Halla: Forseti sem hefur setið í tuttugu ár á ekki að velja eftirmann sinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2016 19:22 Halla Tómasdóttir í myndveri hjá Birni Inga. vísir/anton „Ég held að það sé ekki rétt að einhver sem hefur setið í forsetastóli í tuttugu ár eigi að velja hverjir uppfylla skilyrði til að taka við af honum. Ólafur hefur staðið sig vel en ég er þeirrar skoðunar að það vanti ekki forseta fortíðar heldur forseta með framtíðarsýn,“ sagði Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forsetaframfjóðandi, í Eyjunni á Stöð 2. Halla mætti í þáttinn ásamt Andra Snæ Magnasyni og ræddi þar við Björn Inga Hrafnsson um forsetaembættið, hennar sýn á það og hvernig hefði þótt kosningabaráttan hafa gengið hingað til. „Ég hef, líkt og Andri, farið um allt land og hitt marga. Það er alveg sama hvert ég kem alltaf talar fólk um það sama. Það talar um neikvætt andrúmsloft og vanlíðan.“ Halla telur að þeir hlutir séu afleiðingar hrunsins en það hafi ekki síður verið andlegt heldur en efnahagslegt. Til að græða þessi sár þurfi allir íbúar landsins að taka höndum saman og vera til fyrirmyndar því „samfélag sem þrífst á ofbeldi, einelti og rætni lætur öllum líða illa.“ „Ég hef starfað með fólki alla mína tíð. Einstaklingur sem verður fyrir einelti eða ofbeldi, þú veist að slík manneskja mun ekki ná að blómstra. Samfélagið er eins. Samfélag undir álögum neikvæðni nær ekki að blómstra.“ Hún telur að við verðum að horfa til framtíðar, virða jafnrétti kynjanna í hvívetna, tala af virðingu um hvort annað og tryggja réttlátt samfélag sem gæti verið öðrum fyrirmynd.Hefur gert árin fyrir hrun upp Halla var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs frá árinu 2006 fram á haustmánuði 2007. Björn Ingi spurði Höllu meðal annars út í tillögur ráðsins frá þeim tíma er Halla var framkvæmdastjóri þeirra og þá hvort hún væri sammála öllu sem fram kom í þeim. Þar var meðal annars gert ráð fyrir auknum einkarekstri í grunnskólakerfinu. „Ég hef gert þennan tíma upp sjálf prívat og persónulega,“ sagði Halla. Hún bætti því við að hún hefði aldrei verið sammála þeim fyrirtækjum og félögum sem hún starfaði hjá í einu og öllu. Það hefði átt við jafnt „þá sem nú“. Hún hafi hins vegar lært mikið á þessum tíma. „Mér líkaði ekki margt það sem ég sá þarna og árið 2007 stofnaði ég fyrirtæki á grundvelli annarra gilda sem vakti athygli um allan heim.“ Halla telur að við höfum ekki lært nóg af hruninu og margt virðist vera áþekkt því andrúmslofti sem þá var uppi. „Fólk þurfti ekki að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna,“ sagði forsetaframbjóðandinn. Hún benti á að menn, sem hefðu verið á himinháum launum því þeir áttu að bera ábyrgð, hafi flúið frá skyldum sínum þegar fór að halla undan fæti. Á endanum hafi þeir ekki borið nægilega ábyrgð. „Við þurfum að hafa hugrekki og bjartsýni að leiðarljósi og við eigum að stefna að því að vera fyrirmynd annarra. Hér er allt til staðar til að allir geti átt gott og gjöfult líf.“ Þá sagði hún að hún hefði ekki áhuga á því að setjast á þing ef hún næði ekki kjöri sem forseti. Þá telur hún að forseti eða forsetaframbjóðandi eigi ekki að hafa skoðun á því hvort kosningar verði í haust eða vor. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þúsund manns á dag þurfa að skipta um skoðun svo Davíð leggi Guðna að velli Guðni hefur 57 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnunum. Næstur kemur Davíð Oddsson með 22 prósent. 26. maí 2016 15:00 Halla, Guðni og Sturla hafa öll verið í harkinu Fyrstu þrír forsetaframbjóðendurnir sem kynntir eru til leiks í föstudagsviðtali Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að hafa þurft á einhverjum tímabili ævi sinnar að leggja hart að sér til að ná endum saman. 27. maí 2016 15:19 Halla telur að hlutirnir geti breyst mikið þegar samtal milli frambjóðenda hefst Hún hefur fulla trú á sínu framboði en hún mælist með 2,2 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR. 25. maí 2016 11:25 Andri Snær: Miður að þurfa að skapa núning til að fá umfjöllun Forsetaframbjóðendurnir Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir voru meðal gesta í Eyjunni. 29. maí 2016 18:37 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
„Ég held að það sé ekki rétt að einhver sem hefur setið í forsetastóli í tuttugu ár eigi að velja hverjir uppfylla skilyrði til að taka við af honum. Ólafur hefur staðið sig vel en ég er þeirrar skoðunar að það vanti ekki forseta fortíðar heldur forseta með framtíðarsýn,“ sagði Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forsetaframfjóðandi, í Eyjunni á Stöð 2. Halla mætti í þáttinn ásamt Andra Snæ Magnasyni og ræddi þar við Björn Inga Hrafnsson um forsetaembættið, hennar sýn á það og hvernig hefði þótt kosningabaráttan hafa gengið hingað til. „Ég hef, líkt og Andri, farið um allt land og hitt marga. Það er alveg sama hvert ég kem alltaf talar fólk um það sama. Það talar um neikvætt andrúmsloft og vanlíðan.“ Halla telur að þeir hlutir séu afleiðingar hrunsins en það hafi ekki síður verið andlegt heldur en efnahagslegt. Til að græða þessi sár þurfi allir íbúar landsins að taka höndum saman og vera til fyrirmyndar því „samfélag sem þrífst á ofbeldi, einelti og rætni lætur öllum líða illa.“ „Ég hef starfað með fólki alla mína tíð. Einstaklingur sem verður fyrir einelti eða ofbeldi, þú veist að slík manneskja mun ekki ná að blómstra. Samfélagið er eins. Samfélag undir álögum neikvæðni nær ekki að blómstra.“ Hún telur að við verðum að horfa til framtíðar, virða jafnrétti kynjanna í hvívetna, tala af virðingu um hvort annað og tryggja réttlátt samfélag sem gæti verið öðrum fyrirmynd.Hefur gert árin fyrir hrun upp Halla var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs frá árinu 2006 fram á haustmánuði 2007. Björn Ingi spurði Höllu meðal annars út í tillögur ráðsins frá þeim tíma er Halla var framkvæmdastjóri þeirra og þá hvort hún væri sammála öllu sem fram kom í þeim. Þar var meðal annars gert ráð fyrir auknum einkarekstri í grunnskólakerfinu. „Ég hef gert þennan tíma upp sjálf prívat og persónulega,“ sagði Halla. Hún bætti því við að hún hefði aldrei verið sammála þeim fyrirtækjum og félögum sem hún starfaði hjá í einu og öllu. Það hefði átt við jafnt „þá sem nú“. Hún hafi hins vegar lært mikið á þessum tíma. „Mér líkaði ekki margt það sem ég sá þarna og árið 2007 stofnaði ég fyrirtæki á grundvelli annarra gilda sem vakti athygli um allan heim.“ Halla telur að við höfum ekki lært nóg af hruninu og margt virðist vera áþekkt því andrúmslofti sem þá var uppi. „Fólk þurfti ekki að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna,“ sagði forsetaframbjóðandinn. Hún benti á að menn, sem hefðu verið á himinháum launum því þeir áttu að bera ábyrgð, hafi flúið frá skyldum sínum þegar fór að halla undan fæti. Á endanum hafi þeir ekki borið nægilega ábyrgð. „Við þurfum að hafa hugrekki og bjartsýni að leiðarljósi og við eigum að stefna að því að vera fyrirmynd annarra. Hér er allt til staðar til að allir geti átt gott og gjöfult líf.“ Þá sagði hún að hún hefði ekki áhuga á því að setjast á þing ef hún næði ekki kjöri sem forseti. Þá telur hún að forseti eða forsetaframbjóðandi eigi ekki að hafa skoðun á því hvort kosningar verði í haust eða vor.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þúsund manns á dag þurfa að skipta um skoðun svo Davíð leggi Guðna að velli Guðni hefur 57 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnunum. Næstur kemur Davíð Oddsson með 22 prósent. 26. maí 2016 15:00 Halla, Guðni og Sturla hafa öll verið í harkinu Fyrstu þrír forsetaframbjóðendurnir sem kynntir eru til leiks í föstudagsviðtali Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að hafa þurft á einhverjum tímabili ævi sinnar að leggja hart að sér til að ná endum saman. 27. maí 2016 15:19 Halla telur að hlutirnir geti breyst mikið þegar samtal milli frambjóðenda hefst Hún hefur fulla trú á sínu framboði en hún mælist með 2,2 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR. 25. maí 2016 11:25 Andri Snær: Miður að þurfa að skapa núning til að fá umfjöllun Forsetaframbjóðendurnir Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir voru meðal gesta í Eyjunni. 29. maí 2016 18:37 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Þúsund manns á dag þurfa að skipta um skoðun svo Davíð leggi Guðna að velli Guðni hefur 57 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnunum. Næstur kemur Davíð Oddsson með 22 prósent. 26. maí 2016 15:00
Halla, Guðni og Sturla hafa öll verið í harkinu Fyrstu þrír forsetaframbjóðendurnir sem kynntir eru til leiks í föstudagsviðtali Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að hafa þurft á einhverjum tímabili ævi sinnar að leggja hart að sér til að ná endum saman. 27. maí 2016 15:19
Halla telur að hlutirnir geti breyst mikið þegar samtal milli frambjóðenda hefst Hún hefur fulla trú á sínu framboði en hún mælist með 2,2 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR. 25. maí 2016 11:25
Andri Snær: Miður að þurfa að skapa núning til að fá umfjöllun Forsetaframbjóðendurnir Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir voru meðal gesta í Eyjunni. 29. maí 2016 18:37