. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46 Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mætti til Íslands í morgun ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff eftir næturlag frá Bandaríkjunum. Sveinn Arnarsson, fréttamaður 365 miðla, ræddi við forsetann í flugstöðinni í Keflavík í morgun.Viðtalið í heild verður spilað í aukafréttatíma Stöðvar 2 klukkan 12 á hádegi á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Fréttatíminn verður einnig í beinni útsendingu hér á Vísi og hægt er að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan. Ólafur Ragnar var meðal annars spurður að því hvort hann teldi stöðuna sem upp er kominn í íslensku samfélagi alvarlega. „Það þarf ekki mikla kunnáttu til að svara því játandi,“ sagði Ólafur Ragnar.Alvarleg staða blasir við „Þegar einstaklega mikill fjöldi fólks mætir á Austurvöll og fundum Alþingis er frestað og fundum ríkisstjórnar líka þá held ég að blasi við öllum, ekki bara forsetanum heldur hverjum og einum íslendingi, að við þurfum í sameiningu að takast á við þessa alvarlegu stöðu.“ Reiknað er með því að Ólafur Ragnar ræði við ráðherra í dag en fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kom einnig til landsins í morgun. Heimferð hans frá Bandaríkjunum frestaðist um sólarhring og missti hann fyrir vikið af þingfundi í gær. „Ég mun eiga samtöl og viðtöl í dag og vinna úr því þegar við erum komin til Bessastaða,“ segir Ólafur Ragnar. Í fréttatímanum verður einnig fjallað um þá upplausn sem ríkir í ríkisstjórninni vegna Panama-lekans. Varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir ríkisstjórnina nú ganga í gegnum alvarlegustu kreppuna á ferli sínum.Uppfært klukkan 11.23: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að forsetinn myndi funda með formönnunum ríkisstjórnarflokkanna í dag. Það hefur verið leiðrétt.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46 Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30
Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46
Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00