Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 14:50 Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. Í henni segir að Heimdallur muni ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs enda sé alvarleiki málsins slíkur að honum er ekki sætt á stóli forsætisráðherra. „Ekki kemur annað til greina en Sigmundur Davíð segi af sér embætti. Hann hefur nú þegar stórskaðað íslenska hagsmuni. Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.“ Í yfirlýsingu Heimdallar er ekkert minnst á formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, en hann átti einnig fjármuni í aflandsfélagi. Í umfjöllun Kastljóss í gær var greint frá því að félagið hafi ekki verið afskráð að fullu árið 2012. Í viðtali við mbl.is í dag segir Bjarni ekki kunna skýringar á því enda hafi hann ekki séð nein gögn um það. Þá er heldur ekkert minnst á Ólöfu Nordal, varaformann flokksins, eða Júlíus Vífil Ingvarsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en fram hefur komið að þau hafi bæði tengst aflandsfélögum. Þannig á Júlíus Vífill vörslusjóð sem skráður er á Panama en Júlíus hefur sagt að sjóðurinn hafi verið stofnaður sem eftirlaunasjóður. Í samtali við Vísi segir Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, að þessir þrír sjálfstæðismenn þurfi að skýra sín mál betur fyrir þjóðinni. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. Í henni segir að Heimdallur muni ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs enda sé alvarleiki málsins slíkur að honum er ekki sætt á stóli forsætisráðherra. „Ekki kemur annað til greina en Sigmundur Davíð segi af sér embætti. Hann hefur nú þegar stórskaðað íslenska hagsmuni. Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.“ Í yfirlýsingu Heimdallar er ekkert minnst á formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, en hann átti einnig fjármuni í aflandsfélagi. Í umfjöllun Kastljóss í gær var greint frá því að félagið hafi ekki verið afskráð að fullu árið 2012. Í viðtali við mbl.is í dag segir Bjarni ekki kunna skýringar á því enda hafi hann ekki séð nein gögn um það. Þá er heldur ekkert minnst á Ólöfu Nordal, varaformann flokksins, eða Júlíus Vífil Ingvarsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en fram hefur komið að þau hafi bæði tengst aflandsfélögum. Þannig á Júlíus Vífill vörslusjóð sem skráður er á Panama en Júlíus hefur sagt að sjóðurinn hafi verið stofnaður sem eftirlaunasjóður. Í samtali við Vísi segir Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, að þessir þrír sjálfstæðismenn þurfi að skýra sín mál betur fyrir þjóðinni.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48