Bjarna fagnað gríðarlega á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins: „Við ætlum að fara alla leið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2016 23:29 Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var fagnað gríðarlega þegar hann steig á svið á kosningavöku flokksins á Grand Hótel nú rétt um klukkan 23:15. Það má segja að formaðurinn hafi verið meyr yfir fagnaðarlátunum en fyrstu tölur úr öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi sýna flokkinn með 33,2 prósent fylgi á landsvísu. Er það mun meira en flokkurinn mældist með í skoðanakönnunum fyrir kosningar. „Ég get sagt ykkur það að frá því að við fyrst ákváðum að ganga til kosninga þá hef ég hlakkað til þess að fara út, hitta fólk, segja þeim frá því sem við höfum áorkað og hvað við ætlum að gera í framhaldinu og þetta er niðurstaðan,“ sagði Bjarni þegar hann ávarpaði flokksmenn. Hann þakkaði síðan sjálfstæðismönnum um land allt fyrir kosningabaráttuna seinustu vikur. „Þetta er svo innilega í samræmi við það sem við höfum alltaf haldið svo hátt á lofti að það að leggja á sig skilar árangri og að fylgja skýrri stefnu, stefnu sem hefur fylgt okkur frá upphafi, þá mun það skila uppskeru þegar upp er staðið.“ Bjarni bað síðan um að enn hærra yrði klappað fyrir öllum þeim sem höfðu lagt hönd á plóg í baráttunni. Þá var klappað gríðarlega mikið. „Við fórum inn í kosningarnar með slagorðið „Á réttri leið“ og nú er búið að loka kjörkössunum og við ætlum að fara alla leið!“Ræðu Bjarna í heild sinni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Sjá meira
Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var fagnað gríðarlega þegar hann steig á svið á kosningavöku flokksins á Grand Hótel nú rétt um klukkan 23:15. Það má segja að formaðurinn hafi verið meyr yfir fagnaðarlátunum en fyrstu tölur úr öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi sýna flokkinn með 33,2 prósent fylgi á landsvísu. Er það mun meira en flokkurinn mældist með í skoðanakönnunum fyrir kosningar. „Ég get sagt ykkur það að frá því að við fyrst ákváðum að ganga til kosninga þá hef ég hlakkað til þess að fara út, hitta fólk, segja þeim frá því sem við höfum áorkað og hvað við ætlum að gera í framhaldinu og þetta er niðurstaðan,“ sagði Bjarni þegar hann ávarpaði flokksmenn. Hann þakkaði síðan sjálfstæðismönnum um land allt fyrir kosningabaráttuna seinustu vikur. „Þetta er svo innilega í samræmi við það sem við höfum alltaf haldið svo hátt á lofti að það að leggja á sig skilar árangri og að fylgja skýrri stefnu, stefnu sem hefur fylgt okkur frá upphafi, þá mun það skila uppskeru þegar upp er staðið.“ Bjarni bað síðan um að enn hærra yrði klappað fyrir öllum þeim sem höfðu lagt hönd á plóg í baráttunni. Þá var klappað gríðarlega mikið. „Við fórum inn í kosningarnar með slagorðið „Á réttri leið“ og nú er búið að loka kjörkössunum og við ætlum að fara alla leið!“Ræðu Bjarna í heild sinni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Sjá meira
Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03