Bakþankar Norðmanna kosta Vegagerðina 600 milljónir króna Svavar Hávarðsson skrifar 24. október 2016 07:00 Smíði ferjunnar mun hefjast innan tíðar að öllu óbreyttu. mynd/vegagerðin Vegagerðin liggur nú yfir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, en norskt fyrirtæki sem átti upphaflega lægsta tilboðið í smíði ferjunnar dró tilboð sitt til baka. Áhrif þessa eru þau að kostnaður við smíðina verður nokkru hærri en áætlað var út frá lægstu tilboðum en tefur verkið ekki. Lægstu tilboðin hljóðuðu upp á 2,6 til 2,7 milljarða króna en það tilboð sem nú er talið vænlegast er upp á 3,2 milljarða króna. Upphaflega voru tilboð í nýja ferju opnuð um miðjan september og voru þau lægstu heilum 800 milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var um 3,5 milljarðar króna. Norska fyrirtækið Moskenesstraumen AS átti annað af lægstu tilboðunum en dró það til baka án þess að gefa fyrir því sérstakar ástæður. Annars vegar lutu tilboðin að smíði ferjunnar eingöngu en hins vegar að smíði hennar og rekstri til tólf ára. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru öll tilboð um smíði og rekstur óaðgengileg og þau hafa verið lögð til hliðar. Vegagerðin staðfestir að litið sé til tilboðs pólsks fyrirtækis – skipasmíðastöðvarinnar Crist SA – sem var það fimmta lægsta. Kínverskt fyrirtæki átti mun lægra tilboð – áþekkt því norska – en þegar tekinn hafði verið með í reikninginn fjarlægðarkostnaður, eftirlit og að koma skipinu til Íslands þá voru önnur tilboð hagstæðari. Munurinn á tilboði pólska fyrirtækisins og því lægsta er um 600 milljónir króna. Þegar það lá fyrir að norska fyrirtækið, sem átti hagstæðasta tilboðið, hafði fallið frá því á síðustu stundu var farin ferð út til að skoða pólsku skipasmíðastöðina til að meta tilboð fyrirtækisins til fullnustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Vegagerðin liggur nú yfir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, en norskt fyrirtæki sem átti upphaflega lægsta tilboðið í smíði ferjunnar dró tilboð sitt til baka. Áhrif þessa eru þau að kostnaður við smíðina verður nokkru hærri en áætlað var út frá lægstu tilboðum en tefur verkið ekki. Lægstu tilboðin hljóðuðu upp á 2,6 til 2,7 milljarða króna en það tilboð sem nú er talið vænlegast er upp á 3,2 milljarða króna. Upphaflega voru tilboð í nýja ferju opnuð um miðjan september og voru þau lægstu heilum 800 milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var um 3,5 milljarðar króna. Norska fyrirtækið Moskenesstraumen AS átti annað af lægstu tilboðunum en dró það til baka án þess að gefa fyrir því sérstakar ástæður. Annars vegar lutu tilboðin að smíði ferjunnar eingöngu en hins vegar að smíði hennar og rekstri til tólf ára. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru öll tilboð um smíði og rekstur óaðgengileg og þau hafa verið lögð til hliðar. Vegagerðin staðfestir að litið sé til tilboðs pólsks fyrirtækis – skipasmíðastöðvarinnar Crist SA – sem var það fimmta lægsta. Kínverskt fyrirtæki átti mun lægra tilboð – áþekkt því norska – en þegar tekinn hafði verið með í reikninginn fjarlægðarkostnaður, eftirlit og að koma skipinu til Íslands þá voru önnur tilboð hagstæðari. Munurinn á tilboði pólska fyrirtækisins og því lægsta er um 600 milljónir króna. Þegar það lá fyrir að norska fyrirtækið, sem átti hagstæðasta tilboðið, hafði fallið frá því á síðustu stundu var farin ferð út til að skoða pólsku skipasmíðastöðina til að meta tilboð fyrirtækisins til fullnustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sjá meira
Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18
Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45
Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45