HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2017 12:00 Rúnar Kárason verður í lykilhlutverki í Frakklandi. vísir/afp Rúnar Kárason, hægri skytta Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handbolta, er annar leikmaður íslenska landsliðsins sem er tekinn fyrir á tölfræðisíðunni HBStatz í aðdraganda heimsmeistaramótsins í handbolta sem hefst í næstu viku. HBStatz telur niður í mótið með því að birta tölfræðiupplýsingar um strákana okkar úr keppnisleikjum þeirra á síðasta ári en byrjað var á besta manni íslenska liðsins, Aroni Pálmarssyni, í gær. Tölfræði sýndi bersýnilega hversu mikilvægur Aron er íslenska landsliðinu. Aron er meiddur og tæpur fyrir HM en eins og kom fram í gær fer hann ekki með á æfingamótið í Danmörku vegna meiðslanna.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði En aftur að Rúnari. Stórskyttan úr Safamýrinni skoraði 18 mörk í sjö mótsleikjum á síðasta ári með íslenska landsliðinu eða 2,6 mörk í leik. Hann skoraði þrjú mörk að meðaltali í leik þremur sigrum íslenska liðsins en 2,25 mörk að meðaltali í fjórum tapleikjum Íslands á síðasta ári. Aftur á móti var skotnýting hans betri í tapleikjunum (53 prósent á móti 45 prósent). Rúnar skaut 37 sinnum á markið í landsleikjunum sjö á síðasta ári og skoraði augljóslega 18 sinnum eins og gefur að skilja. Hann skoraði úr 49 prósent skota sinna en tólf þeirra (32 prósent) voru varin af markvörðum mótherjanna og sjö skot eða 19 prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Einn helsti kosturinn við Rúnar á síðasta ári var að hann tapaði boltanum nánast aldrei. Skyttan skotfasta tapaði ekki nema tveimur boltum í sjö leikjum á síðasta ári eða 0,3 tapaðir boltar að meðaltali í leik sem er mjög gott. Í varnarleiknum átti Rúnar sjö löglegar stöðvanir (þegar mótherji er stöðvaður og aðeins fríkast er dæmt) eða eina að meðaltali í hverjum leik. Hann gaf tvö víti og var tvisvar sinnum rekinn af velli. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Rúnars Kárasonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Rúnar Kárason, hægri skytta Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handbolta, er annar leikmaður íslenska landsliðsins sem er tekinn fyrir á tölfræðisíðunni HBStatz í aðdraganda heimsmeistaramótsins í handbolta sem hefst í næstu viku. HBStatz telur niður í mótið með því að birta tölfræðiupplýsingar um strákana okkar úr keppnisleikjum þeirra á síðasta ári en byrjað var á besta manni íslenska liðsins, Aroni Pálmarssyni, í gær. Tölfræði sýndi bersýnilega hversu mikilvægur Aron er íslenska landsliðinu. Aron er meiddur og tæpur fyrir HM en eins og kom fram í gær fer hann ekki með á æfingamótið í Danmörku vegna meiðslanna.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði En aftur að Rúnari. Stórskyttan úr Safamýrinni skoraði 18 mörk í sjö mótsleikjum á síðasta ári með íslenska landsliðinu eða 2,6 mörk í leik. Hann skoraði þrjú mörk að meðaltali í leik þremur sigrum íslenska liðsins en 2,25 mörk að meðaltali í fjórum tapleikjum Íslands á síðasta ári. Aftur á móti var skotnýting hans betri í tapleikjunum (53 prósent á móti 45 prósent). Rúnar skaut 37 sinnum á markið í landsleikjunum sjö á síðasta ári og skoraði augljóslega 18 sinnum eins og gefur að skilja. Hann skoraði úr 49 prósent skota sinna en tólf þeirra (32 prósent) voru varin af markvörðum mótherjanna og sjö skot eða 19 prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Einn helsti kosturinn við Rúnar á síðasta ári var að hann tapaði boltanum nánast aldrei. Skyttan skotfasta tapaði ekki nema tveimur boltum í sjö leikjum á síðasta ári eða 0,3 tapaðir boltar að meðaltali í leik sem er mjög gott. Í varnarleiknum átti Rúnar sjö löglegar stöðvanir (þegar mótherji er stöðvaður og aðeins fríkast er dæmt) eða eina að meðaltali í hverjum leik. Hann gaf tvö víti og var tvisvar sinnum rekinn af velli. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Rúnars Kárasonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15
Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik